Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 32
rauðum gluggagrindum og dálitlu klukknaporti uppi
yfir dyrunum. Vafin skarlatslitum slæðum kvöldroð-
ans, stóð hún þarna hrörleg og allt að því feimin, að
því er virtist, en þó geymdi hún bænir kynslóðanna,
sem komið höfðu og kropið við grátur hennar bæði í
gleði og sorg.
Agnar gekk heim að traðarhliðinu og opnaði. Hann
fór inn fyrir og lokaði hliðinu. Hann studdi hendinni
á grindina og horfði heim. „Ef til vill er þarna hjálp
og líkn handa mér líka,“ tautaði hann. „Það er að
minnsta kosti það eina sem ég get gert.“
Hann gekk heim traðirnar, inn í kirkjugarðinn, alla
leið að dyrum kirkjunnar. Hann lagði hendina á hurð-
arhúninn. Kirkjan var ólæst. Agnar opnaði hana og
gekk inn. Hann stóð dálitla stund hreyfingarlaus inn-
an við dymar og litaðist um. Ómálað timburþil með
dökkum kvistum, dökkt altari með rauðum dúk, tveir
fornlegir koparstjakar með hálfbrunnum kertum.
Agnar gekk inn að grátum, leit á altaristöfluna.
Dimmblár næturhiminn, há tré sem köstuðu skugga-
myndum sínum á lítdð fagurt rjóður og krjúpandi
mann á bæn. I hægra horni töflunnar stóð með hvít-
gulum stöfum: í Getsemane.
Agnar horfði á myndina. Allt í einu huldi hann and-
litið í höndum sér, kippir fóru um herðarnar — í fyrsta
skipti síðan á fermingardaginn sinn kraup Agnar Ól-
afsson við Drottins borð.
VII. VINURINN.
Séra Hálfdan á Borg lagði frá sér pennastöngina og
lokaði handbókinni. Hann var að ljúka við að semja
ræðuna sem hann ætlaði að halda að Hamrafelli dag-
inn eftir á annan í hvítasunnu. Hann skrifaði oft ræður
sínar, þegar aðrir voru gengnir til náða á prestssetr-
inu. Þá var næðið bezt og hægt að sökkva sér truflun-
arlaust niður í viðfangsefnið.
Hann leit á klukkuna. „Nú! Nærri hálf-tvö! Mál að
taka á sig náðir,“ sagði hann og stóð á fætur. Hann gekk
út að stofuglugganum. Fölrauður bjarmi frá hniginni
sól vafðist um láð og lög og brá yndisfögru bliki yfir
grænt flos nýgræðingsins á túninu að Borg. Lengra
burtu risu Hamradals-fjöllin. Þau voru venjulega dá-
lítið hvassbrýnt og kuldaleg, en nú sveipaðist um þau
örþunn hýjalíns-móða, svo að þau sýndust nærri því
góðleg.
„Góðviðrismistur!“ sagði séra Hálfdan. „Hvílík feg-
urð! Það andar dýrð og friði yfir sofandi jörð. Það er
nærri ómögulegt að slíta sig frá þessari unun, — jafn-
vel þó að draumalandið taki við. En — hvað er þetta?
Gangandi maður aleinn á ferð hingað að Borg um þetta
leyti sólarhringsins! Hann hlýtur að eiga brýnt erindi
og þá sennilega við mig. Eg ætla að minnsta kosti að
bíða þessa gests.“
En gesturinn virtist ekld eiga neitt erindi við klerk
eða heimilisfólkið á Borg. Hann gekk rakleitt að dyr-
um kirkjunnar. Séra Hálfdan sá að hann hikaði dálítið
en opnaði svo kirkjuna og gekk inn.
„Jæja, svo að Agnar Ólafsson á nú sínar sorgir, sínar
þungbæru byrðar, sem hann er að kikna undir! Já,
svona er lífið. Beiskur var bikarinn, sem Agnar rétti
Jórunni á Heiði í haust. Kannski er samvizkan nú að
rétta að honum annan mjöð engu betri. Það er bezt að
ganga út og grennslast eitthvað eftir þessu. Það er
skylda mín við Guð og málefni hans að reyna að hjálpa
öllum, sem þjást,“ hugsaði séra Hálfdan.
Hann gekk út að kirkjudyrunum, opnaði hljóðlega
og smeygði sér inn.
Hann staðnæmdist og horfði á Agnar þar sem hann
kraup. Hann sá að við og við fóru kippir um herðar
hans. Er séra Hálfdan hafði staðið góða stund og horft
á Agnar gekk hann til hans og lagði höndina á öxl hans.
Agnar hrökk við. Hann leit upp. Hann horfði inn í ró-
andi og kærleiksrík augu prestsins gamla.
Agnar reis upp og rétti fram höndina. Séra Hálfdan
greip hana og þrýsti.
„Þú ert seint á ferð, vinur minn,“ sagði hann.
„Já, séra Hálfdan. Ég bið afsökunar á að ryðjast inn
í kirkjuna að næturlagi, en ég hef tapað sálarfriði og
jafnvægi og hélt að ef til vill fengi ég hér hjálp til að
finna það aftur.“
Séra Hálfdan gekk að kórbekknum og settist við
gluggann.
„Vafalaust,“ sagði hann. „Seztu hérna hjá mér. Við
skulum rabba svolítið saman og horfa héma út um
gluggann á friðinn og fegurðina í náttúmnni. Það er
róandi.“
„Já, séra Hálfdan! Það er dásamlegt fyrir þá, sem
ekki þurfa að glíma við afturgöngurnar af sínum eigin
illverkum og glópsku.“
, „Allir hafa eitthvað við að glíma, Agnar. Komdu og
seztu hérna, vinur minn. Við kynnum að finna ein-
hverja leið, ef við hjálpumst að því að leita.“
„Er til nokkur leið fyrir mig og mína líka? Er nokk-
ur von fyrir þann, sem farið hefur eins að ráði sínu og
ég hef gert, séra Hálfdan?“
„Agnar, hlustaðu nú á! Okkur verður öllum hitt og
annað á í lífinu, en engin afbrot sem við fremjum eru
svo stór að Guðs náð sé ekki stærri — engar ófærar sem
okkar vanhugsuðu verk koma okkur í em svo ramm-
ar, að iðrunin finni ekki leið út úr þeim. Þú ert ungur.
Vonandi átt þú langan veg ófarinn. Á þeirri leið mun
þér gefast fjöldi af tækifærum til að létta byrðar föm-
nauta þinna. Notaðu þau tækifæri eins vel og þú get-
ur, þá mun birta aftur yfir þínum eigin leiðum, og
þaðan sem þér finnst nú gusta kalt um þig mun leggja
yl af fyrirgefningu og sáttum.“
„Jómnn fyrirgefur mér aldrei — sem varla er von.
Ég fór fram að Heiði í gær og talaði við hana. Hún
var ein heima. Hún var köld eins og ís. Ást hennar og
virðingu til mín hef ég myrt. Það sagði hún í gær.“
„Því furðar mig eikki á, Agnar, eftir það högg sem
þú veittir henni í haust. Þar að auki hefur hún enga
328 Heima er bezt