Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 36
289. Þú virðist vera skollans röskur strákur, sem hægt er að treysta, segir karlinn. Gætir þú kannski gert mér clá- lítinn greiða? Eg held, að þú sért einmitt rétti náunginn til að gera það. 290. Jú, þannig stendur á, að ég ætla að sencla herra Lind dálitla gjöf, án þess að sjást sjálfur. — Hann býr hérna rétt utan við hvertið. — Gætir þú ekki gert þetta fyrir mig, kunningi? 291. Ég lofa honum að ég skuli gera þetta. Og nú fær karlinn mér stórt bréf, segir mér nákvæmlega, hvar herra Lind eigi heima og biður mig leggja við drengskap minn að láta engan óviðkom- andi fá minnstu njósn um bréfið. 292. Þegar ég hefi heitið karlinum þessu, fer ég af stað. Fyrir utan garðs- hliðið er maður að klippa lauf af trján- um. Hann kallar á mig og biður mig að finna sig. 293. Maðurinn segist vera garðyrkju- maður hr. Fúksens og fer síðan að tala um fatasöfnunina okkar strákanna. Loks spyr hann mig, hvert ég sé að fara með bréfið, sem hr. Fúksen hafi fengið mér. 294. Garðyrkjumaðurinn hefur þá séð mig taka við bréfinu! Ég held samt heit mitt og segist ekki eiga að segja neinum frá erindum mínum. Og síðan ætla ég að halda áfram för ntinni. 295. Allt í einu kemur Fúksen gamli þjótandi. Hann hefur auðsjáanlega ver- ið á gægjum inni í trjágarðinum. Segir hann nú garðyrkjumanninum óþvegið til syndanna fyrir að vera að sletta sér í sín einkamál! 296. Seint um kvöldið fer ég að skila bréfinu. Ég hefði ekki tekið þetta erindi að mér, hefði ég ekki haldið, að þetta væri viðkomandi einhverri gjöf til fá- tæklinganna. 297. Ég finn samt einhvern veginn á mér, að sendandi minn hafi ekki sagt mér fyllilega satt um bréfið. Allt í einu heyri ég fótatak. Og maður í síðri kápu kernur á eftir mér.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.