Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 13
bólusetja með þróttlitlum sýklum. Árangur bólusetn- ingar hvílir á því, að sjúklingur, sem einu sinni hefur sigrazt á veikinni, sýkist naumlega aftur vegna þess, að móteitur hefur myndazt í líkama hans. Enda þótt Jenn- er notaði kúabóluefni gegn mannabólunni, þá heppnað- ist þetta vegna þess, að þarna var um að ræða tvo ná- skylda sýkla. Þegar teldzt hafði að rækta lömunarveiru í frumum úr apanýra, tók læknirinn Jonas Salk að reyna að búa til bóluefni með því að drepa veirurnar sjálfar, en sýkla- eitrið hélt krafti sínum óbreyttum, og var þess megn- ugt að knýja fram myndun móteiturs, ef því var dælt inn í líkama manns, og gerði hann þannig ónæman fyr- ir veikinni. Annar Ameríkumaður, Albert Sabin bjó til bóluefni gegn lömunarveiki úr lifandi veiru, sem gerð hafði verið þróttlaus með ræktun. Sabin bóluefnið veld- ur raunverulegri smitun af lömunarveiki, en hún er svo væg, að hennar verður naumast vart. Hins vegar mynd- ast nægilegt mótefni í líkamanum, til þess að gera hann ónæman gegn lömunarveiki í sinni ægilegustu mynd. I kjölfar þessara uppgötvana hafa aðrar engu síður mikilvægar siglt, en flestar miða þær að því að vernda menn gegn sjúkdómum. Af sérstöku tagi eru rannsókn- ir, sem gerðar hafa verið í Englandi í sambandi við rann- sóknir á influensu. Það hafði lengi verið kunnugt, að fólk, sem sýkst hafði af tilteknum veirusjúkdómi, var síður næmt fyrir ýmsum öðrum veirum en aðrir. Við rannsóknir á influensuveirum tókst dr. A. Isaacs að finna efni, sem hann kallar interferon, sem virðist vernda frumur fyrir hvaða veiru sem vera skal. Hann telur að þetta efni geti bundið enda á veirusjúkdóma löngu fyrr en líkamanum hefur tekizt að framleiða nóg mótefni til þess að eyða sýklaeitrinu. Interferon virðist vera algilt. Það getur myndast í hvaða frumu sem vera skal og við hvaða veirusýkingu, sem um er að ræða. Mikill undir- búningur er nú hafður um framleiðslu interferons í Bretlandi. Nýlega hefur komið í ljós að surnar tegundir krabba- meins stafa af veirum. Dr. Alice Stewart og fleiri banda- rískir læknar hafa sýnt fram á að veirur, sem fundizt hafa í músum geta valdið krabbameini af mismunandi gerð í ýmsum tilraunadýrum. Enn skemmra er síðan að veira, sem annars er algeng, reyndist geta valdið krabba- meini í tilraunadýrum. Mestu framfarirnar í lækningu krabbameins eru þó þær, að tekizt hefur að fjarlægja eða eyða meinsemd- inni með lyfjum og geislaverkun. Til þess hjálpa einnig lúnar gífurlegu framfarir, sem orðið hafa í allri tækni, sem snertir handlækningar, má þar til nefna gervihjarta, stállunga, gervinýra, kælingu og flutning vefja milli lík- ama. Vél sú, er unnið getur starf hjarta og lungna sam- tímis var fundin upp í Bretlandi og Bandaríkjunum skömmu eftir 1950. Það er eins konar dæla, sem kem- ur í stað hjartans og súrefnisgjafi, sem vinnur starf lungnanna. Tæki þessu er komið í samband við slagæða- kerfi sjúklingsins, og það getur haldið við stöðugum blóðstraumi til heilans og annarra líffæra, jafnvel þótt hjartað stöðvist í bili. Árið 1960 hafði uppfinningamað- urinn dr. D. G. Melrose og samstarfsmenn hans úr læknahópi, sýningu á tæki þessu í Rússlandi. Gervinýrað, sem hreinsar úrgangsefni úr blóðinu, ef nýrun sjálf eru óstarfhæf, er löng sellofanpípa, sem blóðið streymir um, og vafin er upp á eins konar spólu, sem liggur í hylki fylltu af saltvatni. Úrgangsefni blóðs- ins síjast gegnum sellofanið og út í saltvatnið, en blóð- kornin og önnur efni blóðsins verða eftir í því. Gagnsemi þessara tækja hefur aukizt mjög í sambandi við hitalækkunina. Blóðhitinn er lækkaður annað hvort með ísbökstrum eða því að kæla blóðið á leið sinni gegn- um gervilungað. Aðferð þessi var fyrst notuð af Frökk- um í styrjöldinni í Indo-Kína, og við það lækkaði dán- artala særðra manna um þriðjung. Gagn þessarar að- ferðar hvílir á því, að súrefnisþörf h'kamans minnkar mjög mikið við lækkaðan hita. En ein meginhættan við hjartaaðgerðir, er að heilinn fái ekki nægilegt súrefni og bíði við það varanlegt tjón. Þegar þetta er gert, er sjúklingurinn svæfður og hitinn lækkaður niður í 30°. Hefur þetta reynzt mjög gagnlegt við fjöldamargar að- gerðir. Hin nýja tækni í þessum efnum ásamt aukinni þekk- ingu á hvers konar ónæmisaðgerðum og sótthreinsun, hefur aukið stórkostlega möguleikana á flutningi vefja og líffæra. Þegar um slíkt er að ræða þá er skipt á sjúku eða ónýtu líffæri og öðru heilbrigðu, annað hvort frá lifandi manni, sem fús er að gefa það, eða þó oftar úr líkömum nýdáinna manna. Með kælingu og gervihjarta og -lunga er unnt að halda líffærum látins manns lifandi og starfhæfum um nokkurt skeið. Læknirinn verður að tengja hið flutta líffæri við blóðrás sjúklingsins. Algengast er að flytja nýru frá manni til manns, en lungu og hjartalokur hafa einnig verið flutt með góðum árangri. Aðalerfiðleikarnir í líffæraflutningi eru þeir, að þótt allt gangi vel í fyrstu, verði hið flutta líffæri óstarfhæft eftir nokkurn tíma vegna þess, að líkaminn hefur skap- að mótefni gegn hinum nýja vef eins og hann gerir, þegar veirur eða annað sýklaeitur berst inn í blóðið. Sú hætta er þó ekki fyrir hendi, þegar vefir eru fluttir til á líkamanum sjálfum, eða fengnir frá sameggja tví- bura. En rannsóknir á ónæmi eru smám saman að vinna bug á þessu. Sir Macfarlane Bumet í Ástralíu og P. B. Medavar, prófessor í Englandi eru forystumenn í þess- um rannsóknum. Menn hafa kornizt að raun um, að sterk geislun eða skammtur af geislavirkum efnum get- ur ónýtt hæfileika líkamans til þess að mynda áður- nefnd mótefni að minnsta kosti um stundarsakir. Þess vegna eru sjúklingar þeir, sem skipta á um líffæri í, geislaðir rækilega áður en aðgerðin fer fram, þá er eng- in hætta á að líkaminn hafni hinum nýja vef eða líf- færi. En á hinn bóginn hefur líkaminn misst allar varnir gegn sýklum og öðram aðskotafrumum, svo að lífs- nauðsyn er að gæta hans vandlega gegn smitun. (Framh. á bls. 257.) Heima er bezt 253

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.