Heima er bezt - 01.01.1964, Page 8
SÉRA GÍSLI BRYNJÓLFSSON:
ggeir Lárusson
Kirkjubæjarklaustri
Pað er komið vor — síðasta vor nítjándu aldar-
innar. Loftið er þrungið af ilmi gróandans og
gisnar regnskúrir falla eins og bláleitar slæður
niður eftir bröttum, grasi grónum brekkum
Síðunnar.
Brúðkaupsdagurinn — 7. júní 1900 —. í dag á að fara
fram gifting í Prestbakkakirkju. Brúðhjónin eru bæði
úr sveitinni. Þau hafa þekkst frá því þau voru böm.
Hann er 26 ára yngispiltur frá Fossi, hún 27 ára yngis-
mær frá Breiðabólstað.
Þau eru gæfuleg þessi ungu hjón. Hann þéttur á
velli og þéttur í lund, svipmikill og vel á sig kominn.
Allt útlit hans og yfirbragð ber vott um þreklund,
áræði og skapfestu. Hún í meðallagi há, fríð, bláeyg,
ljóshærð, blíð og mild á svip, hógvær í skapi og prúð
í framkomu. Yfir henni allri sá gæfulegi þokki, serrt
góða konu prýðir.
Hver eru þau þessi hjón?
Elín Sigurðardóttir og Lárus Helgason, síðar lands-
ltunn sem húsbændur á Kirkjubæjarklaustri í meira en
fjóra tugi ára.
Fyrsta hjúskaparár sitt voru þau á Fossi í sambýli
við móður Lárusar og systkini. En sú jörð var sízt til
skiptanna, enda maðurinn ólíkur til að una þröngbýli
til lengdar.
Á næsta ári fær hann til ábúðar Múlakot á Síðu. Það
er lítil jörð í svokölluðu „þorpi“. Þar farnast ungu
hjónunum samt vel, enda dugnaði og framsýni beitt
við búskapinn og allar framkvæmdri. Heimilið verður
Kirkjubœjarklaustur.
4 Heima er bezt