Heima er bezt - 01.03.1965, Blaðsíða 34
HEIMA______________________________________
BEZT B ÓKAH 1 LLAN
Jón H. Þorbergsson: Ævidagar. Akureyri 1964. Bókafor-
lag Odds Bjömssonar.
Jón H. Þorbergsson, bóndi á Laxamýri er einn af forystumönn-
um íslenzkar bændastéttar á þessari öld. Ungur fer hann utan fé-
laus og fákunnandi, nemur þá sauðfjárrækt í Noregi og Skotlandi,
og hefir hvarvetna opin augun fyrir hverju þvi, sem hann hyggur
að verða megi til aukinnar menningar og hagsbóta íslenzkum
bændum. Síðan ferðast hann um allt land til að leiðbeina bændum
um sauðfjárrækt. Reisir bú á Bessastöðum og flytur sxðan á Laxa-
mýri. Er vakinn og sofinn i að hvetja bændur til dáða og berjast
fyrir rétti þeirra og brýtur upp á ýmsum nýmælum. Og á efri
árum gerist hann loks mikill baráttumaður fyrir bættu kristnihaldi
i landinu. Hér er einungis stiklað á því stærsta, sem á daga J. H. Þ.
hefir drifið, og hann segir frá í ævisögu sinni, en nokkra hugmynd
gefur það þó um fjölbreytni sögu bans, enda er þar víða komið
við um menn og málefni. Frásögnin er hröð, útúrdúralaus og
ekki með nokkru rósaflúri. Það er oft létt að verða höfundi ósam-
mála, en engu að síður er æfisagan geðfelldur lestur, bæði vegna
fjölbreytni hennar, og þó enn fremur hins, að lesandinn kynnist
þar góðviljuðum umbótamanni, sem aldrei ann sér hvíldar við að
koma áhugamálum sínum á framfæri, og á fullan sjóð þeirra frá
æsku til elliára.
Páll Guðmundsson: Á fjalla- og dalaslóðum. Akureyri
1964. Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Vestur-íslenzkur bóndi, Páll Guðmundsson tekur til að rita
endurminningar sínar og sagnaþætti á áttræðisaldri, eftir nær hálfr-
ar aldar dvöl vestra. Slíkt er fágætt og eitt fyrir sig ekki lítið um-
hugsunarefni, hversu rótgróið frásagnareðlið og ritmennskan er
i íslendingseðlinu. Hitt er þó ef til vill meira um vert, að honum
ferst þetta starf svo vel úr hendi, að sérstök ánægja er að lesa
bókina. Annars vegar rifjar hann þarna upp þætti af ýmsum
mönnum úr heimasveit sinni, Vopnafirði og af Hólsfjöllum, en
hinsvegar rifjar hann upp bernsku- og æskuminningar sínar. Les-
andann hlýtur að undra minni höfundar, og þá ekki síður hitt,
hversu hann hefir varðveitt hið íslenzka tungutak. Þar er ekki að
sjá að sé maður, sem dvalizt hefir heilan mannsaldur meðal fram-
andi þjóða. Eftirminnilegasti kafli bókarinnar er lýsingin af heim-
ilisháttum í Möðrudal í tíð Stefáns Einarssonar bónda þar, svo
og öll frásögnin um þau Möðrudalshjón. Slíkar lýsingar semur eng-
inn nema sá sem gæddur er rithöfundargáfu.
Jakob Jónsson: Myllusteinninn. Reykjavík 1964. ísafold-
arprentsmiðja hf.
Þetta er fjórða skáldsaga höfundar. Hann kann vel að segja frá
og gæða frásögnina þeirri spennu, sem nauðsynleg er til að halda
huga lesandans föstum. Hins vegar er söguefnið allreyfarakennt,
enda þótt ýmsar mannlýsingar séu býsna góðar, ekki sízt á auka-
persónum sögunnar. Söguhetjan sjálf er laus í reipum og ekki alls
kostar trúleg persóna, og stúlka af gerð Sólrúnar er tæplega til,
enda þótt höfundur hafi sýnilega gert sér mest far um sköpun
hennar. Raunar nær höfundur sér bezt niðri x sögulokin, þegar
hann leysir þann hnút, að láta málsrannsókn niður falla á atburð-
um þeim, er gerzt höfðu.
Hugh Thomas: Spánn. Reykjavík 1964. Almenna bóka-
félagið.
Hver ný bók í bókaflokknum Lönd og þjóðir er lesandanum
ánægjuefni. Að þessu sinni færir flokkurinn oss Spán í fangið.
Þetta sérkennilega land fjölbreytilegrar náttúru og mikilla örlaga.
Þótt vér íslendingar höfum lengi átt margháttuð viðskipti við
Spánverja allt frá því Ari í Ogri kálaði spænsku skipbrotsmönnun-
um í Æðey, þá hefur kunnugleiki vor á landi og þjóð verið af
skornum skammti, eins og raunar um margar aðrar þjóðir og lönd.
Bók þessi er þvi góður fengur, fróðleg, falleg og skemmtilega skrif-
uð. Þýðandinn er Andrés Kristjánsson.
Kvæði og dansleikir. Jón Samsonarson gaf út. Reykjavík
1964. Almenna bókafélagið.
Margir kunna gömul viðlög og vísnabrot, sem þeim verða oft á
munni án þess þeir geri sér ljóst hvaðan þau eru runnin, enda þótt
þau séu næstum orðinn fastur þáttur í daglegu tali manns. En þeir,
sem vita, hafa gert sér ljóst, að margt á þetta rætur að rekja til
gamalla danskvæða, sumra kannske aftan úr grárri fomeskju, og
að upprunans megi leita út yfir hafið jafnvel til riddarasöngva
miðaldanna úti í Evrópu. Bók þessi segir oss margt um þessa hluti.
Fyrst gerir útgefandinn grein fyrir íslenzkum dansleikjum fyrr á
öldum eða fram til þess tíma, að nýtízku dansar hefja innreið sína
í landið. Er það löng ritgerð, alls 250 bls. Er þar rakin saga dans-
anna, uppruni og eðli eftir því sem heimildir standa til, en þvi
miður eru þær bæði helzti fáar og slitróttar, því að oft mundi les-
andann fýsa að heyra meira. F.r ritgerðin samin af miklum lærdómi
og nákvæmni eftir því sem leikmenn í fræðunum fá bezt séð. Verð-
ur hún því kærkomin fróðleikslind og skemmtun öllum þeim, sem
unna íslenzkri menningarsögu og skyggnast vilja inn í daglegt líf
þjóðarinnar á liðnum öldum. En þótt ritgerðin sé manni kærkom-
in verður kvæðasafnið það ekki síður. Þar finnum vér ýmsar feg-
urstu perlur þjóðkvæða og viðlaga, sem í einfaldleik sínum eru
sprottin út úr sál þjóðarinnar, oft þrungin dulúð og trega, en
stundum líka full af glettni og gamansemi. Lengri kvæðin eru síð-
ur aðgengileg en brotin og viðlögin, en fróðlegt er að kynnast þeim
og mörg í þeim matarholan til ánægjuauka, ef rétt er lesið. Þetta
er vissulega ein þeirra bóka, sem margir eiga eftir að grípa til og
lesa sér til hugarhægðar, þegar þeir eru þreyttir á önn dagsins og
nýtízkunni í bókmenntunum og listinni. Hafa forlag og útgefandi
unnið þarft verk og gott með útgáfu þessari. Frágangur er smekk-
legur og látlaus eins og efninu hæfir. Þetta er fyrsta bók í ritsafni,
sem ber samheitið íslenzk þjóðfræði. Gefur það fyrirheit um að
fleira girnilegt muni á eftir fara, svo glæsilega sem ýtt er úr vör.
St. Std.
114
Heima er bezt