Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 17
sem öll eru á lífi þegar þetta er ritað og hið mesta efnisfólk. Kunnust þeirra eru þeir Jóhann Svarfdæling- ur (eins og hann hefur lengi sjálfur nefnt sig), hefur lengi dvalizt Vestanhafs, og síra Trausti prófastur á Djúpavogi. Verður nú vikið að ferð Péturs í þessum minnisstæða hríðarbyl: Hann mun hafa farið ofan á Dalvík, líklega laust fyr- ir hádegi. Lauk hann erindi sínu í skyndi og hélt síð- an heim á leið. Mun þá hafa verið farið að hvessa og komið vonzkuveður, þótt síðar um daginn yrði þó enn verra, eins og þeim mun sjálfsagt minnisstætt, sem þess- um byl kynntust að ráði. Hér er rétt að geta þess, að Pétur var að kunnugra manna sögn harðduglegur mað- ur og sérstaklega ratvís. Pétur hélt sem leið liggur eftir veginum áleiðis heim, og þó að byiurinn væri svartur, sá hann móta fyrir veginum öðru hvoru. Þannig gekk, þar til hann var kominn fram undir Jarðbrúarhæð, en það er lágvaxin ; mýraralda eða var á þessum árum, en hefur nú verið þurrkuð og breytt í iðgrænan töðuvöil. Þessi lágvaxna hæð er skammt út og upp frá bænum Jarðbrú, sem á þessum árum var torfbær eins og svo víða annars stað- ar, og liggur þjóðvegurinn þarna um. Bæði utan og sunnan við hæðina setur ætíð niður allmikinn snjó þeg- ar nokkur snjókoma er að ráði, eins og var iðulega á þessum árum. Við það hvarf vegurinn auðvitað á all- löngum kafla. Þegar þar var komið ferð Péturs sem áður er lýst, hvarf allur vegvísir. Hann hélt þó öruggur áfram, enda kunnugur á þessum slóðum og eftir stutta stund var hann staddur á beðsléttu rétt ofan við Jarðbrúarbað- stofuna. Ýmsir hefðu nú vafalaust leitað í húsaskjól á þessum bæ og freistað þess, að bíða tækifæris ef ske kynni að rofaði til öðru hvoru, því að þarna er stutt á milli bæja. En Pétri mun sennilega ekki hafa komið slíkt í hug. Hann vissi að konan og börnin væntu hans heim og hann kominn það nærri heimili sínu, að varla voru nema nokkur skref að kalla eftir. Þó að leiðin milli þessara bæja væri örstutt, var yfir ofurlítinn slakka eða lægð að fara, sem ætíð fylltist af snjó. Pétur taldi því öruggara að freista þess að ná fjárhúsunum á Jarð- brú, en þau voru þá efst á túninu og næstum beint upp af bænum, en að kalla svo til bein lína frá húsunum að Brekkukotsbænum og auðvitað undan veðrinu í _þessu tilfelli. Eftir að hann hafði gengið nokkra stund í áttina að fyrrnefndum fjárhúsum án þess að verða þeirra var, sneri hann við og reyndi að setja vel á sig veðurstöðuna, og hélt síðan í áttina niður að Jarð- brú aftur. Þetta tókst ótrúlega vel, því eftir stutta stund var hann staddur á sömu slóðum og hann hafði fyrr komið á rétt ofan við baðstofuna á Jarðbrú. Að minnsta kosti einu sinni eða jafnvel tvisvar enn gerði Pétur tilraun til að ná fjárhúsunum án þess að það tækist. Og nú er hann enn staddur heima á Jarðbrúarslétt- unni, sem hann fyrst kom á. Nú má geta sér þess til að hann hafi hugsað sér að leita húsaskjóls á þessum bæ, sem hann var nú staddur hjá og t. d. bíða og vita hvort ekki rofaði til. En um þetta augnablik mun Pét- ur hafa verið fáorður. Hitt gátu þeir vitað, sem vel þekktu þennan dugnaðarmann að hugurinn stefndi heim til konu og barna, sem væntu hans á hverri stundu. Þess vegna var sú ákvörðun tekin í skyndi að freista þess að ná heim beina leið og eftir nokkra stund var hann staddur við bæjardyr síns heimilis. Hér þarf ekki mörg orð um heimkomuna að hafa, aðeins getum við tekið undir með skáldinu og sagt: „Aldrei siklingur neinn hefur sinni í höll hfað sælli né fegurri stund.“ Nokkru síðar þennan vetur, þegar frétzt hafði um dirfsku og dugnað þessara framangreindu manna í fyrr- nefndum hríðarbyl, var nokkuð um þetta talað og hve litlu hefði munað að ekki hlytist slys af. Einkum vítti Jón bóndi Hallgrímsson á Jarðbrú nefnda menn fyrir þessa glannalegu dirfsku, eins og hann orðaði það. Ingi- mar fyrir að snúa ekki við heim að Urðum er bylur- inn skall á og þó einkum Pétur í Brekkukoti fyrir að leita ekki skjóls á Jarðbrú, er það upplýstist að hann hafði hvað eftir annað komið á sléttuna rétt ofan við baðstofuvegginn. Man ég vel að Jón Hallgrímsson sagði við Pétur, efnislega á þessa leið: Þó að konan og börnin hefðu orðið hrædd eða kvíð- in er þú komst ekki heim um kveldið, hve lítið atriði er það hjá því, ef þau hefðu misst þig. ^©-^^©'^#«s-©'*^©'i-^©'HW-©'^'í-©'^ít^©'>-«W'©'HW-©'HK- * ± I f * © X N © © I I I I DAVÍÐ STEFÁNSSON Davið Stefánsson dáinn það dimmir við Eyjafjörð, langur dagur er liðinn, lof og þakkargjörð fyllir vor hjörtu, vér hugsum heim á Galmarsströnd, þar sem hann átti sér ættar- óðal og draumalönd. Dáinn, en ljóðin hans lifa, lífið sigrar hvert vor, kvæðin hans eru kveðin við Kaldbak, Gróttu og Skor. c- <' f f f -,;'c ± f f f f © ± -V © l | f f Ósló, 2. marz 1964. A. G. E. I * © ^©-h;:-^ ©'H^©-híh^©-h^©'? C-r ©-->-*■«:. ©'KH-3'S-C-í-©'S-C-'í-®'í--c <r I f ! Heima er bezt 97

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.