Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1964, Blaðsíða 8
Ég vildi því ekki leggja í ána, en leiðangursstjóri bar mér á brýn hugleysi. Ég sagði honum, að hvað sem hann um það segði, þá skyldi honum ekki takast að drepa mig. Ef hann vildi sjálfur reyna við ána, þá skyldi ég láta hann fá traustasta og bezta hestinn. Þessu tók hann, og eftir að hafa hert hlífar sínar lagði hann í ána. Hún rann hér í kvíslum og sandeyrar milli álanna. Yfir fyrstu kvíslina gekk allt skaplega. Onnur var í taglhvarf og nokkuð straumhörð, enda fór svo, að þeg- ar yfir hana kom var kjarkur Bretans farinn að bila, og hesturinn sagði stopp. Komst nú Bretinn hvorki til eða frá og lauk svo að ég mátti fara og ferja hann til sama iands aftur, hafði þá nokkuð lækkað á honum risið við vatnavolkið. Oðru sinni, það var uppi við jökul, þar sem áin var miklu minni og sýndist því ekki örðug yfirferðar. Þá fór prófessor, ásamt konu sinni, út í ána á undan mér. En þar var þá miklu dýpra en áætlað var, greip hestur- inn, sem frúin var á, sundið og hallaði sér upp í straum- inn. Féll hún þá af baki en náði taki á taumnum og dróst með hestinum, sem sneri óðara til sama lands aft- ur. Þegar ég náði til þeirra var vatnið rúmlega á miðj- ar síður, en nú hafði frúin misst tauminn og hékk í tagli hestsins. Mér tókst að bjarga henni á land og þetta fór allt vel. Ég hafði orðið að skilja við trússhest- inn, þar sem ég var kominn þegar konan féll af bald. Hesturinn komst úr ánni en baggarnir fóru. Það gerði nú fjandann ekkert til, því þeir höfðu látið miklu meiri farangur á hestana en mér var lofað í upphafi. Hundinn minn varð ég að reiða á hnakknefinu til byggða svo sárfættur var hann orðinn. Þrátt fyrir alla erfiðleika hafði þessi ferð þó sínar björtu hliðar. Að komast í snertingu við hina hljóðu kyrru veröld. Ekkert hljóð. — Ekkert gras. — Ekkert vatn. — Engin lifandi vera. Og svo gamlar rústir útilegu- mannabyggðar. Þegar við komum úr óbyggðunum, fórum við nið- ur með Jökulsá, í Ásbyrgi og upp í Hólmatungur, síð- an aftur upp að Reykjahlíð. í Reykjahlíð átti ég góðu að mæta hjá Sigurði bónda Einarssyni, en hann var skólabróðir minn frá Hólum. Hann bjó þama rausnar- búi og dáðist ég mjög að myndarskap heimilisins. I Reykjahlíð var ég alveg áttavilltur, og það svo mjög, að ég veit ekki einu sinni, hvort bærinn er norðan eða sunnan við vatnið. Þarna var ég dag um kyrrt en náði aldrei áttunum. Þegar ég kom þar átta árum síðar, var þetta sama sagan. Að lokinni þessari löngu ferð fór ég heim. Greiddar fékk ég 1200 krónur fyrir mig og hestana. Það voru miklir peningar á þeim dögum, líklega 140—150 lambs- verð, en náttúrlega var þetta fjarska erfitt. Ég grind- horaðist, því að þessi matur, sem leiðangurinn þóttist ætla að leggja til, var bæði lítill og lélegur. Það sem hélt í mér líftórunni, var nestið sem ég hafði að heiman. Eins og ég hef áður sagt frá, var ekki vel spáð fyrir þeirri ráðabreytni minni, að fara að Marðamúpi. En þá dugði nú ekki annað en standa sig, og ekki vildi ég láta þessa vini mína hlæja að mér endalaust. Sama vorið, sem ég flutti frameftir byggði ég tvö íbúðarherbergi, for- stofu og búr, en við þetta urðum við svo að búa í ein 9—10 ár. Þetta vora mestu eymdarár og ekkert sem létti undir. Mér sárnaði það ákaflega mikið og svíður ennþá, að ég gat ekki veitt krökkunum mínum það uppeldi og þá mennmn, sem ég vildi, því að þótt þau hafi öll hlotið gott hlutskipti í lífinu og séu vel látin og virt í sínu starfi, þá hefði meiri menntun getað orðið þeim gagn- leg. Þegar styrjöldin brauzt út 1939 rýmkaðist mjög um og flestir höfðu nokkur peningaráð. Þá vildi ég láta gera framkvæmdir í sveitinni, því að ég sagði þá strax, að þeir tímar mundu koma að krónan félli og allt yrði dýrara. Þessu fékk ég ekki ráðið. Það sjónarmið varð í meiri hluta, að hér mætti fara rólega að öllu, því að peningamennimir mundu standa vörð um krónuna. Þrátt fyrir þetta má ég sjálfur vera ánægður. Ég not- aði þessi ár til að hýsa vel jörðina, lauk við að byggja íbúðarhúsið og byggði peningshús yfir þá gripi, sem ég taldi að jörðin mundi bera, en þar hef ég sjálfsagt ekki verið nógu framsýnn. Þegar ég kom hér að Marðarnúpi, gaf túnið af sér 200 hestburði. í sumar heyjuðum við feðgamir 1500— 1700 hesta, allt á rækmðu landi, og mannskapurinn, sein að því vann, var bara við tveir, ég og Auðunn sonur minn, sem nú er einnig bóndi hér, og svo liðléttingur. Túnið mun vera að stærð nær 25 ha, og þar að auki höfum við sléttað lítið eitt af engjum. Rafstöðina byggðum við 1948. Áður var heyvinnan hálfgerður þrældómur, en nú, síðan jörðin var orðin vel hýst, komin rafstöð og vélar til flestra hluta, er þetta allt af- skaplega rólegt, og ekki finnst mér ótrúlegt að gera ráð fyrir því, að eftir 20 — kannske 30 ár, — allt eftir því, hvernig fólk situr jörðina, verði hér 40—50 kýr og 400—500 fjár. Við feðgamir höfum nú 400 fjár og 12 —15 nautgripi. Einyrkjabúskapur er erfiður og á enga framtíð. Eitt get ég sagt þér: Mér finnst afskaplega mikil aft- urför, hvað fólkið í sveitinni les minna nú en áður, því að sá maður, sem lítið les, hlýtur að verða einhæfur og einangraður. Ég held þetta hljóti að stafa af því, fyrst og fremst, að bændurnir hafi of mikið að gera á vet- uma, eigi of sjaldan friðarstund. Mér virðist líka, að nú sýni menn ýmsum málum meira tómlæti en áður var gert. Þá komu bændur oft með undirbúnar velhugsað- ar tillögur skriflegar, til þess að leggja þær fram á fund- um. Nú kemur þetta aldrei fyrir. Sannleikurinn er sá, að þreyttur maður hugsar ekki eins skýrt og sá sem óþreyttur er og hefur fengið tækifæri til hvíldar. Svo er annað. Það sem menn lesa helzt era blöðin, og þá sorpgreinarnar. Því miður er þetta svona. Ég skal ekk- ert segja um það, hvort þetta lagast. En við eigum enga framtíð hér á íslandi — bændastéttin — ef hún gefur sér D 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.