Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 28
Hvílir yfir hæðum öllum,
himnesk dýrð og Guðaró.
Yfir jöklum, fram á fjöllum,
fellir blærinn þokuskóg.
Nú er gott að vaka, vaka,
vera til og eiga þrá. —
Sumarglaðir svanir kvaka,
suður um heiða-vötnin blá.
Drekk ég glaður fjallafriðinn,
fyllir skálar sólskinsró.
Teygar ljós við lækjarniðinn
lítil rós í klettató.
Sé ég fagra sýn til baka,
sólareld og fjöllin blá.
Nú er gott að vaka, vaka,
vera til og eiga þrá.
En liggja hjá mér beiðnir um birtingu Ijóða, sem ég
hef ekki getað náð til. Fleiri Ijóð birtast því ekki í þetta
sinn.
Stefán Jónsson,
Skeiðarvogi 135.
Fjárskaðaveður
Framhald af bls. 181. ---------------------
ið á rétta staðinn. Ástæðan var sú, að fönnin, þar sem
ærnar leyndust, var svo lítil, að engum gat til hugar
komið, að þar gætu legið tólf ær undir fönninni. Því
fór sem fór.
Kristján sá, er segir frá í þessari sögu, var Magnús-
son, fæddur að Hróastöðum í Oxarfirði 6. nóvember
árið 1880. Hann var sonur Magnúsar Björnssonar,
bónda að Lækjardal í sömu sveit. Björn bóndi í Lækjar-
dal var Jónsson og er hans dálítið getið í sögunni af
Rifs-Jóku. (Sjá Sagnaþætti mína III. bindi, bls. 41—60).
En Magnús bóndi á Hróastöðum, faðir Kristjáns, var
kvæntur Kristínu Guðnadóttur, bónda að Jarlsstöðum
í Bárðardal. Var hún því alsystir Jóns, föður Ásgríms
listmálara. (Sjá Sagnaþætti mína II. bindi bls. 273).
Kristján missti föður sinn, er hann var um fermingu.
Vorið 1895 fór hann sem léttadrengur að Brekku í
Núpasveit, og hefur verið þar síðan, að undanskildum
9 eða 10 árum, er hann var á miðjum aldri. Hann er
enn við beztu heilsu á Brekku, nema hvað hann er orð-
inn blindur.
Sem fjármaður var hann sannur listamaður, þótt hann
notaði ekki pensil, eins og Ásgrímur frændi hans. En
listagáfan kemur fram í margvíslegum myndum, sem
betur fer, vil ég segja.
BRÉFASKIPTI
ína Jónsdóttir, Hlíðargötu 23, Sandgerði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stplku á aldrinum 12—13 ára.
Ríkey Andrésdóttir, Vallagötu 8, Sandgerði, óskar eftir
Ibréfaskiptum við pilt á aldrinum 14—16 ára.
Valgerður Bergsdóttir, Bæjarsker I, Sandgerði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12—14 ára.
Guðveig Bergsdóttir, Bæjarsker I, Sandgerði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt á aldrinum 15—17 ára.
Sceunn Ágústsdóttir, Kötluhálsi, Fróðárhreppi, pr. Ólafs-
vík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—14 ára.
Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Guðrún Kristin ívarsdóttir, Vegamótum 2, Blönduósi,
Austur-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfasambandi við dreng
á aldrinum 12—14 ára.
Sigríður Sigurjónsdóttir, Suðurgötu 39, Siglufirði, óskar
eftir brefasambandi við pilt (helzt í sveit) á aldrinum 15—16
ára.
Birna Svafarsdóttir, Selási 3, Egilsstöðum, Suður-Múuasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum
11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Kolbrún Sigfúsdóttis, Hamrahlíð 4, Egilsstöðum, Suður-
Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á
aldrinum 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Aðalheiður Kristinsdóttir, Sjúkrahúsinu, Egilsstöðum, Suð-
ur-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur
á aldrinum 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Ingólfur Friðbjörnsson, ísólfsstöðum, Tjörnesi, Suður-Þing-
eyjarsýslu óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum
26-32.
Guðbjörn J. Jónsson, Miðskógi, Miðdölum, Dalasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16
ára.
Hulda Guðný Ásmundsdóttir, Sigrún Brynja Hannesdóttir
og Guðmundur C. Magnusson, öll að Barnaskólanum, Bárð-
ardal, Suður-Þingeyjarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta
og stúlkur á aldrinum 11—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Ragnheiður Hanna Halldórsdóttir, Hrófbergi, pr. Hólma-
vík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum
11-12 ára.
Kristín S. Pétursdóttir, Hildur A. Benediktsdóttir, Laufey
Jónsdóttir, allar í Héraðsskólanum Laugum, Reykjadal, Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrin-
um 16—18 ára.
Höskuldur Sœmundssin, Hryggjum, Mýrdal, Vestur-Skafta-
fellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldr-
inum 13—15.
Svanhildur Steinsdóttir, Neðra-Ási, Hjaltadal, Skagafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við drengi á aldrinum 12—13 ára.
Ásta Guðleif Hallgrimsdóttir, Kjarvalsstöðum, Hjaltadal,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við drengi á aldrinum
13—14 ára.
Jóna Bergsdóttir, Nautabúi, Hjaltadal, Skagafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við drengi á aldrinum 15—16 ára.
Marselína Asta Arnþórsdóttir, Arnþórsgerði, Ljósavatns-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við
pilt eða stúlku á aldrinum 12—15 ára.
Hildur Baldvinsdóttir, Rangá, Ljósavatnshreppi, Suður-
Þingeyjarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku
á aldrinum 11—14 ára.
188 Heima er bezt