Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 18
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR
s
úsmœhur
Fundur Sambands norðlenzkra kvenna var hald-
inn í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli við Akureyri,
dagana 8.—10. júní sl. Sambandið er nú 50 ára.
Var fyrsti stofnfundur þess haldinn á Akureyri
dagana 17.—23. júní 1914. Var afmælisins minnst með
ýmsum hætti. Var fyrsti fundardagurinn sannkölluð há-
tíð, er hófst með messugjörð í Akureyrarkirkju. Séra
Pétur Sigurgeirsson prédikaði, kirkjuorganistinn, Jakob
Tryggvason, lék á orgelið, en konurnar sungu. Eftir
messu fengu kirkjugestir að skoða sig um í hinni fögru
kirkju og dáðust mjög að þeim undurfögru listaverk-
um, sem hún er prýdd.
Frá kirkju var gengið í Lystigarðinn og hann skoðað-
ur, en þar er mikil gróska og fjöldi fagurra blóma eftir
óvenjugott vor.
Þá sátu fundargestir hádegisverðarboð hjá Kaupfé-
lagi Eyfirðinga. Veizlustjóri var Brynjólfur Sveinsson
yfirkennari, og bauð hann gesti velkomna með snjallri
ræðu. Var hóf þetta mjög ánægjulegt og voru margar
ræður fluttar. M. a. fluttu ræður: frú Halldóra Bjarna-
dóttir, er lengst af hefur verið formaður sambandsins,
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, er var ein af stofnendum
sambandsins, og Hulda Á. Stefánsdóttir, núverandi for-
maður.
Að hófinu loknu var fundarkonum sýnt vistlegt og
vel búið fundarherbergi kaupfélagsstjórnarinnar í kaup-
félagshúsinu.
Fundargestir stefndu nú út að Bjargi, sem er hús
styrktarfélags fatlaðra á Akureyri. Þar var komið fyrir
heimilisiðnaðarsýningu, er Margrét Hallsdóttir frá
Siglufirði og Kristín Jakobsdóttir í Flólum settu upp
og höfðu umsjón með, á meðan fundurinn stóð yfir.
Þarna voru sýndir munir frá norðlenzku húsmæðraskól-
unum fjórum: Blönduósi, Löngumýri, Laugalandi og
Laugum. Var þarna sýnd margs konar handavinna og
vefnaður frá sl. vetri.
Frá Æskulýðsheimili Siglufjarðar var sýnishom af
verkum nemenda, svo sem bast- og tágavinna, lampar,
perluvinna og margt fleira.
Frá Norður-Þingeyjarsýslu og Strandasýslu voru
sýndir gamlir munir, ofnir, prjónaðir, saumaðir og hekl-
aðir og frá Leirhöfn á Sléttu loðskinnshúfur, prjónaðir
vettlingar, ýmsir skrautmunir úr selskinni og útskomir
munir úr tré og beini. Sýninguna sótti fjöldi gesta.
Þá lá leiðin í Fataverksmiðjuna Heklu. Fengu fundar-
konur að sjá verksmiðjuna undir leiðsögn verksmiðju-
stjórans, Ásgríms Stefánssonar, og þótti mikið til koma
að sjá fjölbreytta framleiðslu verksmiðjunnar og afköst
véla. Kaffi var veitt í vistlegum matsal starfsfólksins.
Um kvöldið var farið upp í Skíðahótelið og tóku þar
á móti gestum konur úr Kvennasambandi Akureyrar,
sem sá um framkvæmd fundarins. Form. þess, Soffía
Thorarensen, bauð fundargesti velkomna, Ingibjörg
Halldórsdóttir lék nokkur lög á píanó, en konurnar
sungu.
Þarna uppfrá stóð fundurinn í tvo daga. Sátu hann
um 35 konur, stjórn, fulltrúar og gestir, en auk þeirra
komu og fóru fjöldi kvenna, báða dagana, er vildi hlýða
á eitthvað af því sem fram fór.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru mörg málefni
Sambandsins rædd og erindi flutt báða dagana. — Þessi
erindi voru flutt:
Húsmæðrafræðsla, flutt af frú Dómhildi Jónsdótt-
ur.
Garðrækt, flutt af Jóni Rögnvaldssyni, garðyrkju-
manni.
Skógrækt, flutt af Steindóri Steindórssyni, yfirkenn-
ara.
Heimilisiðnaður, flutt af frú Halldóru Bjarnadóttur.
Uppeldismál, flutt af frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur.
Orlof húsmæðra, flutt af Aðalbjörgu Sigurðardóttur.
Umræður voru eftir öll erindin og margar ályktanir
og tillögur samþykktar. Mjög var til umræðu framtíð
Sambandsins og virtust fundarkonur einhuga vilja vinna
að eflingu þess og styrkja það í starfi.
Myndarlegt afmælisrit var samið af Halldóru Bjarna-
dóttur og formönnum sambandsdeildanna og gefið út
í tilefni af afmælinu.
Sambandinu bárust margar góðar gjafir og fjöldi
kveðjuskeyta, m. a. frá Akureyrarbæ, er færði sam-
bandinu peningagjöf. Allar sambandsdeildirnar höfðu
áður sent sambandinu peningagjafir í afmælisgjöf.
Fjórir af stofnendum sambanadsins sátu þennan fund,
þær Halldóra Bjarnadóttir, Aðalbjörg Sigurðardóttir,
258 Heima er bezt