Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 7
úr miklu að spila. A'lér finnst skrítið að menn skuli nú tala um háa vexti. Hvað þá? — Þá voru vextirnir 6% og lambsverðið 7—8 krónur. Einhverra bragða varð ég að Ieita, svo ég tók upp á ýmsu. Tvö haust rak ég allt sláturfé mitt suður til Reykjavíkur. Þetta var auðvitað stór áhætta, að vera 9—11 daga á ferð að haustlagi, og eiga allra veðra von, en upp úr þessu hafði ég 2—3 kr. á kind. Svo fór ég að fylgja erlendum ferðamönnum. Fór ég tvær slíkar meiriháttar ferðir. Fyrri ferðina fór ég frá Húsafelli norður á Stórasand, yfir Kjöl og svo suður um Hreppa. Ég gæti nú sagt ýmislegt úr þeirri ferð. Þegar við fórum um Hreppana var sunnudagur, hittum við því margt fólk á leið til kirkju að Hruna, urðum við nokkra stund samferða einum hópnum. Þeir þarna í Hreppunum eru ákaflega miklir kynbótamenn. Meðal hrossanna, sem ég hafði, var ljómandi fallegur graðhestur, og ekki höfðum við lengi orðið fólkinu þarna samferða, þegar bóndi einn, sem þarna var í hópnum, víkur sér að mér, og spyr, hvort ég vilji ekki lána sér folann handa merinni sinni. Jú, ég segi að það sé sjálfsagt. Hann fer svo á bakvið melholt með mer- ina og folann. Eftir góða stund kemur hann aftur, skil- ar hestinum og ríður áfram til kirkjunnar. Við héldum svo áfram ferðinni, fórum upp hjá Galta- læk og tjölduðum við Leirubakka um nóttina. Daginn Guðjón á Marðarnúpi á hestbaki. Marðarnúpur í Vatnsdal. eftir var svo gengið á Heklutind. Þaðan finnst mér ein dásamlegasta útsýn, sem mér hefur fyrir augu borið. „Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða“. Ég hef oft orðið þess var, að komi maður á staði, sem Jónas hefur ort um, að þá er eins og hann sjálfur sé þar nálægur og hvísli ljóðunum í eyra, t. d. þegar maður fer um Arnarvatnshæðir. Jónas Hall- grímsson hefur áreiðanlega verið skáld, sem kunni að stilla hörpu sína til samræmis við raddir náttúrunnar. Jæja — í þessum erlenda ferðamannahópi, var bráð- myndarleg brezk lávarðsdóttir. Mér gekk nú svona sæmilega að skilja hana. Og þarna í glampandi sólskini, undir heiðbláum himni með ómælisvídd útsýnis til allra átta dönsuðum við og sungum. Hún söng þjóðsöng Breta. Ég söng „Stefán Sveinsson sigla vildi“. — Þetta var nú allt ágætt. Að lokinni ferð fór ég svo norður. Árið eftir fæ ég svo upphringingu norðan úr Eyja- firði. Þá var kominn þar sami maðurinn, sem var leið- angursstjóri hið fyrra sumar, og biður hann mig nú fara með sér 18 daga ferð um óbyggðir Islands. Ég var þessum leiðum öllum ókunnugur, en var þó nógu vit- laus til þess að taka þetta að mér. Þegar ég kom aust- ur, hafði ég samband við Tryggva í Víðikeri, Hann var fjallagarpur mikill. Ekki leizt honum þessi ferð gæfuleg, og taldi á því mikinn vafa, að ég mundi koma lifandi aftur. Það fór þó svo, að enda þótt oft væri teflt í tvísýnu, kom ég þó lifandi til byggða aftur, ásamt þeim, sem með mér voru. Sérstaklega urðu jökulvötn- in mér erfið, þar þekkti ég engin vöð, nema þau, sem um getur í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen, en eins og allir vita, eru þessi vötn sífelldum breytingum háð. Man ég það, að þegar við komum að Jökulsá, þá leizt mér hún óræstileg, enda heitt í veðri og komið fram á dag. Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.