Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 25
var tekið í taumana. iMörkin var girt og friðuð að
mestu, og Skógrækt rílósins tók að sér eftirlit með skóg-
argróðrinum. Síðan hefur skógarleifunum farið mjög
fram og árlega eru nú gróðursettar í Mörkinni þús-
undir trjáplantna.
Ég sagði fyrr í þessum þætti, að tveir væru þeir merk-
ir staðir á landi hér, sem tæplega væri hægt að lýsa, en
þá þyrfti helzt að skoða. Ér sjón sögu ríkari. En þó
hafa nákunnugir menn reynt að lýsa þessum undra-
verðu, töfrandi stöðum.
Gestur Guðfinnsson segir svo í litlum bæklingi um
Þórsmörk, sem hann hefur gefið út:
„Þórsmörk er heimur mikilla andstæðna. Landslagið
er hvort tveggja í senn, hlýlegt og hrikalegt.-Hún
hefur að nábúum þrjá jökla yfirbragðsmikla, hvassar
eggjar og brött fell bera hvarvetna við loft, djúpar gjár
teygja sig langt inn í fjöllin, straumþung vatnsföll velta
þar yfir sanda.“
En Jón R. Hjálmarsson skólastjóri í Skógaskóla lýsir
Þórsmörk þannig í inngangi að útvarpsþætti um Þórs-
mörk:
„Þegar ferðamaður er á leið um austurhluta Rangár-
vallasýslu og kemur á Markarfljótsaura, opnast í austur-
átt dalur mildll milli Fljótshlíðar og Þórólfsfells að
norðan og Eyjafjalla að sunnan. Fyrir botni dals þessa
er Þórsmörk og í blámóðu fjarskans má greina þar
hæðir og dali, hálsa og fell. Að baki Þórsmerkur liggur
hærra uppi hinn eilífi ís Mýrdalsjökuls og skriðjöklar
hans teygja sig niður undir láglendið. I norðri rísa jök-
ulkrýnd Tindafjöll og í suðri gnæfir Eyjafjallajökull
„hátt yfir sveit“.
Umhverfi Þórsmerkur er því tilkomumikið, þar sem
hún hvílir græn og gróin, þrungin lífi og yndisþokka í
köldum fjallafaðminum. Hvergi er meiri fegurð og
hvergi meiri andstæður samankomnar í landslagi en á
þessum slóðum, þar sem annars vegar eru hájöklar,
hrikaleg gljúfur og fjöll, straumþung fallvötn og eyði-
sandar, en á hinu leitinu sviphýr fell og skjólsælir dalir,
þróttmikið víðikjarr og einiberjarunnar, grænar blóm-
skrýddar brekkur og flatir, og stórvaxinn, ilmandi birki-
skógur.“
Þettasegja þessir ágætu menn um fegurð og umhverfi
Þórsmerkur, og hefi ég engu þar við að bæta, en sný þá
máli mínu að fomri sögu Merkurinnar og þjóðsögum,
sem við hana eru kenndar.
Um Þórsmörk segir svo í Landnámu:
„Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfiður bróðir hans
námu land fyrir ofan Krossá, fyrir austan Fljót (þ. e.
Adarkarfljót). Steinfiður bjó á Steinfinnsstöðum, og er
ekki manna frá honum komið. Ásbjörn helgaði landnám
sitt Þór og kallaði Þórsmörk.“
Þetta segir Landnáma um upphaf byggðar á Þórs-
mörk, en um framhald byggðarinnar eru sagnir óljósar.
— Svo er að sjá af Sturíungu og Þorlákssögu, sem þá
hafi byggð verið fallin niður, en ætíð hefur verið þar
mikil umferð byggðarmanna í sambandi við fjárleitir,
skógarhögg og kolagerð. — Líka munu sakamenn oft
Stakkholtsgjá.
hafa leitað þangað, ef þeir vildu leynast til að reyna
að bjarga lífi sínu. I Þorlákssögu er sagt frá deilu Þor-
láks biskups og Jóns Loftssonar, hins glæsilega höfð-
ingja Oddaverja. Auk annarra mála, varð þeim það mjög
að sundurþykkju, að Jón Loftsson, sem var giftur mað-
ur, hafði haldið Ragnheiði systur biskups sem ástmey
sína eða fylgikonu. Fyrir þetta athæfi vildi biskup setja
Jón Loftsson í bann. Þá svaraði Jón biskupi þannig:
„Veit ég að bann þitt er rétt og söldn nóg. Mun ég þola
þín ummæli með því móti að fara í Þórsmörlc eða ein-
hvern þann stað, er eigi sekist alþýða af samneyti við
mig, og vera hjá konu þeirri, sem þér vandlætið um,
þann tíma, sem mér Iíkar.“ — Ekki mun þó hinn skap-
ríki höfðingi Jón Loftsson hafa látið hrekjast af óðali
sínu, þótt hann tæki svo til orða við biskup í þetta sinn,
en orð Jóns sýna það, að þá muni naumast hafa verið
þar föst byggð. —
í Njálu er talað um þrjá bæi í Þórsmörk, og segir
þar svo: „Kári reið nú vestur fyrir Seljalandsmúla og
upp með Markarfljóti og svo upp í Þórsmörk. Þar eru
þrír bæir, er í Mörk heita allir. Á miðbænum bjó sá
maður, er Björn hét og var kallaður hinn „hvíti.“ Er
Björn í Mörk frægur úr Njálssögu, sem mesti raupari,
sem sögur fara af. Var hann mesti hugleysingi, en fót-
frár og mjög vel skyggn.
Ekki vita menn nú hvar bær Björns í Mörk hefur
verið í Þórsmörk, því að aldrei er neitt sagt frá þeim
bæ á öðrum stað í Njálu, en aftur á móti er í Njálu
talað um Ketil úr Mörk, gildan bónda einn af Sigfús-
Heima er bezt 265