Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 30
Sverrir horfði undrandi á systur sína, nú var hann ósköp góður, og þó hristi hún hann til og var alveg eins í framan og þegar hann var óþægur. Hann stakk við fótum. Fyrst Sonja lét svona, þá skyldi hann líka vera vondur. — Haltu áfram, óþægðarangi, sagði Sonja og togaði í hann. — Nei, Senni vondur, sagði snáðinn og streittist á móti. — Þú ert alltaf vondur, og ef þú heldur ekki áfram, skal ég láta ljóta Bola taka þig. — Bu, bu, boli taka Sonju, sagði Sverrir og lagðist nú niður á milli þúfna, þar hagræddi hann sér sem bezt, ákveðinn í að hreyfa sig ekki fyrst um sinn. Það var alveg sama hvort Sonja hótaði honum öllu illu eða lof- aði honum öllu fögru, hann hreyfði sig ekki, bara lá og góndi upp í loftið með þráasvip á litla fallega andlit- inu. Sonja settist á þúfu spölkorn í burtu og hugsaði ráð sitt. Hún var svo lengi búin að vera litla barnið á heim- ilinu, þar sem allt var látið eftir henni, að hún átti bágt með að sætta sig við að þessi litli óþægi snáði væri nú kominn í hennar stað, og nú væri hún stóra systirin sem allt átti að gera eins og hann vildi. Henni þótti nú ósköp vænt um hann, oftast nær, en það vildi gleymast á stundum eins og núna, þegar hún varð að gefast upp fyrir tiktúrum hans. Það glaðnaði yfir Sonju, þegar hún sá Hönnu Maríu koma hlaupandi upp túnið, og Neró og Harpa rétt á eftir henni eins og venjulega. — Sæl, sagði Hanna og settist á þúfu á móti vinkonu sinni. — Af hverju ertu svona stúrin? Sonja fór að hlægja. Hanna talaði oft svo skringilega, alveg eins og afi og amma. — Sverrir er svo vitlaus í óþægð, að ég ræð ekkert við hann, sagði Sonja og leit til bróður síns. — Nú, mér sýnist hann ósköp þægur, liggur þama eins og skata, sagði Hanna og færði sig til Sverris. — Senni fara í Kot og fá namm hjá ömmu, sagði hann og brosti út að eyrum til Hönnu. — Þú ferð ekki fet í Kot, amma á ekkert namm, sagði Sonja, svo Sverrir lagðist niður aftur ákveðinn í að hreyfa sig ekki hvað sem stelpurnar segðu. Sonja var svo úrill á svipinn, að Neró velti vöngum frammi fyrir henni alveg steinhissa. Honum leiddist allt- af væri fólk í vondu skapi. — Láttu hundinn fara, sagði Sonja. — Hversvegna? spurði Hanna María undrandi, — veiztu ekki að svona lætur hann alltaf við mig þegar ég er í vondu skapi, og hættir ekki fyrr en ég hlæ að honum. En nú datt mér dálítið í hug: — Við skulum koma og baða okkur, veðrið er svo gott, og ég hef ekki komið í sjóinn í tvo daga. — Mamma vill ekki lofa mér, hún heldur að mér verði kalt, sagði Sonja, en mig langar til að prófa hvernig er að baða sig í sjó. — O, það er alveg yndislegt, sagði Hanna og teygði úr sér, — ég veit ekkert jafn notalegt og sjóbað þegar veðrið er gott. Þú hlýtur þó að mega fá þér fótabað, heldurðu það ekki? Ég veit það ekki, sagði Sonja og leit heim til bæjar- ins, en Sverrir vissi að hann vildi fá að vaða. — Senni fara í fótabað, hrópaði hann og hentist á fætur og hljóp eins hratt og hann gat ofan túnið. Það var því ekki annað að gera fyrir þær vinkonumar en að elta hann. Sverrir var lafmóður þegar ofan að sjónum kom, en settist samt strax og fór að klæða sig úr skónum og sokkunum. Sonja var á báðum áttum, en þegar hún sá Hönnu Maríu henda af sér þeim fáu flíkum sem hún var í og hlaupa út í sjóinn með gusugangi og skvettum, þó stóðst hún ekki mátið, en klæddi sig úr sokkum og skóm. — Óttalega er sjórinn kaldur, ú-hú! sagði Sonja og vildi snúa uppá sandinn aftur, en Sverri fannst hann bara volgur og dró systur sína áfram. Hanna María var lögst til sunds og synti hratt frá landi. Sonja horfði á eftir henni og hrópaði að hún yrði að koma í land, hún gæti drukknað, en Sverrir vildi ólm- ur fá að synda líka. Loks sneri Hanna við og synti í áttina til lands aftur. — Ó, er ekki gaman? bara að þú mættir fara úr öllu kallaði hún til og veifaði til þeirra. Sonja hríðskalf og lyfti fótunum á víxl upp úr sjón- um. Pilsinu hélt hún uppum sig með annarri hendinni, en ríghélt í Sverri með hinni. Sverrir vildi losna og vaða útí til Hönnu, en fyrst hann fékk það ekki, hefndi hann sín með því að stappa niður fótunum á víxl, svo aumingja Sonja átti fullt í fangi með að verja nýja pilsið sitt. Buxurnar hans Sverr- is voru orðnar blautar, og þegar Hanna loks kom til þeirra, kolbrún um allan skrokkinn, og hristi hrokkin- kollinn svo vatnið ýrðist í allar áttir, stóð aumingja Sonja með augun full af tárum og hét því með sjálfri sér að lofa Sverri aldrei aftur að vaða í sjónum. — Hvað, ertu að gráta? spurði Hanna María alveg undrandi. — Sjáðu nýja pilsið mitt, kjökraði Sonja. — Strák- skömmin er búinn að skvetta sjó upp um það allt. Llönnu fannst þetta nú heldur lítil ástæða til að gráta út af, hún tók Sverri í fangið og bar hann í land og sagði, að það væri von að litla kútinn langaði til að sulla og skvetta, þegar hann væri að vaða, til þess væri lílca sjórinn. Svo klæddi hún sig í stuttbuxur einar fata og sagði, að þau skyldu þá heldur fara að leita að skelj- um og kuðungum lengra inn með sjónum. Brátt urðu þær niðursokknar í að grafa í sandinn. Hanna lá á maganum með hönd undir kinn og lét fara ósköp vel um sig, en Sonja lá á hnjánum og reyndi að gæta þess, að sandurinn kæmi ekki á nýja pilsið, en það var ósköp erfitt að liggja á hnjánum, og brátt var hún komin með bakverk og auk þess náladofa í báða fætur. — Æ-i, þetta er svo erfitt, stundi hún og leit til 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.