Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 45
■ .
Síðasti þáttur getraimarinnar um
tjaldið, svefnpokann og bakpokann
fyrir unga lesendur „HEB“ á aldrinum 13-16 ára.
Við vonum að þið séuð þegar búin að leysa fyrstu 2 þrautimar,
svo að þið getið strax tekið til óspilltra málanna við að leysa 3. og
síðustu þrautina í getrauninni, sem þið sjáið hér neðst á síðunni.
Og verðlaunin eru eins og áður getur um: 1. VERÐLAUN:
Þriggja manna tjald. 2. VERÐLAUN: Svefnpoki og 3. VERÐ-
LAUN: Bakpoki. Öll þessi glæsilegu verðlaun eru framleidd úr
beztu fáanlegum efnum hjá Belgjagerðinni í Reykjavík, sem fyr-
ir löngu hefur hlotið almenna viðurkenningu fyrir vandaðan frá-
gang á útileguútbúnaði sínum, sem er sérstaklega framleiddur
með það fyrir augum að standast hið svala íslenzka loftslag.
:: 1,
3. ÞRAUT.
ÞEKKIÐ ÞIÐ FUGLANA?
Og hér sjáið þið síðustu tvær skuggamyndirnar af alkunnum ís-
lenzkum fuglum, sem þið ættuð að þekkja. - Þcssi fuglar eru:
Nr. 5........................... Nr. 6 .............................
Þegar þið eruð viss um að þekkja alla 6 fuglana, þá skrifið þið
nöfnin á þeim í réttri röð á blað, sem þið sendið síðan til „Heima
er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Munið að merkja blaðið greini-
lega með nafni ykkar og heimilisfangi. Svörin þurfa að hafa bor-
izt afgreiðslu blaðsins fyrir 15. apríl n. k. Berizt fleiri en ein rétt
ráðning verður dregið um verðlaunin úr réttum svörum. l»að get-
ur borgað sig vel fyrir ykkur að vera með.
Heima er bezt 41