Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 5
••• ... Séð yfir Bjarnarfjörð. Kaldrananes sézt hérna megin fjarðarins. alltaf verið hreykinn yfir því að hafa skroppið í heim- inn á lengsta degi ársins. Eg var stutt kominn á legg, þegar foreldrar mínir fluttu frá Bræðrabrekku og tóku til ábúðar aðra jörð þar í grennd, sem heitir Krossárbakki. Þar dó faðir minn, eftir langa sjúkdómslegu, harða veturinn 1882 og móðir mín stóð ein uppi, bláfátæk, með tvo unga syni, mig á 5. aldursári, en Kristján, síðar bónda á Þambár- völlum í Bitru, á 3. ári. Þá var ekki um neitt annað að ræða fyrir hana en að koma öðrum hvorum okkar ein- hvers staðar fyrir, og af því að ég var eldri, féll það að sjálfsögðu í mitt hlutskipti. Skilnaðurinn við móður mína var sár — en um það þýddi ekki að fást. Mér var fljótiega komið fyrir á Broddanesi til þeirra Jóns Magnússonar og Guðbjargar Björnsdóttur konu hans, en þau bjuggu á Broddanesi um hálfrar aldar skeið og hafa orðið mjög kynsæl. Hjá þeim var ég í 14 næstu ár á eftir. Þau Jón og Guðbjörg á Broddanesi voru mikilhæfar ágætismanneskjur og hin mestu rausnarhjón, en það var mikið unnið þar eins og annars staðar. Jóni bónda féll sjálfum aldrei verk úr hendi. Jafnvel þótt hann væri blindur síðustu 28 æviár sín, þá vann hann eins og hver annar og fékkst mest við smíðar. Hann var afreksmað- ur til sálar og líkama, maðurinn sá, og svo trúrækinn var hann, að hann sleppti helzt ekki úr kirkjuferð á helgidögum, nema illfært væri veður. A vetrum fór hann oft í góðu færi gangandi til kirkju, þótt blindur væri. Að sjálfsögðu var hann leiddur, annað var óhugs- andi. Broddanes var menningarheimili, og þar var betri bókakostur en almennt gerðist. Eins og annars staðar var títt á þeim árum, var jafnan lesið á kvöldvökunum á vetrum. Einn las en hinir unnu. Eftir að ég varð læs, féll lesturinn í mitt hlutskipti. Stundum fannst mér gaman að þessu, en gamanið fór út um þúfur, þegar al- þingistíðindin komu og ég var látinn lesa þau spjald- anna milli. Mér hundleiddust þessar langlokur, en vildi Heima er bezt 301

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.