Heima er bezt - 01.01.1964, Page 21

Heima er bezt - 01.01.1964, Page 21
an hafa verið spurð ráða um lengd vinnutímans. Sjald- an munu þau hjón hafa haft vandalaust fólk til vinnu, nema einhvern tíma úr slættinum. Bóndinn sló og kon- an rakaði milli mála, en hún átti hauk í horni í bæn- um, þar sem móðir hennar var, sem bæði var notinvirk og afkastamikil, meðan heilsa og kraftar entust. Bónd- inn var eins og áður er sagt, aflasæll svo af bar, og not- aði hverja stund til þess sem gafst frá öðrum önnum. En bæði voru þau hjón samhent um allt er að búskap laut, og þó ekki skaplík. Hann var fjáraflamaður, og kunni vel að gæta þess er hann aflaði. En hún var gjöf- ul, ef snauðir áttu í hlut. Hann var stórlyndur og stundum ofsabráður, ef því var að skipta. Hún var sáttgjörn og friðelskandi, og mikil tilfinningamann- eslcja, sem ekkert aumt mátti sjá, án þess að vilja bæta úr því. Hygg ég að stundum hafi hún ekki leitað ráða mannsins í því efni, og mun hafa brugðið þar til fóst- urs, því sagt var að Ingibjörg í Hergilsey hafi ekki ein- att leitað samþykkis bónda síns um gjafir til snauðra manna. Snæbjörn í Hergilsey segir svo um foreldra sína, að móðir sín hafi verið stórgjöful við bágstadda, en faðir sinn smátækari, en hugulsamur. Mun hvorugt hafa verið ofsagt. Á seinni árum tók Kristín upp þann sið að gefa flestum, ef ekki öllum börnum, sem fermd- ust í sókninni, einhverja fermingargjöf. Sýnir það hug- ulsemi hennar og skilning á barnslundinni, enda veit ég engan þann ungling, sem ekki þótti vænt um hana sem kynntust henni eitthvað. Árið 1912 eignuðust Fossárhjón þriðja soninn. Hét hann Ingvi Óskar, en hann dó uppkominn 1935. Mik- ill efnismaður, og varð foreldrum og öllum er þekktu mikill harmdauði. Fjórða og síðasta soninn eignuðust þau 1920. Hann var síðasta barn þeirra. Er nú kvæntur ágætri konu og býr í Reykjavík. Þetta er þá í fáum dráttum saga þeirra Fossárhjóna. En saga þeirra af striti og stríði búskaparins, sigrum og ósigrum hversdagslífsins, verður sennilega aldrei skráð. En þau munu ávallt lifa í minningu þeirra er þekktu og kynntust þeim eitthvað að ráði, sem mestu heiðurs- hjón. Kristín var trúkona mikil í þess orðs beztu merk- ingu, og það var hann í sjálfu sér líka. En ég er ekki alveg viss um að sú lífsskoðun sem þau tileinkuðu sér á efri árum, eftir missi sonar síns, sem að framan get- ur, hefði fundið náð fyrir augum hinna „rétttrúuðu“. En þeim nægði að segja með skáldinu: „Þín náðin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafst þú mér“. Kristín og Sigurmundur voru vinir mínir, a. m. k. um þrjátíu ára skeið. Mig langar til að enda þessar lín- ur á því að segja frá draumi er mig dreymdi síðastlið- inn vetur. Ég var þá sjúklingur á Landsspítalanum um margra mánaða skeið. Mig dreymdi, að ég þóttist staddur á Fossá niður við bátanaustin, og verður litið heim að bænum. Mér þótti vera rnyrkt allt í kring. En út um hvern glugga og dyr á bænum, þótti mér stafa óvenjulega mikilli ljósbirtu. Þóttist ég vita í draumnum að enginn væri þar stadd- ur innan dyra nema gömlu hjónin, og nú væru þau að gifta sig. Ekkert mundi ég í svefninum, að bóndinn var látinn fyrir 8 árum, og ekki gerði ég mér grein fyrir ólíkindum þess, að þau væru að giftast. Svo hvarf mér draumurinn. En nú þegar Kristín vinkona mín er lát- in, tel ég mig vita, hvað hann hefur átt að boða mér. Því „Háa skilur hnetti himingeimur / blað skilur bakka og egg / en anda sem unnast fær aldrei / eilífð að skilið.“ Hún, sem móti frænda ráði, sté það örlagarík- asta spor, sem nokkur kona getur stigið, hefur nú aft- ur sameinazt manninum sem hún fórnaði öllu, meðan blóðið var heitast og hreint. Kristín var jarðsett á Brjánslæk við hlið eiginmanns síns 9. september 1963, að viðstöddu miklu fjölmenni. SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON: HEIMA ER BEZT Við föruin yfir fjöll og höf til fjærstu landa. Þar hljóta sumir heillagjöf frá hæstum anda. Og margir sjá þar fagurt flest, en finna þó, að heima er bezt. Vor þrá er tengd við þessa jörð, og þung í æðum, svo leitin verður löng og hörð að lífsins gæðum. Það færir öllum frelsi mest vort föðurland. Já, heima er bezt. En hér á jörð er strit og stríð, og stormar æða, og kólga byrgir Bröttuhlíð og byljir hræða. En þráin gríþur þreyttan gest, sem þegar veit, að heima er bezt. ÁSKRIFTARGJALD HÆKKAR Vevna hinna geysilegu launa- og verðhækkana á öllum mögu- legum og ómögulegum sviðum á tveimur síðastliðnum árum, neyð- ist útgetandi til þess að hækka áskriftargjald Heima er bezt fyrir árið 1964 í kr. 200.00. Samt sem áður verður lesefnið í Heima er bezt lang-ódýrasta lesefni sem fáanlegt er hér á landi, því að það jafngildir bók, sem er 1100 blaðsíður í Skírnis-broti, en eftir bókaverði síðasta ár mundi slík bók kosta kr. 935.00. Því miður lentum við í tveimur verkföllum í nóvember og des- ember, og af þeim sökum urðu desember- og janúarblöðin svo síðbúin. En ég vona, að febniarblaðið komizt út á nokkum veg- inn réttum tíma og marz-blaðið á réttum tíma. Eins og áður er ég þakklátur þeim áskrifendum, sem senda okk- ur áskriftagjaldið og spara okkur þannig mikla vinnu við póst- kröfueyðublöðin. Og að endingu sendi ég ykkur öllum beztu kveðju og óska þess, að þetta nýbyrjaða ár megi verða ykkur ár hamingju, velgengni og friðar. Sigurður O. Bjömsson. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.