Heima er bezt - 01.07.1964, Side 34

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 34
VIII. Á vegamótum lífsins Degi er tekið að halla. Kirkjufólkið frá Fremra-Núpi stígur á bak gæðingum sínum og hleypir heim á leið. Kirkjuferðin hefur þegar tekið miklu lengri tíma, held- ur en Svanhildur bjóst við í upphafi. Töfin heima á prestssetrinu að lokinni guðsþjónustunni varð noltkuð löng, en hún kunni ekki við að slíta samfylgdinni, að minnsta kosti ekki við Steinvöru. Unga bústýran hefur þungar áhyggjur út af því, að hún komi ekki nógu snemma heim til að framreiða kvöldverðinn handa heimamönnunum á réttum tíma. Og það er ekki að hennar skapi að vanrækja skyldustörf sín. Hingað til hafa þau þrjú riðið nær samhliða, en Svan- hildur vill nú hraða ferðinni enn meira og hleypir fram úr hinum gæðingunum. Þorgrímur hafði valið henni til fararinnar þýðan og fjörmikinn gæðing, og Svanhildur kann Iíka vel að sitja hest. Hún ætlar sér ekki að ríða langt á tmdan hinum og slíta samfylgd við þau, en hún vill hraða ferðinni sem mest hún má, og hestur hennar er ólmur að komast áfram. Steinvör og Trausti herða einnig á sprettinum, og þykkur jóreykurinn þyrlast upp af veginum. Svanhild- ur hefur forystuna og er spölkorn á undan hinum. Sæk- ist nú ferðin fljótt, og eiga þau aðeins skammt eftir ófar- ið heim að Fremra-Núpi. En skyndilega skeður óvænt atvik. Hestur Svanhildar hnýtur harkalega á sprettinum, og Svanhildur þeytist fram af honum og kastast hart nið- ur í götuna og rís ekki upp aftur. En hesturinn lötrar hægt út fyrir veginn og stöðvast þar. Steinvör og Trausti fylgjast með því sem gerist og stöðva bæði hesta sína jafnsnemma hjá Svanhildi.Trausti er fyrri til að renna sér af baki. Hann gengur til Svan- hildar og krýpur niður við hlið hennar. Hún hefur auð- sjáanlega fallið í öngvit um leið og hún skall í götuna. Steinvör er nú líka komin af baki og krýpur niður við hlið Svanhildar. — Guð minn góður! Hún er alveg með- vitundarlaus! verður henni fyrst að orði. — Já, svarar Trausti stillilega. — Hún hefur lent hér með höfuðið á steini, og við það misst meðvitundina um stund. — Hvað getum við gert nú þegar henni til hjálpar, Trausti minn? — Við skulum bíða róleg og sjá til, hvort hún kemst ekki brátt aftur til meðvitundar. En ég ætla að færa hana út úr götunni, ég vona að það komi ekki að sök, þótt ég hreyfi hana lítið eitt. Trausti Iyftir Svanhildi hægt og mjúklega upp úr göt- unni á sterkum örmum sínum, og höfuð hennar hallast máttvana að barmi hans. Hann færir sig með hana að- eins út fyrir veginn, setzt þar og lætur hana hvíla mjúk- lega á örmum sér. Hann þyktist þess fullviss, að hún sé hvergi hættulega meidd og muni brátt komast til með- vitundar að nýju. Steinvör tekur sér sæti við hhð Trausta og horfir þög- ul í andlit ungu stúlkunnar, sem hvílir náföl við breið- an barm verkfræðingsins. Henni finnst á þessari hljóðu alvörustundu, sem þessi glæsilegu ungmenni séu sam- einuð á svo Ijúfsáran, en hugðnæman hátt, að það snert- ir hana djúpt. Með því er líka hið rétta samræmi lífsins. (Framhald.) Úrslit í verðlaunagetrauninni um trefjaplastbátinn Eins og kunnugt er lauk þessari skemmtilegu getraun í aprílblaðinu og var gefinn frestur til 15. júní til þess að senda ráðningar til blaðsins. Hátt á sjötta hundrað áskrifendur tóku þátt í getrauninni og nú hefur nafn sigurvegarans verið dregið úr réttum ráðningum, en hann reyndist vera INGVAR PÁLSSON BALASKARÐI A.-HÚN. Réttar ráðningar á þrautunum voru sem hér segir: Báturinn var við 1) Þingvallavatn, 2) Mývatn og 3) Akureyri. Heima er bezt óskar Ingvari til hamingju með hin glæsilegu verðlaun, og vonar að hann megi njóta þeirra vel og lengi og hafi af bátnum bæði gagn og gaman. 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.