Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 29
Þegar til Breiðumýrar kemur, fáum við vist í her- bergi í suðurenda baðstofunnar. Þar hefur fjölskylda Kristjáns, þau hjónin og börn þeirra tvö sofið. Nú flytja feðgarnir fram í miðbaðstofuna, en við Sigga fá- um rúm þeirra til afnota. Þarna eigurn við góða dvöl í ágætum húsakynnum og njótum hjartahlýju allrar fjölskyldunnar. Daginn eftir komu okkar í Breiðumýri byrjaði Sig- urmundur læknir lækningatilraunir við mig, með nuddi og rafmagni. Ekki gerði hann það sjálfur nerna fvrsta daginn, heldur fékk til þess Einar Haraldsson á Einars- stöðum, kenndi honum að fara með rafmagnsvélina og handtökin við nuddið. A Breiðumýri dvöldum við í sex vikur. Síðustu vik- una lét læknirinn Siggu taka við lækningameðferðinni á mér, svo að við þyrftum ekki að dvelja lengur að heiman. Hann taldi nauðsynlegt að halda þessari með- ferð áfram sem lengstan tíma, og gerði Sigga það fram að slætti sumarið eftir. Lækningameðferð sú, sem ég fékk á Breiðumýri, bar þann árangur, að ég var farinn að geta setzt upp í rúminu og jafnvel setið stund og stund á stól við rúmstokkinn, áður en ég fór þaðan. Tómas kom og sótti okkur á laugardaginn fyrir páska. Þá var ég svo hress, að ég þoldi, að Sigga væri hjá mér á sleðanum. Færi var ágætt, mikil ísalög í dalnurn, en harðfenni á heiðinni. Tómas beitti tveimur hestum fyrir sleðann og greiddist ferð okkar vel. Við fórum að Víðum um kvöldið og gistum þar. A páskadag komum við heim í Brettingsstaði. Mér var miklu léttara í huga á heim- leiðinni en þegar ég fór niður í Reykjadalinn, því nú fann ég, að nokkuð hafði á unnizt í bataátt, þótt hægt færi. FYRSTA SUMARIÐ í VÍÐASELI Vorið 1915 líður, og ég er enn mjög ósjálfbjarga. Sigga hjúkrar mér af einstakri alúð og umhyggju. Hún ber mig á bakinu út í vorsólskinið, hvenær sem færi gefst, að ég megi njóta vorloftsins og sólarvarmans. Trú hennar á því, að mér rnuni batna, virðist á bjargi reist. Hafi hún einhvern tíma efazt, dylur hún það svo vel, að engan grunar. Á útmánuðum festir hún auga á jarðnæði handa okk- ur. Heiðarkotið Víðasel hefur losnað úr ábúð Baldvins Jónatanssonar skálda, sem reisti þar byggð 1897. Anna, kona hans, lézt að áliðnum vetri, og flosnaði þá karlinn upp af kotinu. Víðasel er byggt úr landi Víða í Reykja- dal, en þar í heiðinni eru æskuslóðir Siggu og henni mjög kærar. Strax og kotið losnar úr ábúð, vekur hún máls á því, að við leitum þar eftir jarðnæði og flytjum í kotið með vordögunum. Ég tek dauflega á því máli, finnst miklir örðugleikar á því fyrirtæki nú, þegar ég er ósjálfbjarga sjúklingur. En bjartsýni Siggu og bjarg- föst trú á bata minn ræður úrslitum. Hún lætur engan bilbug á sér finna. Búskapur okkar mundi blessast, ef við gætum fengið einhverja hjálp, á meðan mér væri að batna. Á Brettingsstöðum getum við naumast dval- ið áfram. Þar eru nú tuttugu manns í heimili, en húsa- kynni mjög þröng. Enginn amast þó við okkur þar, og ætíð var þar í sáttum setið þröngbýlið. Það verður að ráði, að ég skrifa pabba og spyr hann, hvort hann vilji koma okkur til hjálpar við búskapinn, ef við ráðumst í að flytja að Víðaseli og reisa þar bú. Ég fæ brátt svar frá pabba, og segist hann ntuni reyna að hjálpa okkur, svo sem hann megi. Sigga mín verður himinglöð við svar pabba og finnst sem nú leiki allt í lyndi. Það er auðsótt mál að fá Selið til ábúðar og af- gjaldslaust fyrstu árin. Við ákveðum búferli okkar þangað. Húsin á kotinu á Baldvin Jónatansson, og þau verðum við að kaupa. Kaupverð húsanna er 125.00 kr., og fylgir í kaupunum eldstó í baðstofunni. Faðir minn kemur til okkar að Brettingsstöðum, þeg- ar mánuður er liðinn af sumri, og gætir ánna fyrir okk- ur um sauðburðinn, þess er mikil þörf, því Jón, sem hirt hefur kindur mínar, frá því er ég veiktist, fer af bæ eftir páskana. Annan dag hvítasunnu fer sex manna flokkur fram að Víðaseli til þess að vinna á túninu og stinga sauða- taðið út úr fjárhúsunum, en það verður að þurrka til eldsneytis. Áburður sá, sem fyrir hendi er, nægir ekki nema á lítinn hluta af túninu, sem er þó ekki víðáttu- mikið. Rúmri viku eftir hvítasunnu búumst við til flutnings að Víðaseli. Búslóð okkar er lögð í klyfjar og hafin á klakka, og lestin heldur úr hlaði. Fyrstur fer pabbi gangandi og teymir þrjá hesta undir klyfjum. Þar næst gengur Sigga og rekur fjórar geitur. Þær eru allur mjólkurpeningur okkar þetta sumar. Sigga talar við geiturnar og lætur þær elta sig. Á eftir geitunum fylgir mamrna ríðandi á folaldshryssu. Síðastur fer ég sitj- andi á hesti, sem Tómas gengur með og hefur taum- hald á, jafnframt þ\ú sem hann styður mig í hnakkn- um. Lestin sniglast suður og upp frá Brettingsstöðum. Sól skín í heiði. Þægilegan ilm af kjarrgróðrinum meðfram götutroðningnum ber mér að vitum. Ferðalagið er mér í fyrstu þægileg og kærkomin tilbreyting eftir leguna í vetur og inniveruna löngum á liðnu vori. Brátt sækir þó þreytan á, máttvana fætur mínir sárna af setunni í hnakknum, og á huga minn sækir óttinn um, að fyrir- ætlun okkar sé vanhugsuð og hljóti að mistakast. Áfram sígur lestin fet fyrir fet. Pabbi annast áburð- arhestana og lagfærir klyfjarnar, ef þær haggast. Sigga lokkar geiturnar á eftir sér, folaldið hleypur öðru hverju út úr götunni, en leitar eftir spenum móður sinnar, ef augnabliks töf verður á ferðinni. Tómas varp- ar öðru hverju á mig spaugsyrðum, en ég gegni fáu. Framundan teygist ásótt heiðarvíðáttan og hefur tek- ið grænan lit í sólblíðu undanfarandi daga. Bláfjall og Sellandafjall blána í fjarska. Framhald. á bls. 39. Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.