Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 22
BLAÐAÐ
*
Úr skáldsögunni
LAUSNIN
eftir
Arna Jónsson
226 blaðsíður
í lausasölu kr. 240.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 170.00
Þegar ég kom upp, hafði Erla kastað af sér skónum
rétt við loftskörina, varpað feldinum á stól í borðstof-
unni og kveikt á rafofninum. Nú stóð hún við eldhús-
bekkinn og beið þess, að hitnaði á katlinum.
— Áttu sígarettu?
Ég þreifaði í vösum mínum, en fann ekkert. Konan
horfði á mig þreyttum spurnaraugum, hristi svo höfuð-
ið og gekk orðlaus inn í borðstofuna.
Ég fann Carlsberg-flösku í kæliskápnum, opnaði hana
og renndi úr henni. Ég ætlaði að svipast um eftir tappa-
1
Ég fann, að einhver kippti í mig. Andartak deplaði ég
sljóum augum í ljósið.
— K'nrndn. É cr hef ekki lykil.
Eg áttaði mig samstundis. Bíllinn stóð við hliðið á
Bárugötu 44.
Erla reis úr sæti og lauk upp bílhurðinni. En þegar
hún steig út, skrapp henni fótur í skreipum snjónum
og hún féll á stéttina.
Við bílstjórinn snöruðumst báðir út götumegin, en
áður en við komumst út á stéttina, var Erla risin á fæt-
ur. Hún kvaðst með öllu ómeidd. Ég dustaði fönnina
af bifurfeldi hennar. Hröðum og stökkvandi, svolítið
óstyrkum skrefum gekk hún inn stéttina og hljóp upp
þrepin. Ég borgaði bílstjóranum. Hann bauð góða nótt.
Bíllinn rann á braut. Um leið og ég sneri mér við, sá ég
eitthvað dökkt í mjöllinni fyrir fótum mínum. Það var
svartur skinnglófi. Erla hafði misst hann í fallinu.
Ég lokaði hliðinu og þræddi spor konunnar upp þrep-
in. Hún stóð við dyrnar og beið mín.
— Flýttu þér. Ég er að drepast úr kulda.
Hún stappaði fótum linkulega í pallinn, hélt loðkrag-
anum skjálfandi höndum fast að hálsi og huldi næstum
höfuð sitt í feldinum.
Ég hleypti henni inn. Hún hljóp inn ganginn og upp
stigann, án þess að skeyta um snjóinn á fótum sér. Ég
lokaði hurðinni, hengdi upp frakkann minn og fór tóm-
lega að öllu.
18 Heima er bezt