Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 27
vara. Þá fékk hann skyttu til að skjóta refina. í júlí- mánuði, þegar ég var í eynni, voru yrðlingarnir í girð- ingu. Þurfti þá jafnan að afla nýmetis fyrir þá, en það var iitlum vanda bundið, því að smáfiskur var allt í kringum eyna, og svo fékk Ólafur úrgangs kjötvörur og alls konar refamat frá frystihúsi í Stykkishólmi. Einn lognkyrran dag fóru þau hjónin á smáfisk skammt frá eynni. Jafnframt hafði Ólafur tekið með sér haukalóðarstubb og beitti hann með glænýjum smá- fiski, lagði hana svo skammt vestur af eynni og hélt svo með afganginn af aflanum í land. Um kvöldið fórum við Ólafur svo til að draga lóðina á smábáti. Báturinn var lítill og rennilegur, líklega af þeirri stærð, sem nefnt var tveggja manna far. Við vorum fljótir að finna lóð- ina og nú var byrjað að draga hana. Ólafur dró lóðina, en ég átti að gutla með árunum eða andæfa á meðan. Brátt fann Ólafur að kippt var harkalega í, er hann byrjaði að draga. Varð okkur þá ljóst, að dráttur var á ióðinni, en var þetta nú skata eða flyðra, eða ef til vill stór golþorskur. Kippirnir voru gríðar snöggir og mér fannst sem þessi stórfiskur drægi til sín bátinn. Olafur sagði fátt, en ég sá að drátturinn var erfiður, en ég and- æfði. Allt í einu sé ég að trjónan á stórri flyðru kemur upp undir borðstokkinn um miðjan bátinn. Ólafur var handfljótur með ífæruna og keyrði hana í hausinn á flyðrunni, en þá hallaðist báturinn ískyggilega. Ég hafði vit á að fleygja mér út í hitt borðið, en sleppti þó ekki árunum. Ólafur slakaði aðeins á takinu, flyðran færð- ist aftur með borðstokknum og með eldsnöggu átaki kippti Ólafur flyðrunni inn í bátinn. En þá tók ekki betra við. Flyðran var svo bráðlifandi og barðist svo um í bátnum, að ég hélt að hún ætlaði að brjóta bát- skelina. En þá var Ólafur handfljótur. Etann greip flug- beittan hníf undan einni rönginni og rak hann á rétt- um stað í hnakkann á flyðrunni. Það fór titringur um flyðruna, er hún fékk lagið, og síðast fór veikur titr- ingur um uggana, og síðan lá hún grafkyrr í kjalsog- Framhald á bls. 238. Elliðaey, Bjargið og vitinn. w~~~ 4É ^ 1 y 1 ■ DÆGURLA GA^ 1 Eitt vinsælasta lagið, sem leikið er í útvarp um þess- ar mundir, er lagið Dominique, sem belgiska nunnan Gabriella hefur samið og hinar syngjandi nunnur hafa gert heimsfrægt. A gamlárskvöld, liðinn vetur, söng Ómar Ragnars- son í útvarp ljóð, sem hann hafði gert við þetta vinsæla lag. Ljóðið nefndi hann Gabríel. Og hér birtist þetta ljóð, sem margir hafa beðið um: Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Bara lítil stundar bið okkur nægir, komdu niður um næstu áramót. A Alþingi ég heyrði þras sem yfir mig þá datt því aldrei heyrði ég nokkurn tíma nokkurn segja satt. Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Það verður kannski kosið upp á nýtt. Komdu niður um næstu áramót. En fyrir utan alla þá sem sögðu ekki satt mér sýnist alltof margir reyna að svíkja undan skatt. Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Þetta er smotterí, við biðjum um náð. Komdu niður um næstu áramót. En vinnusvik á Islandi þau voru allstaðar, verkamenn, ég sá sem sváfu fram á skóflurnar. Svona vertu ekki reiður elsku vinur Gabríel hér verður ráðin bót. Þeir sofa svona því þeir vinna um nætur komdu niður um næstu áramót. Ég sá karl, sem sagði frúnni hann væri að vinna fram á nótt Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.