Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 27
rutt ofan af greinilegum undirstöðunt eða leifum af
bæjarhúsum í fornum stíl. Mátti segja, að hver dagur
við uppgröftinn opinberaði ný, söguleg sannindi. Er
uppgreftinum var lokið, kom í ljós, að bæirnir höfðu
verið tveir, rétt hvor hjá öðrum. Leit svo út sem bæj-
arhúsin, sem fyrst voru reist, hefðu reynzt of lítil, og
þá verið reistur nýr bær, og hefðu bæirnir staðið sam-
tímis. Kemur þetta vel heim við söguna, þar sem völd
og áhrif Arnkels aukast með ári hverju í héraðinu.------
Seinni hluta sumarsins stóðu rústirnar opnar öllum
til sýnis, er þar komu, en um haustið var moldu ausið
yfir og allt þakið með vallgrónum þökum, og þarna
geymast þessar merku fornmenjar óhreyfðar um næstu
aldir. Áður en rústirnar voru huldar, voru teknar af
þeim Ijósmyndir og þær mældar nákvæmlega og teikn-
aðar upp. Er skýrsla um uppgröftinn, ljósmyndir og
teikningar birtar í Árbók fornleifafélagsins fyrir ár-
íð 1932, og enn fremur er mynd af skálagólfinu á Ból-
stað í útgáfu Fornritafélagsins af Eyrbyggju. Allir mun-
ir er fundust í rústunum fóru í Forngripasafnið í
Reykjavík.
Mér er það ljóslifandi í minni, er ég kom að Ból-
stað, þegar uppgrefti var lokið, sumarið 1931. Mér
fannst sem ég væri skyndilega kominn röskar níu ald-
ir aftur í tímann. Eg sá rísa þarna á grunninum reisu-
legan bæ í fornum stíl. Tígulegir menn og fagrar kon-
ur fylla húsin, og ég sé höfðingjann glæsilega sitja í há-
sæti. Langeldar eru kyntir og líkt er sem mér berist
að eyrum kliðurinn af samtali gesta og heimamanna.
Mér verður reikað um rústirnar. Þarna eru aðal dyrnar.
Gangurinn inn í skálann er lagður hellurn. Þær eru
óhaggaðar og fara vel. Á miðju salargólfi hafa verið
langeldarnir. Hellur eru reistar upp á rönd utan með
eldunum. Sumar eru fallnar, en flestar standa óhaggað-
ar. Ég geng inn að eldstæðinu. Með svipuskaftinu get
ég rótað í níu alda gamalli öskunni. Askan er tvílit,
ljósleit viðaraska og dökk aska, ef til vill af sauðataði.
Áskan hefur engum breytingum tekið. Hún gæti alveg
eins verið nokkurra vikna gömul. Hér hefur engu ver-
ið haggað. Bæjarhúsin hafa fúnað niður í friði. Veggir
hafa verið gerðir að mestu úr hnaus og streng. Aðeins
hafa verið hellusteinar á hliðarveggjum undir röftum
og líka undir máttarstoðum í gólfi. Hver glöggskyggn
húsameistari gæti gert bæinn upp að nýju, svo að litlu
eða engu skeikaði frá því, sem áður var. Sagan um
upphaf byggðar á Bólstað, og hvernig byggðin Ieið
undir lok, er mjög merkileg, og ekki sízt það, hvernig
örnefnið geymist í minni manna um rnargra alda skeið,
svo tryggilega, að samtíma menn okkar geta bent á
mosagróna móana og sagt: „Þarna stóð bærinn“ Sýnir
þetta að örnefni og saga á sér djúpar, sameiginlegar
rætur, sem nútíminn metur, ef til vill ekki sem vert er.
Vissulega saknar margur nútíma maðurinn þess á
fullorðinsárunum, hve lítinn tíma hann gaf sér til þess,
á æskuárum sínum, að sitja við föður og móður kné og
nema af vörum þeirra sannar frásagnir úr lífi þeirra, og
frásagnir af sögulegum atburðum, er þau mundu eða
höfðu heyrt sagt frá. Hafa þannig glatazt mörg verð-
mæti fyrir fávizku æskumannsins, sem sleppti tækifær-
inu. —
Á elleftu, tólftu og þrettándu öld, hefur þessu verið
Tðruvísi farið. Þá var það æskumönnum ánægja og
íþrótt, að hlusta á sagðar sögur af frægum forfeðrum
sínum, læra þær og segja þær aftur. Gáfur og næmi
ungmenna hefur ekki verið lakara þá en nú, og minnið
ekki ofhlaðið af fánýti og truflað af tauga-æsandi hraða,
eins og nú á dögum. SÖgurnar gátu því geymzt óbrjál-
aðar, þótt aldir liðu frá því að atburðirnir gerðust, þar
til sagan var skráð, enda geta þrír til fjórir ættliðir flutt
sanna erfisögn um tveggja alda bil.
Framhald í næsta blaði.
* \ v/ I
' /ÆrFk r-m
■ I v
ABfcr QÆGUKl AGAjíd&UfUMt
Frú Þórðveig Jósefsdóttir Hvammstanga skrifar þætt-
inum og biður um að birt sé ljóðið: Söngtcr sáðmanns-
ins. Þetta ljúfa Ijóð er ort af Bjarna heitnum Ásgeirs-
syni bónda að Reykjum í Mosfellssveit, sem var for-
maður Búnaðarfélags íslands og um tíma landbúnaðar-
ráðherra.
Kvæðið er dýrðaróður til gróðurmoldarinnar og
hyllingarljóð sáðmannsins. Friðrik heitinn Bjarnason
gerði lag við ljóðið, og er ljóð og lag prentað í búnað-
arblaðinu Frey í júlí 1947. Ég birti Ijóðið hér með leyfi
aðstandenda Bjarna sáluga Ásgeirssonar.
SÖNGUR SÁÐMANNSINS
Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja
sáning bænargjörð.
Vorsins söngva-seiður
sálmalögin hans.
Blómgar akurbreiður
blessun skaparans.
Musterisins múra
marka reginfjöll.
Glitveg gróður-skúra
geislar skreyta höll.
Gólf hins græna vaílar
grænu flosi prýtt.
Hvelfing glæstrar hallar
heiðið blátt og vítt.
Heima er bezt 107