Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 24
Frá Lyggáum Breiáafjará ar (Niðurlag.) Þegar inn fyrir brúna á Mjóasyndi kemur, er ekki langt að Bjarnarhöfn og Berserkjahrauni. Bjarnarhöfn er stórbýli og frægur landnámsbær. Þar bjó höfðing- inn Björn austræni, bróðir Auðar djúpúðgu. Nú hggur þjóðvegurinn ekld um Bjarnarhöfn og Ber- serkjagötuna, en í Víga-Styrs-sögu er sagt frá þeirri vegarbót. Er sú saga þannig í aðaldráttunum: Vermundur hinn mjóvi, bróðir Víga-Styrs, hafði í utanför eignazt berserki tvo. Hétu þeir Halli og Leikn- ir. Þeir voru sænskir að ætt og meiri og sterkari en aðr- ir menn. Ef þeir reiddust, gengu þeir berserksgang og voru ekki einhama, og óttuðust þá hvorki eld né járn. Hversdagslega voru þeir ekki illir, ef ekkert var á móti þeim gert. Strax eftir að Vermundur var kominn heim til bús síns með berserkina, sá hann, að þeir voru ekki hans meðfæri. Því fór svo að lokum, að hann gaf Styr bróð- ur sínum berserldna. Var það látín heita gjöf, þótt Styr tæki aðeins við berserkjunum, til að leysa vandræði bróður síns. Berserkjunum líkaði miklu betur við Styr en Vermund, en þá bar að nýtt vandamál. Styr átti dóttur gjafvaxta, er Ásdís hét. Var hún kvenkostur góð- ur. Fór það svo, að Halli berserkur varð mjög hrifinn af Ásdísi, og sótti mjög eftir að ræða við hana. Er Styr vandaði um þetta við hann, sagðist Halli vilja kvænast henni, og taldi henni það fullkosta, og lét þess jafnframt getið, að ef Styr veitti ekki samþykki sitt til þess, þá væri þar með vináttu þeirra slitið, og hafði í hótunum. Styr sá að þarna bar honum vanda á höndum, en hann stillti skap sitt og sagði hvorki af eða á, en kvaðst þurfa að ræða þetta mál við vini sína. — Það lét Halli sér vel líka. Næsta dag tók Styr hest sinn og reið inn að Helga- felli að hitta Snorra goða. Snorri tók honum vel og bauð honum þar að vera, en Styr kvaðst eiga við hann erindi. „Þá skulum við ganga upp á Helgafell,“ sagði Snorri. „Þau ráð hafa sízt að engu orðið, er þar hafa ráðin verið.“ — Enginn vissi, hvað þeir töluðu uppi á Fellinu. Morguninn eftir kallaði Styr Halla til tals við sig. Sagði hann honum, að þar sem hann væri félítill, þá yrði hann að vinna einhver afrek, ef hann ætti að gifta honum dóttur sína. Halli tók því vel og spurði, hver afrek það væru. Styr sagði: „Þú skalt ryðja götu yfir hraunið út til Bjarnarhafnar og leggja hagagarð yfir hraunið milli landa vorra, og gera byrgi hér fyrir inn- an hraunið. En að þessum hlutum fram komnum mun ég gifta þér Ásdísi dóttur mína.“ Berserkirnir gengu að þessum kostum. Þeir byrjuðu strax og voru ærið stórvirkir. Að skömmum tíma liðn- um höfðu þeir lokið verkinu. Rutt leiðina yfir hraun- ið og gert landamerkjagarðinn. En móttökurnar, er þeir

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.