Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 32
ÞATTUR ÆSKUNNAR
NAMSTJ
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
er
skotiá aá Bald
ri
Gylfaginning er ein af þeim perlum bókmenntanna,
sem hefur jafnt gildi fyrir unga sem aldna. Frásögnin
er svo snjöll að hún hrífur alla, en á bak við frásögn-
ina er falin margháttuð lífsspeki, sem nokkum þroska
þarf til að skilja.
í þessum þætti vil ég leyfa mér að taka upp stuttan
kafla úr Gylfaginningu, sem þannig hljóðar:
„En það er upphaf þeirrar sögu að Baldur hinn góða
dreymdi drauma stóra og hættliga um líf sitt. En er
hann sagði ásunum draumana, þá bám þeir saman ráð
sín, og var það gjört að beiða griða Baldri fyrir alls
konar háska, og Frigg tók svardaga til þess, að eira
skyldu Baldri eldur og vatn, járn og alls konar málm-
ur, steinar, jörðin, viðimir, sóttirnar, dýrin, fuglarnir,
eitrið, ormarnir. — En er þetta var gjört og vitað, þá
var það skemmtun Baldurs og ásanna, að hann skyldi
standa uppi á þingum, en allir aðrir skyldu, sumir
skjóta að honum, sumir höggva til, sumir berja grjóti.
En hvað sem að var gjört, sakaði hann ekki, og þótti
þetta öllum mikill frami.
En er þetta sá Loki Laufeyjarson, þá líkaði honum
illa, er Baldur sakaði ekki. Hann gekk til Fensalar til
Friggjar og brá sér í konulíki. Þá spyr Frigg, ef sú
kona vissi, hvað æsir höfðust að á þinginu. Hún sagði,
að allir skutu að Baldri, og það, að hann sakaði ekki.
J>á mælti Frigg: „Eigi munu vopn eða viðir granda
Baldri, eiða hef ég þegið af þeim öllum.“ Þá spyr kon-
an: „Hafa allir hlutir eiða unnið að eira Baldri?“ Þá
svarar Frigg: „Vex viðarteinungur einn fyrir vestan
Valhöll. Sá er mistilteinn kallaður; sá þótti mér ungur
að krefja eiðsins.“ Því næst hvarf konan á braut, en
Loki tók mistilteininn og sleit upp og gekk til þings.
En Hörður stóð utarlega í mannhringnum, því að hann
var blindur. Þá mælti Loki við hann: „Hví skýtur þú
ekki að Baldri?“ Hann svarar: „Því, að ég sé ekki,
hvar Baldur er, og það annað, að ég em vopnlaus.“ Þá
mælti Loki: „Gerðu þá í líking annarra manna og veit
Baldri sæmd sem aðrir menn. Ég mun vísa þér til, hvar
hann stendur. Skjót að honum vendi þessum.“
Hörður tók mistiltein og skaut að Baldri að tilvísan
Loka. Flaug skotið í gegnum Baldur, og féll hann
dauður til jarðar, og hefur það mest óhapp verið unn-
ið með goðum og mönnum.“
Við þetta brá ásum svo að þeim féllust hendur.
Þarna var griðastaður og enginn mátti hefna fyrir
ódæðið. Svikarinn Loki slapp úr höndum þeirra, en
Hörður blindi var í raun og veru saklaus, því að hann
vissi ekki, hvað hann gerði.
Nú var Baldur kominn til Heljar og þaðan áttu eng-
ir afturlcvæmt. Goðin vildu þó gera tilraun. Frigg sagð-
ist veita allar ástir sínar og hylli þeim, er treystist til
að ríða Helveg og freista að fá Baldur lausan frá Hel.
Wmrf // B
PelJI ■aji; fflM