Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 25
segja: Þetta er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Ég sé
engar líkur til að nokkrum manni hefði getað dottið
slíkt í hug að ástæðulausu. En svo kemur bezta sönn-
unin. Það hefur verið grafið í leiðið og talið sannað,
að Jaað sé leiði fornkonu.
Arið 1897 komu þeir að Helgafelli dr. Jón Stefáns-
son og W. G. Collingvood. Hafði Collingvood áður
athugað fornar grafir í Norður-Englandi og vildi at-
huga leiðið. Dr. Jón Stefánsson skrifaði skýrslu um at-
hugun þeirra og segir svo í skýrslunni:
„í hinum forna kirkjugarði á Helgafelli, sem sér
fyrir í túninu fyrir norðan þann kirkjugarð, sem nú
er jarðað í, er mikið og grasivaxið leiði. Þetta leiði
hefur um langan aldur verið kennt við Guðrúnu
Ósvífursdóttur og kallað „Guðrúnarleiðiu, bæði á
Elelgafelli og í Helgafellssveit. Ber því vel saman við
Laxdælu, sem segir að Guðrún sé grafin að Helga-
felli. í júlímánuði 1897 rannsakaði ég ásamt W. G.
Collingvood, með leyfi bóndans á Helgafelli, leiðið,
og fundum við líkur til þess að leiðið væri kven-
mannsleiði frá öndverðri elleftu öld.
Leiðið var 11 feta langt, 7 fet og 6 þumlunga
breitt við nyrðri endann, en 6 fet við syðri endann.
Hæð þess yfir yfirborð jarðar í kringum 2 fet, en
dýpt niður í botn 4 fet og 10 þumlungar. Það veit í
norðaustur og suðvestur. Gröfin er veglega hlaðin
upp öllum megin og fannst í henni mikið af viðar-
kolum, líkt og fundizt hefur í haugum frá söguöld-
inni, til að varna rotnun. Töluvert af beinamold'
fannst undir viðarkolunum, og í nyrðri endanum
voru smáar tennur (kvenmanns?) og leifar af haus-
kúpuhimnu, — trefjar af þeim. Á grafarbotni við
nyrðri endann var járnryð, hlutur úr járni, boginn
og brenglaður, líklega tygilhnífur og lítill fjörusteinn.
í miðri gröfinni, hér um bil 8 þumlunga frá botni
grafar, var lítill steinn, með mörgum fægðum flöt-
Helgafell.
Le.iði Guðrúnar á Helgafelli blómum skrjtt.
um (facetter á dönsku) sem glampaði á. Hann gat
verið af talnabandi nunnu, þó ekki væri gat á honum.
Svo virtist sem einhvern tíma hefði verið rótað í
gröfinni, og er líklegt að fjár hafi verið leitað í henni.
Getur það verið orsök þess, að ekki fannst meira af
talnabandinu eða gripum, þó að reyndar nunnur létu
ekki grafa gull og gersemar með sér. — Steinhleðsl-
an og það, sem fannst í gröfinni, ber vott um að
hún er frá 10. eða 11. öld af því er ráða má af leið-
um þeim, er vér vitum með vissu að eru fra þeim
tíma. Laxdæla segir til, hvar Guðrún Ósvífursdóttir
er grafin. jMunnmælin og sögusögn kenna leiðið við
hana. Gröfin er frá hennar tíma, og virðist sam-
kvæmt því, er fannst í henni, vera gröf kvenmanns.
Þetta ber allt að sama brunni. — Laxdæla, sögusögn
seinni alda, grafarhleðslan og það, sem fannst í gröf-
inni. Hér eru því svo sterkar líkur, sem unnt er að
fá, til þess, að hinn mesti kvenskörungur á söguöld-
inni, Guðrún Ósvífursdóttir, sé grafin í þessu leiði.
Ég skal geta þess, að við lögðum allt, sem var í
gröfinni, í sömu stellingar og stillingar, og það var,
nema nokkra muni, sem verða sendir Forngripasafni
íslands.
Lundúnum, 20. okt. 1897.
Jón Stefánsson.“
Þetta segir skýrslan. Öll rök hníga að því, að þetta
sé leiði hinnar merku fornkonu, en engin rök eru sög-
unni andstæð.
Söguleg örnefni hafa yfirleitt geymzt vel út um
byggðir landsins. Mörgum er það hrein nautn að heim-
Heima er bezt 105