Heima er bezt - 01.07.1964, Page 33
og heit bæn stígur til himins frá sál hinnar ungu stúlku,
bæn um að mega standast eldraunir lífsins. Já, allt get-
ur þetta, sem þjáir hana nú, orðið henni til blessunar
um síðir, missi hún aldrei trúna á sigurmátt hins góða,
þótt henni finnist fórn sín vera þungbær nú. — Svan-
hildur finnur nýjan kraft streyma um sig að ofan, og
hún ætlar aldrei að láta bugast.------
Séra Jón lyfir upp höndum sínum og blessar yfir
söfnuðinn. Messugerðinni er lokið. Þau þrjú frá
Fremrá-Núpi ganga saman út úr kirkjunni, en nema
staðar fyrir utan hana og litast um. Kirkjufólkið þyrp-
ist þegar um Trausta til þess að heilsa honum og bjóða
hann velkominn heim.
Það hefur frétzt um sveitina, að hann sé kominn heim
að Fremra-Núpi, orðinn verkfræðingur og byrjaður að
byggja stórhýsi fyrir föður sinn. Sveitungamir líta upp
til þessa siglda, hálærða og glæsilega unga manns. Þetta
er þá orðið úr hæggerða drengnum, sem eitt sinn lék
sér heima á Fremra-Núpi og vakti að sögn ekki háar
vonir hjá föður sínum.
Trausti finnur hlýhug og aðdáun sveitunga sinna
streyma til sín, og það er honum mikið gleðiefni. Hann
kannast við allt þetta fólk, þó að hann þekkti sumt af
því lítið í æsku, og hann endurgeldur hlýhug þess með
alúð sinni og háttvísi, sem einkennir viðmót hans.
Séra Jón kemur nú út úr kirkjunni. Hann gengur til
Trausta, heilsar honum og býður hann velkominn með
föðurlegum innileik. Þeir eru gamalkunnir. Síðan býð-
ur presturinn Trausta, ásamt öllu messufólkinu, til kaffi-
drykkju. En það er föst venja á Stað að bjóða öllum
er þangað sækja kirkju, til kaffidrykkju að lokinni
messugerð.
Trausti sezt þegar að veiziuborði með sveitungum
sínum, og allir keppast þeir um að spjalla við hann. Enda
kann hann frá mörgu að segja erlendis frá, sem sveit-
ungum hans þyldr fróðlegt og ánægjulegt á að hlýða.
Loksins nær séra Jón tali af Trausta einum, en þá eru
flestir kirkjugestirnir farnir frá Stað. Trausti er einnig
á förum og kominn út á hlað ásamt Steinvöru og Svan-
hildi, sem búnar eru að kveðja prestinn, en bíða Trausta
álengdar. Trausti tekur í hönd séra Jóni og þakkar hon-
um veittar velgerðir og ætlar síðan að kveðja hann, en
prestur þrýstir hönd hans og segir:
— Ég hefði haft ánægju af því, Trausti minn, að mega
ræða við þig lengur í góðu næði, en til þess er víst lítill
tími núna.
Trausti brosir. — Ég sé að kvenfólkið er ferðbúið og
vill fara að komast af stað heim, og ég vil síður missa
af samfylgd þess. En vonandi ber fundum okkar bráð-
lega saman aftur, séra Jón, svo að við getum ræðst meira
við.
— Já, vinur minn, ég vona það. Ertu ekki alkominn
heim?
— Fleim til íslands að minnsta kosti.
— Og þú ert strax farinn að byggja stórhýsi á Fremra-
Núpi, eftir því sem ég hefi frétt.
— Já, ég tók það að mér fyrir pabba að sjá um bygg-
ingu á nýju íbúðarhúsi. Hann vantaði mann til þess,
þegar ég kom heim.
— Þú ferð nú bráðum að taka við þessu öllu saman
af gamla manninum.
— Ekki geri ég ráð fyrir því, hann hugsar sér varla að
hætta búskap að sinni.
— Nei, líklega ekki. En þið gætuð báðir búið á
Fremrá-Núpi, fegðarnir, jörðin er stór, og svo þegar
nýja húsið er fullgert, ættu ekki að verða nein vandræði
með húsnæði, þótt bændurnir yrðu tveir.
— Nei, þar rúmast áreiðanlega tvær meðal fjölskyld-
ur.
— Og svo er gamli maðurinn búinn að ráða unga bú-
stýru að Fremra-Núpi. Það bregður fyrir örlítilli góð-
látlegri glettni í augum prestsins, sem Trausti kannast
vel við frá fornu fari, og endurgeldur glettni hans með
5 D D D
brosi 02; segir svo:
Ö D
— Já, Steinvör hafði orðið fyrir því slysi að fótbrotna
síðastliðið haust, og þess vegna varð breyting á heimilis-
stjórninni.
— En Steinvör er vonandi búin að ná sér að fullu eft-
ir beinbrotið?
— Já, hún segir það vera.
— Svo að hún gæti þá aftur tekið við bústjóminni hjá
gamla manninum. Ennþá er sama glettnin í augum séra
Jóns, og Trausti svarar því aftur með brosí.
— Þú meinar kannsld, ef hún breytti um stöðuval?
— Já, það er einmitt það, sem ég meina, og við því
má nú alltaf búast.
— Já, því ekki það. Þeir brosa báðir.
Séra Jón veitir því nú athygli, að Steinvör og Svan-
hildur em lagðar af stað ofan heimtröðina frá bænum,
svo að hann má víst ekki tefja Trausta lengur.
— Jæja, vinur minn, ég má ekki tefja þig lengur, seg-
ir hann. — Ég sé að kvenfólkið er lagt af stað héðan.
Trausti lítur ofan eftir heimtröðinni. — Já, þær eru
bara farnar á undan mér, en ég kann betur við að leggja
reiðtygin á hestana fyrir þær.
— Þú nærð þeim líka nógu snemma til þess, segir séra
Jón. Hann þrýstir hönd Trausta að nýju, og svo kveðj-
ast þeir með hlýjum innileik.
Síðan hraðar Trausti sér á eftir þeim Steinvöru og
Svanhildi, sem komnar eru spölkorn áleiðis frá kirkju-
staðnum, og nær hann þeim brátt.
Séra Jón stendur kyrr á hlaðinu og horfir á eftír
ferðafólkinu. í hans augum eru þau Traustí og Svan-
hildur ímynd æsku, manndóms og fegurðar, og honum
finnst þau bera af öðru æskufólki sveitarinnar. Hann
þekkir þau líka bæði frá barnæsku, og hafa þau bæði
verið honum einkar kær. Hann minnist þess, hve þeim
báðum gekk prýðilega vel að læra undir ferminguna hjá
honum. — Það yrði ánægjulegt embættisverk að vígja
þau til samfylgdar á lífsleiðinni, hugsar séra Jón og
gengur brosandi inn á prestssetrið.
Heima er bezt 273