Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 7
Kristján og Þuriður með börnum sinum. átti með henni nokkur. Kristín ólst því upp á stóru heimili með mörgum systkinum, sem dreifðust víða um héraðið, og áttu þau því þessi Klambrarselshjón margt nákomið fólk í nágrenninu. Þau voru talin búa góðu búi. Jóhannes hafði aldrei margt fé, en það var afnotagott. Alúð við sauðfé varð ættarfylgja í Klambrarseli. Jóhannes var vel metinn, og honum falin mörg trún- aðarstörf. Hann var 30 ár í hreppsnefnd, jafnlengi fjall- skilastj óri, refaveiðastjóri, gangnaforingi á Reykjaheiði og réttarstjóri á Hraunsrétt. Hann var þar flestum minnisstæður, þrekinn maður, meðalhár, alskeggjaður og skeggprúður. Ókvikull virðuleiki, festa, réttdæmi og sterk rödd gerði hann að ágætu yfirvaldi á þessari stærstu samkomu héraðsins. Bakkus konungur keppti þar stundum við hann um völdin, en hann bar jafnan lægri hlut. Jóhannes og Kristín eignuðust 5 börn, en aðeins tveir synir lifðu til fullorðinsára, Kristján, fæddur 29. nóv- ember 1892, og Haraldur, fæddur 1. september 1898. Jóhannes andaðist eftir langvarandi veikindi 29. des- ember 1916. Hann var þá 66 ára og hafði verið við bú í rúm 30 ár. Synir hans bjuggu saman með móður sinni, en hún andaðist 17. maí 1919. Þá skiptu þeir jörðinni og ákváðu að búa þar báðir. Kristján giftist á konudaginn 1920 Þuríði Þorbergs- dóttur frá Litlulaugum í Reykjadal. Á stríðsárunum fyrri hækkaði mjög verð búsafurða, en framkvæmdir urðu lítt mögulegar vegna vöruskorts. Hæst var verðið haustið 1919. Margir hugðu þá til bygginga og annarra framkvæmda. Klambrarselsbræð- ur ákváðu að byggja úr timbri tvíbýlishús. Byggingar- efni var keypt um veturinn, með hámarksverði stríðs- ins, flutt heim og geymt í fjárhúsi. Þuríður var alin upp í þéttbýlum og hlýlegum dal. Autt var að mestu, þegar hún fór að heiman, en jafn- fenni, þegar kom upp fyrir brúnir Hvammsheiðar. Um vorið var frambærinn í Klambrarseli rifinn og tekið að grafa fyrir kjallara nýja hússins. Á vallarhól voru fjórir aðkomnir smiðir að höggva til húsgrindina. Baðstofan stóð ein eftir bæjarhúsa, lítil og þröng. Þar varð unga húsfreyjan að elda á olíuvél handa heimilisfólki, smið- um og verkamönnum. Vorið 1920 varð afdrifaríkt flestum bændum, eitt- hvert harðasta vor aldarinnar. Þá lærðu bændur í fyrsta sinn að bjarga frá felli með gjöf erlends fóðurbætis. Lambahöld urðu almennt slæm um vorið, innleggið rýrt um haustið, en menn héldu bústofni sínum. — Fóð- urbætirinn var með hámarksverði stríðsáranna, en sum- arið 1920 kom hið mikla allsherjarverðfall. Afurðir um haustið voru eigi nema hálfvirði móts við haustið áður. Bændur lentu almennt í háum skuldum miðað við verðlag. Árið 1924 var krónan hækkuð með valdboði og þar með skuldirnar. Síðan kom kreppan eftir 1930, sem varaði raunar til 1938. Þessi 18 ár voru erfið öllum bændum. í Klambrarseli voru ekki skuldir fyrir fóðurbæti. Þar Heima er bezt ] 67

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.