Heima er bezt - 01.07.1964, Side 36

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 36
298. Er ókunni maðurinn að elta mig? Eg er ekki viss um það. Til þess að kom- ast að því herði ég gönguna. Eg hleyp við fót. Maðurinn á eftir mér herðir einnig gönguna. 299. Þetta fer að verða óskemmtilegt. Ég verð að reyna að laumast burtu frá þessum dularfulla náunga. Hérna er gerði. Ég hleyp fyrir horn. Tek tilhlaup og hendist yfir gerðið. 300. Ég hlunkaðist niður á jörðina hin- um megin við gerðið. Hvert er ég nú kominn? Jú, nú sé ég það: inn á verk- smiðjusvæði. Hundgjamm kveður við. Varðhundur! Hvað á nú til bragðs að taka? 301. Stór varðhundur kemur stökkv- andi. Nú verður að hafa hraðann á. Já, þarna er stigi. Ég hleyp þangað og klifra upp í skyndi. Það mátti ekki tæpara standa! 302. Hundurinn tryllist og geltir ofsa- lega. Gæti ég nú bara komizt aftur yfir gerðið! Ég er kominn upp á byggingar- grind og stikla nú gætilega á milli tran- anna. 304. Ég reyni að stefna í áttina yfir að gerðinu. En allt í einu verð ég sem steini lostinn af hræðslu: Dularfulli náunginn sem elti mig áðan, stingur hér upp koll- inum og hefur gát á mér! 305. Ég sný við og reyni að fjarlægjast gerðið. En ég er of fljótur á mér. Mér skrikar fótur og steypist út af. Ég fálma með höndunum út í loftið eftir taki. 303. Hundurinn hefur nána gát á öll- um hreyfingum mínum og gefur greini- lega til kynna með grimmdarlegu gjammi, að hér sé ég harla óvelkominn gestur. — Bara að ég kæmist nú aftur yf- ir að gerðinu. 306. Ég veit ekki, hvemig ég næ taki, en ég næ að minnsta kosti góðu taki og föstu! Ég hangi stundarkorn á slökum örmum. Skyldi bannsettur varðhundur- inn geta náð í mig?

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.