Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 30
— Þú skalt hugsa málið betur í næði, ég kem bráð-
um aftur fram að Fremra-Núpi og þá fæ ég að heyra
fullnaðarsvar þitt. Ég veit að þú ert bæði góð og skyn-
söm stúlka, Svanhildur mín.
Svanhildi er orðið það fullljóst, hvers foreldrar henn-
ar krefjast af henni, og frestur á svari hennar breytir
þar áreiðanlega engu um. Hún losar sig með hægð und-
an armi föður síns og segir kalt og rólega:
— Ég þarf ekki að hugsa það mál frekar. Fyrst ykk-
ar velferð veltur svona mikið á því, að ég hafni ekki
bónorði Þorgríms, ef til kemur að hann beri það fram
við mig, svara ég því sjálfsagt játandi. — En svo ætla
ég ekki að fara lengra í þetta sinn. Þið skihð kveðju til
systkina minna heima. Síðan kveður Svanhildur for-
eldra sína í flýti, án þess að bíða eftir þakklæti þeirra
fyrir svarið, og snýr heim að Fremra-Núpi.
En hjónin stíga þegar á bak reiðhestum sínum og
hleypa þeim á sprett út veginn. Þau eru bæði ánægð
með svar dótturinnar og sjá elckert nema auð og met-
orð hreppstjórans í því Ijósi. Fátæktin er sárasti þyrnir
í þeirra augum.
Tunglsskinið gyllir glitrandi hjarnið, og svalur vetr-
arblærinn andar rótt í djúpri kyrrð kvöldsins. Svan-
hildur gengur hægum, þungum skrefum heim að hrepp-
stjórasetrinu. Helzt af öllu hefði hún kosið það nú að
þurfa aldrei að koma þangað framar. En hún verður að
fórna sér fyrir fátæka foreldra sína. Henni hefði ekki
orðið það neitt léttara að horfa upp á vonbrigði þeirra,
hefði hún afsagt að taka bónorði Þorgríms og vita þau
síðan óánægð við sig alla framtíð. Nei, hún hefði aldrei
iifað glaðan dag með það á samvizkunni. En þung og
óljúf verða henni þau spor að ganga í hjónaband með
Þorgrími. Hvers vegna eru örlögin svona hörð og misk-
unnarlaus við hana, af hverju mátti hún ekki vera frjáls
að velja og hafna? En slík hafa efalaust verið örlög
margra á undan henni, og hví skyldi hún þá ekki geta
borið þau eins og aðrir.
Hún getur þó alltaf fundið gleði í því að hafa fórn-
að svo miklu fyrir fátæka foreldra sína, og hvað er há-
leitara en að fórna? Nei, hún ætlar að mæta þessum
þungu örlögum köld og róleg og reyna að láta einn-
hvað gott af sér leiða, þegar hún er orðin ríkasta kona
þessarar sveitar.
Svanhildur er komin heim að bænum og gengur inn.
Henni er það Ijóst, að heimilisfólkið er allt lagst til
hvíldar, svo að hún læðist hljóðlega að rúmi sínu og
háttar. En henni verður ekki svefnsamt á þessari nóttu.
IV.
Bónorð hreppstjórans
Dagur er að kvöldi kominn. Þorgrímur hreppstjóri er
á leið frá fjárhúsum sínum heim til bæjar. Hann gengur
þungum, föstum skrefum og horfir djúpt hugsandi nið-
ur fyrir fætur sér. Hann hefur ákveðið að ná tali af
Svanhildi í einrúmi nú í kvöld og bera upp bónorð sitt
við hana. Hann er vanur að koma því í framkvæmd,
sem hann einu sinni hefur áformað, og kann því bezt að
ganga strax hreint að verki.
Einar lofaði að færa þetta í tal við dóttur sína, og Þor-
grímur efast ekki um, að það hafi hann gert, og þá er
ekki eftir neinu að bíða lengur. Hann er ekkert hrædd-
ur um, að hann fái hryggbrot. Hún er varla svo stíf á
meiningunni, hún Svanhildur litla. Ekki þegar hagsmun-
ir fátækra foreldra hennar eru svo háðir svari hennar,
og Einar gamli hefur áreiðanlega kunnað að koma orð-
um að þessu við hana. Hann er alveg óheimskur, karl-
inn, og ekki hefur koníakið hreppstjórans spillt fyrir
mælsku hans.
Þorgrímur brosir í kampinn. Hann ætlar líka að
reynast þeim vel, hjónunum á Ytra-Núpi, þegar hann
er orðinn tengdasonur þeirra, og ekki skal Svanhildi
skorta neitt hjá honum. Og hvað ætti þá að vera í vegi
fyrir giftingu þeirra? Hann sér það stöðugt betur og
betur, hve mikill kvenkostur Svanhildur er, og með
hana við hlið sér ætti honum að takast að stórauka bú
sitt í framtíðinni. En til þess að tryggja það örugglega,
að hún fari ekki aftur burt af heimili hans, hefur hann
fyrir löngu ákveðið að kvænast henni. Að öðrum kosti
gæti hann átt það á hættu, að hún færi strax og Stein-
vör er gróin sára sinna, því upphaflega lofaði hún ekki
að vera lengur hjá honum. Nei, hann hefur alltaf séð
það skýrt, hvað eigin hagsmunum hentaði bezt í lífinu,
og hagað sér eftir því, en þó líklega aldrei af meiri snilli
en einmitt í þessu máli.
Þorgrímur er kominn heim að bæjardyrum og hraðar
sér inn í eldhúsið. Svanhildur hefur loldð við að bera á
borð kvöldverðinn. Heimilisfólkið getur svo gengið þar
að honum, hvenær sem því hentar bezt. En karlmenn-
irnir koma ekki allir inn frá störfum á sama tíma, og
haga kvöldverðinum eftir því. Sjálf gengur Svanhildur
inn í svefnherbergi hreppstjórans til þess að búa um
rúm hans, en það er hún vön að gera á hverju kvöldi.
Hann hvílir sig þar oft á daginn og bælir rúmið og ætl-
ar henni svo að búa það upp á kvöldin, áður en hann
Ieggst til svefns.
Þorgrímur neytir kvöldverðarins með vinnufólki sínu,
og að þessu sinni hefur hann hraðann á. Hann veitti því
athygli, að Svanhildur gekk út úr eldhúsinu, þegar hann
var nýkominn þangað inn, og þykist vita, að nú muni
hún vera ein í svefnherbergi hans, en þar er hentugt
tækifæri fyrir hann að ræða við hana í einrúmi.
Þorgrímur lýkur máltíðinni í flýti, stendur snöggt
upp frá borðum og hraðar sér inn í svefnherbergi sitt.
Svanhildur er að ljúka við að búa upp rúm hans. Þor-
grímur lokar hurðinni vandlega á eftir sér og tekur sér
síðan sæti á stól, sem stendur við skrifborð hans í her-
berginu. Nokkur andartök ríkir þögn. Þorgrímur virð-
ir Svanhildi fyrir sér með aðdáun, þar sem hún sléttir
og strýkur sæng hans með mjúkum höndum, og honum
er það ljóst, að öll sín störf leysir hún af hendi með
sömu snilldinni. Það verður notalegt að leggjast til
hvíldar á þennan mjúka beð, sem hún hefur búið hon-
234 Heima er bezt