Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 27
Hann var sjálfur þræll þeirra eins og ég, og vissi hvern-
ig mér leið.
Vorið kom, og karlarnir í þorpinu kepptust við að
bera á túnblettina sína, og ærnar að bera. Mér fannst
ég fyllast nýjum krafti eins og fangi, sem setið hefur
inni vetrarlangt. Ég naut þess að vinna í garðinum og
kepptist við frá morgni til kvölds. Verst þótti mér, að
freknurnar þutu upp á nefinu á mér hver í kapp við
aðra, en kvöldið sem Björn kyssti á þær og sagði, að
ég ilmaði af sól og blómum, varð mér sama um þær.
Á örfátun andartökum varð allt eins og fyrstu vikurn-
ar eftir að við giftum okkur. Hann var heitur og ör,
allur kuldi hvarf burt úr huga mínum, og ég fann lífs-
gleðina gagntaka mig.
Þessa nótt töluðum við lolcs saman um vandamál
okkar. Hann sagði mér, hve hræddur hann hefði verið
um mig, og hve erfitt hefði verið að þurfa að vera
svona harður.
„En ég varð,“ sagði hann, „varð að gera það sjálfrar
þín vegna, ekld síður en mín. Hefði þessu haldið áfram,
hefðir þú verið búin að vera eftir nokkur ár.“
Ég lofaði að falla aldrei aftur, þótt mér væru boðnar
þessar ginnandi veigar og töblur. Með sjálfri mér var
ég þess fullviss, að ég stæðist allar freistingar, en Björn
þrýsti mér svo fast að sér sem hann gat, eins og hann
vildi reyna að gefa mér kraft frá sjáifum sér.
Páll varð veikur aftur og fór suður. Hann var þó
furðu hress í máli og sagðist verða kominn aftur fyrir
slátt. Hann átti ofurlítinn túnblett, sem hann sló alltaf
sjálfur og sá um. Það voru tvö kindarfóður af honum,
og gamall einsetukarl, vinur hans, tók þessar tvær ær
alltaf í fóður. Ég held að Björn hafi ekki verið eins
viss um skjótan bata, þótt hann léti það ekki uppi.
Nokkrum vikum seinna fékk Björn sér frí og heim-
sótti föður sinn. Við ætluðum svo í sumarfrí í fyrsta
sinn, síðan við giftum okkur. Ég hlakkaði óstjórnlega
til. Ég átti að ráða ferðinni og var búin að margskoða
landakortið og ákveða leiðina.
Ég sat í sólstól úti í garðinum og las í bók, þegar
hún kom. Veðrið var yndislegt, það eina sem angraði
mig voru flugurnar, sem suðuðu og sveimuðu án af-
láts í kringum mig. Björn var væntanlegur heim um
kvöldið, og svo sannarlega brann ég í skinninu eftir að
færa honum nýjustu fréttirnar. Þennan sama morgun
hafði ég látið lækninn, sem var fyrir Björn, skoða mig,
og hann staðfesti það, sem ég hafði vonað. Svo sannar-
lega ætlaði ég að stríða Birni. Hann hefði ekki mikinn
áhuga á ltonunni sinni. Sennilega sæju allar kerlingar
þorpsins það á undan honum. Það allra skemmtileg-
asta var þó, að það var afmælisdagurinn hans í dag.
Þetta yrði áreiðanlega bezta afmælisgjöfin, sem hann
gæti fengið. Hvernig ætti ég að segja honum það á sem
áhrifamestan hátt?
— Til hamingju með daginn, vinur minn, en afmælis-
gjöfin þín í ár verður svo stór, að ég verð ekki búin
með hana fyrr en eftir röska 7 mánuði. — Myndi hann
skilja það? Já, áreiðanlega!
Hvað myndi hann segja? Ég hlakkaði svo til, að ég
gat varla beðið. Bara að hann tefðist nú ekki. Hann
hafði lofað að vera kominn fyrir klukkan 8. Anna var
að baka heljarstóra afmælistertu, ég vissi af reynslu, að
hún var afbragðs góð.
Hanna ætlaði að koma og Brói, svo læknirinn og
starfsfólkið á spítalanum, það var föst venja hjá Onnu
að bjóða því þennan dag. Björn hafði oft ekki hug-
mynd um, hvaða dagur var á ferðinni, enginn sagði
honum það. Það var svo gaman að koma honum á
óvart. En hvað var það á móti þessum fréttum!
Ég vissi að hann langaði mjög mikið til að eignast
barn, þótt hann segði alltaf, að ég væri enn of ung. Ég
vissi hve mikið hann saknaði Péturs litla. Nú ætlaði ég
að bæta honum það upp. Ég skammaðist mín í hvert
sinn, sem ég hugsaði um þennan litla elskulega snáða,
sem ég hafði nærri farið svo illa með. Það voru ófáar
sendingarnar, sem Björn hafði fært honum við öll
möguleg tældfæri. Anna var sífellt með eitthvað á
prjónunum, sem hún dundaði við milli mála, eins og
hún sagði.
Nú ætlaði ég að bæta fyrir allt, sem ég hafði gert
þeim öllum, bæði viljandi og óviljandi. Það var full-
orðin, ráðsett kona, sem hér sat í stólnum og lét sig
dreyma þennan eftirminnilega síðsumardag.
Það marraði í hliðgrindinni. Ég opnaði augun og sá
á eftir Önnu, sem stikaði af stað ofan í þorpið. Nú var
hún að bjóða í veizluna, því hún var í sparikápunni
með ævagamlan slörhatt á höfðinu. Hún viðurkenndi
að vísu, að hann væri ekki beint eftir nýjustu tízku,
en góður til síns brúks samt. Hún Anna varð nú ekki
uppnæm fyrir smávegis sveiflum í tízkuheiminum,
blessuð gamla konan.
Ég hafði víst sofnað og hrökk upp með andfælum,
þegar bíll hemlaði hart við hliðið. Björn er kominn,
hugsaði ég himinlifandi og þaut á fætur. Bílhurðin var
opnuð um leið og ég kom út að hliðinu, og lítil, grönn
stúlka steig út. Ljóst hárið sat í háum hrauk uppi á
höfðinu, og öll var stúlkan klædd og snyrt eftir nýj-
ustu tízku. Hún teygði sig inn í bílinn og tók pakka
upp í fangið, svo gekk hún rösklega að hliðinu, og full-
orðin kona stormaði á eftir, stórlát á svip og í fasi.
„Enið þér ráðskonan hér?“ spurði sú eldri.
„Nei,“ svaraði ég utangátta. „Hún skrapp í hús og
kemur sennilega ekki strax heim.“
„Allt í lagi, mamma, þessi tekur þá bara við honum,
svo kemur Björn heim í kvöld.“
Innan úr bögglinum heyrðist nú undarleg hljóð, og
lék víst enginn vafi á, að það var barnsgrátur.
„Jæja, þér takið hann þá og skilið kærri kveðju til
ráðskonunnar. Ég vona að hún annist hann vel. Hann
er þægur á daginn, en dálítið óvær á nóttunni, skinn-
ið,“ sagði sú eldri, tók böggulinn og tróð honum upp
í fangið á mér.
Ég sá að unga stúlkan beit á vörina, um leið og hún
strauk yfir lítinn, dökkan kollinn á snáðanum.
Heima er bezt 323