Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 31
heini þessa nótt en ekki Sveinn. Morguninn eftir var Agnar dálítið leiður yfir að hafa farið svona að ráði sínu. Það var ekki laust við að hann skammaðist sín. Hann kveið hálfpartinn fyrir að horfa í róleg og trygglyndisleg augu vinar síns. „Ég labba heim til Sveins og tala við hann og þá verð- ur allt gott,“ hugsaði hann meðan hann klæddi sig. Hann fór inn í eldhúsið til móður sinnar og fékk sér kökur og mjólk; síðan gekk hann út. Hann hélt í átt- ina að heimili Sveins og barði að dyrum. Móðir Sveins opnaði. „Er Sveinn heima?“ hafði Agnar spurt glaðlega. „Nei,“ svaraði konan kuldalega. „Hvar er hann?“ hafði hann spurt. „Hann er farinn úr bænum,“ svaraði konan hvasst. „Úr bænum! Og hvert?“ „Ég býst við að hann kæri sig lítið um að þú fáir vitneskju um það. Hann hefur loksins séð hvað einlæg- ur vinur þú ert,“ sagði móðir Sveins og lokaði dyrun- um við nefið á Agnari. Hann mundi greinilega hvað honum hafði brugðið við þessi tíðindi. Hann hafði ranglað upp að gömlu Skólavörðunni og setzt. Þar höfðu þeir Sveinn setið saman svo marga stund og rætt um framtíðina. Þeir höfðu ólíkar skóðanir, en alltaf höfðu viðræður þeirra verið vinsamlegar. Og þá, þegar Sveinn var farinn, fann Agnar að hann hafði hraldð frá sér bezta vininn, sem hann átti, og þarna uppi við gömlu Skólavörðuna hafði hann ásett sér að finna Svein og biðja hann fyrirgefn- ingar. En framkvæmdir í þessa átt drógust og nýir fé- laga komu í stað Sveins og nýjar vinkonur svæfðu svið- ann og söknuðinn eftir Svein í brjósti hans. Og að síð- ustu fór hann að líta á málið með allt öðrum augum. Smátt og smátt tókst honum að þagga röddina innra með sér, sem ásakaði hann fyrir framkomuna gagnvart Sveini. Hann sagði við sjálfan sig að Sveinn væri veik- lundað fífl, og Elín — hún var indæl þetta kvöld; bara verst, að hún hafði farið heim í sína átthaga skömmu eftir dansleikinn, svo að þau höfðu ekki hitzt aftur. Það var bezt að hugsa ekki um þau meir; gleyma þeim bara — og það hafði honum nærri því tekizt. En svo kom bréfið — rúmu ári eftir að Sveinn. fór. Hvað hann mundi þetta greinilega! Hann kom heim úr skólanum og var að borða; móðir hans hafði sezt andspænis hon- um og sagt dálítið varfærnislega: „Það kom bréf til þín áðan, góði minn.“ „Nú!“ hafði hann anzað kæruleysislega. „Ég lagði það inn á borðið í herberginu þínu,“ sagði hún. „Jæja, ég Ies það, þegar ég er búiim að borða. Það liggur víst eltki mikið á; það er varla svo merkilegt.11 Þegar máltíðinni var lokið, fór hann inn í herbergið sitt. Þarna lá bréfið. Hann mundi hvað honum brá, er hann sá rithöndina. Hann þekkti hana vel, þessa ein- kennilegu skrift. Stafirnir hölluðust allir fram á við eins og maður, sem hefur rekið tærnar í og er við það að detta. Þannig skrifaði aðeins einn maður sem hann þekkti. Það var Sveinn. Hann hafði flýtt sér að rífa upp bréfið. Hann mundi það orð fyrir orð. „Kæri Agnar. Aðeins örfá orð til að láta þig vita að ég er þér ekki reiður og hef fullkomlega fyrirgefið þér framkomu þína síðast. Ég vel þennan dag til að skrifa þér þessar línur af því, að það er mesti hamingjudagur lífs míns fram að þessu — giftingardagurinn minn. Konan mín elskuleg er Elín Sigurbjörnsdóttir, sú hin sama er var með okk- ur á dansleiknum forðum. Við hittumst af tilviljun og sættumst. Ég hef verið nú um tíma heima hjá foreldrum hennar og tek hér við búi í vor. Ég sé í anda fyrirlitningarbrosið á vör- um þínurn, Agnar — sveitakarl! hugsarðu. En mér er alveg sama. Ég veit að ég hef fundið það, sem allir leita að og þrá — hamingjuna. Og að lokum vil ég gefa þér eitt ráð í trausti þess, að í þér sé eitthvað af manndómi og samvizku, — með öðrum orðum, að þú hafir eitthvað fleira og meira til að bera en snoppufrítt andlit og spengilegan skrokk: Gættu að þér, Agnar! Troddu ekki hugsunarlaust á tilfinningum annarra. Gakktu ekki lengur veg þinn glaður og reifur meðan þú stráir sársauka og vansælu í götur samferðamanna þinna, því að einhvern tíma kemur að því að þú hittir þann, sem eldd fyrirgefur en gefur þér högg, sem svíður undan, eins og svo marga hefur sviðið vegna þín. Megi þér auðnast að verða hamingjusamur, fornvin- ur minn, — en þó eldd á kostnað annarra. Sveinn Hallgrímsson.“ Já, þau höfðu jarmað sig saman aftur, Sveinn og Elín. Hann hafði þá ekki þurft að hafa mikið samvizkubit út af ævintýrinu á dansleiknum forðum. Og Sveinn far- inn að prédika um sárindi og högg og þess háttar; synd, að hann skyldi ekki verða prestur! Þannig hafði hann hugsað eftir lestur bréfsins. Engin iðrun, engin gleði yfir að piltur og stúlka, sem hann hafði aðskilið, fundu hvort annað á ný! Agnar herti gönguna, rekinn af æstum tilfinningum sínum. Ólánsræfill — ólánsræfill! heyrði hann sagt innra með sér. Já, sköpin höfðu rétt að honum margt og mikið: glæsimennsku, nautnir og fjölda af yfirborðsvinum, en hvers virði var það? Nú var hann á flótta, friðlaus og einn. Örlaganornirnar höfðu snúið við blaðinu. „Það er sama hvað hratt þú flýrð, Agnar, þú gengur aldrei af þér fortíðina; afglöp þín fylgja þér eins og skugg- inn þinn,“ tautuðu þær og hlógu illgirnislega. „Guð minn góður! Er ég að verða brjálaður,“ hugs- aði Agnar. Hann stanzaði og leit í kringum sig. Hann var staddur á veginum fyrir neðan Borg. Hann horfði heim á prestssetrið. „Friður, friður!“ sagði hann við sjálfan sig. Hann horfði á gömlu kirkj- una, hvítgráa, feyskna timburkirkju með rauðu þaki, Heima er bezt 327

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.