Heima er bezt - 01.01.1964, Page 11

Heima er bezt - 01.01.1964, Page 11
niður, er landflutningar voru teknir upp í stað báts- ferðanna áður. A sama hátt tók Siggeir að sér verzlun- ina er hún hófst á Klaustri og hafði á hendi stjórn og rekstur á útibúi Kaupfélags Skaftfellinga lengi vel. Og eftir því sem hann eltist, óx honum traust sveitunga og sýslunga, og skulu hér nefnd þau helztu trúnaðarstörf, sem hann hefur haft á hendi og hefur flest enn: 1. Formaður Búnaðarfélags Kirkjubæjarhrepps. 2. Oddviti í Kirkjubæjarhreppi. 3. Deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands. 4. Formaður Kaupfélags Skaftfellinga. 5. Stjómarmeðlimur í Sláturfélagi Suðurlands. Öll þessi störf hefur Siggeir á Klaustri rækt við al- mennan trúnað og vinsældir. Hefur engum komið ann- að í hug en endurkjósa hann til þeirra, meðan hann hefur gefið kost á sér. En hversu mörg trúnaðarstörf, sem Siggeir á Klaustri eru falin og hversu vel sem hann rækir þau, munu þeir, sem kynnast honum þó finna það, að maðurinn er meira heldur en öll hans verk. Hann er einstakur að Að ofan til vinstri: Kirkjugólf á Klaustri. Að neðan t. v.: Sýn til Kirkjubcejarklausturs handan yfir Skaftá. Að ofan í miðju: Systrastapi. Að neðan í miðju: Aveita Klaustursbrceðra úr Skaftá yfir Stjórnarsand. Með þeirri framkvæmd hefur þeim tekizt að gera stór sandflæmi að gróðurlendi. Hér fyrir neð- an: Eldmessutangi við Skaftá vestan Systrastapa. Láirus Helgason — hinn þjððkunni Klaustursbóndi.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.