Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 29
:
FEÐGARNIR
Á FREMHA-NÚPI
ANNAR HLUTI
— Ég held að fáir hefðu komið svona fram eins og
Þorgrímur gerði við föður þinn.
— En ég er viss um, að það hefðu margir getað orð-
ið til þess, þó ég sé alls ekki að vanþakka Þorgrími þetta,
og ég er honum þakklát fyrir ykkar hönd. Og vonandi
getið þið greitt honum skuldina bráðlega aftur.
Einar færir sig enn fastar að hlið dóttur sinnar og
segir með vaxandi áhuga:
— En hvað heldur þú svo, að Þorgrímur hafi sagt við
mig í dag, Svanhildur mín?
— Það reyni ég ekki að gizka á.
— Jæja, ég ætla þá að segja ykkur mæðgunum það
báðum. Hann sagði orðrétt við mig: — Þú mátt festa
kaup á kotinu í vor, Einar minn, upp á það að ég standi
í ábyrgð fyrir greiðslunni.
Guðrún er fljótari til að svara en Svanhildur. — Ætl-
ar Þorgrímur virkilega að hjálpa okkur til að eignast
Ytra-Núp! Alveg er hann einstakur ágætismaður!
— Víst er hann það. En hann sagði líka meira við
mig. Hann vill gera Svanhildi dóttur okkar að ríkustu
konu sveitarinnar.
— Mig! — Svanhildur greip andann á lofti. — Og
hvemig ætlar hann að fara að því, mætti ég spyrja?
— Hann ætlar að biðja þig að giftast sér. Og þegar
hann hefur fengið samþykki þitt, hjálpar hann karli
föður þínum til þess að eignast kotið! Hvemig lízt þér
á þetta, góða mín?
— A þetta að vera nokkurs konar verzlun?
— Nei, nei, Þorgrímur hefur bara það mikið álit á
þér, að hann vill að þú verðir mesta og ríkasta kona
sveitarinnar, og jafnframt hjálpa fátækum foreldrum
þínum til betri lífskjara. — Hverju ætlar þú að svara
honum?
Svanhildur getur ekki sagt neitt við þessu í bili, hún
var alveg óviðbúin að mæta slíku reiðarslagi. En er móð-
ir hennar finnur, að hún hikar við að svara, segir hún
mild og sannfærandi: — Þorgrímur er auðvitað nokkuð
mikið eldri en þú, Svanhildur mín, og þér finnst það
kannski ókostur við giftingu ykkar, en ég álít að það
sé aukaatriði. Mannkostir hans og auður hafa miklu
meira að segja en aldursmunur ykkar. Ég hefði talið
það mikla gæfu í þínum spomm að hljóta slíkt hlut-
skipti, og hvort sem Þorgríms nýtur við lengur eða
skemur, áttu þinn hlut í auði hans, ef þú giftist honum.
— En mig langar hreint ekkert í auð hreppstjórans,
og ég ber alls engan ástarhug til Þorgríms, síður en svo.
— Astarhug? Ég held nú að þessi mikla ástarhrifn-
ing, sem er hjá sumum hjónaefnum í upphafi, vilji brátt
þverra, þegar út í hversdagsleikann kemur. Ég álít að
góður efnahagur sé varanlegri grundvöllur fyrir fram-
tíðina heldur en þessi rómantíski tilfinningahiti, góða
mín.
— Ætli það sé samt ekki oftast þær tilfinningar að
einhverju leyti, sem tengja saman karl og konu. Eða
hvað tengdi ykkur fyrst saman? Varla hefur það verið
auðurinn.
— Nei, ekki var það auðurinn. En ég held, að okk-
ur hafi farið að þykja mest vænt hvoru um annað, eftir
að við byrjuðum að heyja saman lífsbaráttuna. Og af
því að ég þekki svo vel af eigin raun, hve fátæktin get-
ur verið sár, finnst mér skylda mín að hvetja þig til þess
að hafna ekki þessu ríka og ágæta gjaforði, sem faðir
þinn segir að þér standi til boða, þó að við sleppum því
alveg, hve mikið þú gerir fyrir okkur fátæka foreldra
þína með þeirri giftingu.
— Svo ykkur er þetta þá svona mikið hagsmuna- og
kappsmál, að ég giftist hreppstjóranum. Ég veit vel, að
þið eruð búin að líða mikla fátækt og gerið enn, og ég
er fús að leggja allt í sölurnar til þess að hjálpa ykkur
út úr því, en ég hefði kosið, að það hefði getað orðið
eftir öðrum leiðum en þeim, að ég þyrfti að giftast Þor-
grími.
Einar leggur handlegginn um herðar dóttur sinnar og
segir blíðmáll:
Heima er bezt 233