Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 35

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 35
 NP f p r ! m i j J * V i V 1 í fcfc ^ mnrmBmr dæ SURL AO A káttunÍHAt Á þessu nýbyrjaða ári heilsar dægurlagaþátturinn með nýju ljóði, sem margir hafa beðið um. Ljóðið heitir Limbo-rokk-tvist. — Höfundur ljóðsins er hinn þekkti dægurlagasöngvari Ómar Ragnarsson, en sem kunnugt er, þá er hann sjálfur höfundur flestra dægur- ljóða, sem hann syngur. Um þetta ljóð hafa meðal annars beðið: Steini og Gísli, Sólborg á Eskifirði, S. R. í Víðidal, Anna, Dísa og Kitty. — Og hér birtist þetta vinsæla Ijóð: Landsins æðri ómenning í öldudal hefur virzt það er allt of mikil einhæfing að dansa annaðhvort rokk eða tvist. Limbórokk og limbódans loks fá andlát blítt því aðalmál hvers æskumanns er að heimta nýtt. Vísindamenn hafa stytt það stríð og starfið heppnaðist, þeir hrærðu öllu upp á nýtt og út kom Limbó-Rokk-Tvist. Æskan sem í „Lúbbílú“ lötrar ósköp trist dælis sér í djammið nú og dansar Limbó-Rokk-Tvist. Já, það er ekkert auðveldar en einmitt þessi list og ágæt heilsubót er það að bregða sér í Limbó-Rokk-Tvist Ystru-hrjáðir iðkendur geta af sér skvapið hrist, allir bílaeigendur kaupa ódýran limbó-rokk-tvist. Það eykur hreysti um allt land og hefur einkum lækningamátt sé það dansað með segularmband í segulnorðurátt. Fyrir byrjendur höfum við hér handbók um þessa list, við sendum gegn póstkröfu hvert sem er krassandi Limbó-Rokk-Tvist. Jón Sigurðsson, hinn þekkti höfundur dægurljóða — og laga, hefur gert ljóð við lagið „Bobbys girl“. Það heitir: Ef ég ætti Jóa ein. Ætíð mig ástin sker, alltaf hún fylgir mér, svona er ég gerð, já, því er nú ver. Ef hann kæmi ögn við mig eflaust hann brenndi sig, því eins og bál ég alla tíð er. Ef ætti ég Jóa ein, ætti ég Jóa ein, enginn skyldi í hann ná frá mér. Ef ætti ég Jóa ein, ætti ég Jóa ein, allar hinar mættu gæta að sér. Ef við förum út á ball er hann kominn strax á rall, ó, hvílík mæða með þennan mann. Ein ég sitja eftir má, aldrei má hann neina sjá þar karlmannslausa að kíkja á hann. Ef ætti ég Jóa ein, o. s. frv. Hér kemur svo að lokum fallegt Vögguljóð. Sigrún Jónsdóttir hefur sungið það á hljómplötu, en höfund- ur ljóðsins er Gunnar Dal skáld og rithöfundur: Hver blundar rótt og blítt í húmi nætur ó barnið mitt þú sefur vært í nótt. En úti vakir einhver, sem að grætur sín örlög, barnið mitt, en sofðu rótt. í dýrð, sem aðeins draumalönd þín geyma þar drottning næturinnar hljóðlát fer og opnar hulda ævintýraheima, sem aðeins voru byggðir handa þér. Hún kemur til þín, hvítar rósir anga, og krýpur engilbjört við stokkinn þinn, Hún þrýstir mjúkum kossi á munn og vanga og mildar hendur strjúka þér um kinn. Hún hvíslar að þér: Hvíl í örmum mínum að kynjaströndum nýjum þig ég ber. Ó, barn mitt góða, gleym ei draumum þínum, geym ævintýrið vel í hjarta þér. Fleiri ljóð birtast ekld að þessu sinni. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.