Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 29
sagt að breyta eitthvað til með kvöldverðinn að þessu
sinni í tilefni af heimkomu hreppstjórasonarins. Eg geri
líka ráð fyrir því, að Þorgrímur kunni betur við það.
Steinvör brosir glaðlega og segir:
— Varztu ekki undrandi, þegar Trausti kom hingað
svona alveg óvænt?
— Eg vissi sannast að segja varla, að hann væri til
fyrr en í dag, að Þorgrímur kynnti son sinn fyrir mér.
Það hefur enginn minnzt hér á hann við mig, síðan ég
kom hingað.
— Jæja, svo gamli maðurinn hefur þá aldrei áður sagt
þér, að hann ætti son?
— Nei, það hefur hann ekki gert.
— Og Trausti hefur heldur aldrei borizt í tal okkar
á milli fyrr en nú. Ég er alveg hissa á þessari þagmælsku
minni, því svo vel hef ég þó munað hann, blessaðan
drenginn minn.
— Það skiptir engu máli, Steinvör mín, þó að mér
hafi að mestu verið ókunnugt um tilveru hans. En
veiztu, hvort hann ætlar að vera lengi hér heima?
— Nei, ég spurði hann ekkert um það. En ég vona,
að hann sé alkominn hingað heim. Hann er áreiðanlega
sami ljúfi og góði drengurinn, og þegar hann fór að
heiman. Það fann ég strax, þegar hann heilsaði mér í
dag. Trausti hefur alltaf verið mér kær sem minn eigin
sonur væri. Finnst þér hann ekki vera glæsilegur piltur?
Svanhildur andvarpar ósjálfrátt. — Hann er ólíkur
Þorgrími, er hennar eina svar.
Steinvör lítur hlýtt til Svanhildar og sér, að sársauka-
drættir fara um svip hennar. Aumingja Svanhildur!
hugsar hún. Trausti hefði átt að vera kominn heim eins
og einu missiri fyrr, þá hefðu málin ef til vill staðið á
réttlátari grundvelli en þeim er nú háttað. En Steinvör
segir aðeins:
— Já, þeir eru ólíkir, feðgarnir, og ég held að mér
sé óhætt að segja í flestu. Trausti er lifandi eftirmynd
móður sinnar. Guðlaug sáluga var bæði glæsileg og góð
kona.
— Já, ég hef heyrt, að svo hafi verið. Svanhildur
kreistir ofurlítið bros fram á varir sínar og segir síðan:
— Finnst þér ekki rétt að láta hreppstjórasoninn sofa
í gestastofunni, Steinvör mín? Hann er sjálfsagt orðinn
vanur því að hafa einkaherbergi til afnota.
— Jú, það finnst mér alveg sjálfsagt að þú gerir, góða
mín.
— Þá hef ég það svona.
Svanhildur hefur nú lokið að bera kvöldverðinn á
borðið, og innan lítillar stundar eru feðgarnir ásamt
vinnufólkinu setztir að ríkulegum kvöldverði.
Vorkvöldið er kyrrt og hljótt. Svanhildur hefur lok-
ið eldhússtörfunum að þessu sinni og gengur inn í gesta-
stofuna til að inna þar af hendi síðasta verk dagsins, að
búa hreppstjórasyninum þar hvílu. I stofunni er eng-
inn, þegar Svanhildur kemur þangað. Feðgarnir fóru að
heiman þegar að loknum kvöldverði, og Svanhildur hef-
ur ekki orðið þess vör, að þeir væru komnir aftur.
Stofan lítur eins vistlega út og framast er unnt, og
þar þarf ekkert að lagfæra frekar. Svanhildur gengur að
gestarúminu og fer að búa það upp. Sængurnar eru stór-
ar og hlýjar að gömlum sið, og hún býr þær hvítu líni.
En á meðan unga bústýran vinnur að þessu, leita nýjar
spurningar fram í huga hennar:
Skyldi hreppstjórasonurinn vera alkominn hingað
heim að Fremra-Núpi? Eða skyldi hann aðeins hafa
komið sem gestur? Það hlyti að verða breyting á heim-
ilislífinu, ef ungur, sigldur og lærður maður bættist þar
í fámennan hóp. En hvernig yrði sú breyting fyrir
hana? Varla til mikillar gleði innan þeirra viðja, sem
hún nú er fjötruð í. En heimkoma hreppstjórasonarins
hefði ef til vill getað orðið henni ævintýri, ef .... Nei,
hún vildi óska þess, að hann væri hér aðeins sem gestur.
Hún kvíðir því að umgangast hann.
Allt í einu heyrir Svanhildur óm af samtali úti á hlað-
inu, og eftir örstutta stund er stofuhurðinni lokið upp
og Trausti stendur við dyrnar með tvær stórar ferða-
töskur, sína í hvorri hendi. Hann lítur inn til Svanhild-
ar og spyr síðan brosandi:
— Má ég bera töskurnar mínar hingað inn?
Svanhildur snýr sér að Trausta og mætir nú í fyrsta
skipti brosi hans björtu og hlýju. Hún lítur þegar und-
an og svarar lágt:
— Já, gerðu svo vel. Þú hefur þessa stofu til umráða,
á meðan þú dvelur hér.
— Ég þakka þér fyrir það, það þykir mér ágætt. Hann
snarar töskunum inn á stofugólfið og gengur síðan út
aftur til að sækja þriðju töskuna. En Svanhildur lýkur
í flýti við að búa um rúmið og hraðar sér svo fram úr
stofunni, áður en Trausti kemur þangað inn aftur. Hún
hugsar sér að umgangast hann eins lítið og við verður
komið, en þó með fullri háttvísi. Og í kvöld finnur hún
enga ástæðu til þess að ræða frekar við hann.
Trausti kemur brátt inn aftur í stofuna með síðustu
ferðatöskuna og litast þar um, en nú er unga bústýran
horfin á brott. Hún hefur ekki verið lengi að fjarlægja
sig, hugsar hann örlítið vonsvikinn og setur töskuna frá
sér.
Þorgrímur hefur lokið við að bera ýmis verkfæri son-
ar síns inn í skemmuna til geymslu þar, og þeir feðgar
hafa boðið hvor öðrum góða nótt. En strax að morgni
næsta dags skal byrja að mæla fyrir grunni nýja húss-
ins.
Trausti kemur farangri sínum fyrir í stofunni, en
leggst svo að því loknu til hvíldar. Hvílan sem bústýr-
an unga hefur búið honum, er drifhvít, mjúk og hlý,
og djúp unaðarkennd fer um langferðamanninn, er
hann hallar sér út af. Svipmyndir heimkomudagsins líða
leiftursnöggt fyrir hugskotssjónum Trausta, bjartar og
hlýjar, og allar gefa þær góð fyrirheit um komandi
daga. Andvari næturinnar streymir svalur og hressandi
inn um hálfopinn gluggann á stofunni, og friður svefns-
ins lyftir brátt vitund unga verkfræðingsins upp í æðra
veldi.
Heima er bezt 269