Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 16
MAGNUS GUNNLAUGSSON:
HETJUR í HARÐVIÐRI
Sunnudagurinn 8. febrúar 1925 mun lengi verða
minnisstæður þeim, er þá voru komnir til vits
og ára.
Þann dag gekk yfir meginhluta landsins eitt
mesta hríðarveður af norðri, með frosti, fannkomu og
veðurofsa, sem komið hefur á þessari öld, og er þá
mikið sagt.
I þessum veðurhamförum urðu víða miklir skaðar,
en stórkostlegast var hið mikla manntjón, er tveir tog-
arar fórust á Halamiðum með allri áhöfn.
Víðast hvar um byggðir landsins var veður allgott
um morguninn, sums staðar nokkur hríðarmugga, en
hægviðri. Víða var því búfé rekið til beitar um morg-
uninn, þrátt fyrir fallandi loftvog og mjög tvísýnt veð-
urútlit, enda var vetrarbeit búfjár mjög þýðingarmikili
þáttur í búskap sveitanna á fyrstu áratugum aldarinn-
ar, þó að ekki sé farið lengra aftur í tímann.
Vegna þess, hvað veðrið var milt um morguninn,
brugðu margir sér burtu frá heimilí sínu ýmissa erinda
eins og gengur. Sums staðar voru tveir eða fleiri á ferð,
og var þá allt mikið auðveldara. Annars staðar aðeins
einn, og þá urðu sumir að beygja sig undir ofurvald
þessara hríðarhamfara, en aðrir báru gæfu til þess, að
komast á leiðarenda, þó að mjóu munaði sums staðar.
í Svarfaðardal var svipað veður og víða annars stað-
ar þennan minnisstæða sunnudag. Vegna þess, hvað
veðrið var milt árdegis, og þrátt fyrir nokkra snjó-
muggu, höfðu ýmsir farið að heiman nokkru fyrir há-
degi, sumir ætluðu til kirkju, en urðu að setjast að á
næsta bæ við kirkjustaðinn þegar bylurinn skall á.
Nokkrir voru að fara á fund, sem halda átti þennan
dag í fundarhúsinu að Grund, en höfnuðu á fyrsta
bænum, sem þeir komu að þegar bylurinn skall á. Varð
því ekki meira úr ferð þeirra eða fundi í það sinn.
Hér verður lítillega sagt frá tveimur mönnum, sem
háðu harða baráttu úti í þessum minnisstæða hríðarbyl.
Annar þeirra var Pétur Gunnlaugsson, þá bóndi í
Brekkukoti í Svarfaðardal. Hinn var Ingimar Gutt-
ormsson, þá til heimilis í Ytra-Garðshorni í sömu sveit,
harðskarpur unglingspiltur, þá líklega nær tvítugsaldri.
Hann giftist síðar Jóhönnu Jónasdóttur, er var systur-
dóttir Sigurjónu konu Péturs Gunnlaugssonar. Þau Jó-
hanna og Ingimar hafa búið mest af sínum búskap í
Skeggjastöðum þar í sveit, en munu nú vera hætt bú-
skap þegar þetta er ritað.
Verður nú fyrst sagt frá ferð Ingimars:
Hann mun hafa farið fram að Auðnum og trúlega
lagt það snemma af stað heimanað frá sér, að hann átti
að vera kominn heim aftur kl. 1—2 e. h. ef ekkert óvænt
hindraði. Þó fór þetta á annan veg sem brátt verður
að vikið.
Er hann hafði lokið erindi sínu vildi hann ekkert
tefja og sneri brátt heim á leið. Þegar hann var kom-
inn nokkuð út fyrir Urðir, skall hríðarveggurinn í fang
honum, og var þá þegar um leið komið ofsaveður með
frosti og fannkomu, svo varla sá fram fyrir fætur sér.
Líklega hefur Ingimar hugsað eins og margir fleiri, að
fljótlega myndi rofa til og verða sæmilegt ferðaveður
a. m. k. öðru hvoru. Hann tók því þann kostinn, sem
hættulegur reyndist, að beita sér í veðrið og reyna að
fylgja símanum, sem eins og kunnugir þekkja lá nálægt
bænum Bakka þar í sveit. A þeirri leið, er Ingimar fór
með símanum, eru tvær hættulegar torfærur. Sú fyrri
er svokallað „Ingudý“ milli Urða og Hreiðarsstaðakots.
Er til gömul sögn um það að eitt sinn hafi stúlka með
þessu nafni farizt í dýi þessu og síðan hafi það verið
nefnt þessu nafni. Hin torfæran, sem hér um ræðir er
hin svonefnda „Jónshúsbrekka“ hjá Hreiðarsstöðum.
Suður af þessari brekku skefur ætíð í norðanhríðum
og myndast þá allmikill skafl eða hengja, sem getur
orðið býsna örðug eða jafnvel hættuleg, en um þessa
brekku liggur símalínan, sem margir urðu að nota sem
vegvísir. Þar á meðal Ingimar í þessum minnisstæða
hríðarbyl.
En því er minnzt á þessar torfærur eða hættur, að
svo virðist sem Ingimar hafi fengið eins konar hugboð
um hættuna á réttu augnabliki, án þess þó að missa af
símalínunni nema örstutta stund. Og þannig mjakaðist
hann áfram, þó að hægt gengi, þar til honum virtist
hann sjá ljós í gegnum hríðarkófið. Já, það var ekki
um að villast, því að þarna sá hann það aftur, enda
hafði þá rofað örlítið til, en þetta stutta hlé milli bylja
var líka notað fljótt og vel, því að eftir litla stund stóð
Ingimar við bæjardymar á Bakka.
Hér þarf varla að taka það fram að viðtökurnar á
Bakka voru svo sem bezt varð á kosið, enda hvort
tveggja, að heimilið er þekkt að gestrisni og hvers kon-
ar fyrirgreiðslu, og Ingimar í fullri þörf fyrir góða að-
hlynningu.
Eins og áður er að vikið, varð Pétur Gunnlaugsson
bóndi í Brekkukoti allhart úti í þessum byl, þó að ekki
hlytist tjón af. Þau Pétur og Sigurjóna áttu 9 böm,
96 Heima er bezt