Heima er bezt - 01.01.1964, Side 18
Helgimyndir
við vegamót.
Eitt af því sem mér þótti furðulegt, þegar ég fór
fyrst um þessar sveitir eru geysimiklir grjótveggir með-
fram vegum og umhverfis landareignir og stórbýli. Eru
þeir hlaðnir úr steini, þykkir og oft um tvær mann-
hæðir eða jafnvel hærri, en traustlega steinlímdir. Því
furðulegri þykja manni þessi mannvirki, sem víða er
lítið um grjót, og hefur því orðið að flytja efnið um
langa vegu. En gróðurinn utan í veggjum þessum sýndi,
að þeir voru gamlir. Mér var sögð sagan um uppruna
þessara garða, en langflestir þeirra eru frá því á miðri
síðastliðinni öld, en þá var hungursneyð í landinu um
þriggja ára skeið, sem vel mátti líkja við Móðuharð-
indin hér á landi, nema ef verra skyldi verið hafa. Þá
voru veggir þessir hlaðnir sem eins konar atvinnubóta-
vinna, og fengu verkamennirnir grautarskál eða eitt
penny á dag, til þess að draga fram lífið á. Var það til-
lag stórbændanna og landsdrottnanna. En orsök hung-
ursneyðarinnar var uppskerubrestur á kartöflum vegna
pestar, sem í þær kom, en meginfæða fólksins í sveit-
um voru kartöflur, því að allan annan jarðargróða varð
að láta í landskuldirnar, sem heimtar voru inn hlífðar-
laust, þótt fólkið hryndi niður af hungri. Mjög margt
manna flýði þá til Ameríku, en alls fækkaði landsfólk-
inu um hálfa aðra milljón á þessum neyðarárum bæði
af brottflutningum og mannfelli. Mér leiddust grjót-
garðar þessir, því að þeir stálu mjög útsýni þegar ekið
var um vegina, en eftir að ég heyrði sögu þeirra leið
mér beinlínis illa, hverju sinni, sem fram með þeim var
farið.
Síðari hluta sunnudags kom Murphy og sótti okkur
og ók okkur til bæjar, er Fermoy heitir. Þegar við kom-
um inn í bæinn mættum við skrúðgöngu mikilli, off
fór hornaflokkur fyrir henni. Voru homaleikararnir í
mjög fáránlegum, litríkum þjóðbúningum, sem nokk-
uð líkjast búningum Eláskota. Blésu þeir af miklum
móði á alls konar lúðra og pípur og börðu tmmbur
með feikna hávaða. Ekld var þó verið að fagna okkur
með þessum viðtökum, heldur var þetta minningar-
hátíð urn eina af hetjunum, sem féllu í frelsisstríði íra
á þessum slóðum. En mikið var barist við Fermoy,
enda voru þar áður fyrr miklar herstöðvar Breta. Var
bærinn þá miklu fjölmennari en nú og mátti sjá, að
hann hefði átt sinn fífil fegri, því að margt auðra húsa
var í útjöðrum hans, sem raunar er ekki svo fátítt í
smábæjunum, því að fólki fer heldur fækkandi í land-
inu.
Hér skildu leiðir. Gunnar fór með Murphy til Dyfl-
inar en mér var skilað í hendur starfsmanna á tilrauna-
stöðinni Moor Park, sem er skammt fyrir utan borg-
ina. (Framhald.)
Gamall sveitabœr.
14 Heima er bezt