Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 9
Klambrasel.
að hagalömbin í Klambrarseli nálguðust dilka sumra
bænda. Hins vegar juku fráfærurnar erfiðisþungann.
Ærgæzlan lá á bóndanum og elztu börnunum, mjaltir
á ám og „að gera mat úr mjólk“ varð erfiðisauki hús-
freyjunni.
Snemma þarf að taka daginn, smala ám og mjalta
þær. Bóndinn og elztu börnin leggja á hesta, taka með
sér morgunmat, nesti, sem húsfreyjan tilreiðir. Síðan
er riðið niður um heiði, vestur í Engey, tekið til við
heyskapinn, ennþá með gömlum tækjum, orfum og
hrífum. Húsfreyjan gerir sauðamjólkinni til góða, mat-
reiðir miðdegisverð. Elztu börnin, sem heima eru, sækja
hest og leggja á hann. Húsfreyjan býr miðdegisverðinn
í böggla, ríður síðan niður um heiði, tekur hrífu sína
að máltíð lokinni og vinnur til kvölds. Heimabörnin
hafa rekið ærnar í kvíar, — stöðugt er þó ungt barn í
bænum, sem annast þarf. Nú bíða mjaltir á ám og kúm.
Allir eru á íslenzkum skóm, sem oft þarf að bæta, allir
verjulausir gegn regni og oftast votir í fætur. Þjónust-
an er mikil á öllum hópnum, gera þarf við skó og sokka,
þvo og þurrka. Þetta verður næturverk, svefntíminn
sjaldnast langur. — Á vetrum varð að spinna, prjóna,
vefa og sauma. Ekki var efnahagur til fatakaupa. En
allt blessaðist þetta. Börnin þroskuðust prýðilega. Þau
eru öll fríð sýnum, hraust og þrekmikil. Heimafengna
fæðan var holl, margbreytt og næringarrík. Nokkur
silungur fékkst heima. Fast garðstæði var tekið á leigu
við hverina. Þar brugðust ekki jarðeplin. Fjallagrös voru
sótt á heiðina. Heimaunnin föt skýldu vel. Vinnan úti
ailan ársins hring og hlaup í fjallaloftinu stæltu vöðv-
ana.
Þetta voru erfiðir dagar, en þó var sótt fram. Börnin
fóru strax til náins utan heimilis, dæturnar á héraðs-
skóla og húsmæðraskóla, en drengirnir á búnaðarskóla
og til smíðanáms. — Framkvæmdir lágu eigi niðri heima.
Túnið var stækkað, hægfara að vísu, með hestaverk-
færum og völlurinn girtur.
Stærsta framtak þessara ára var rafstöðin, sem byggð
var 1930. — Bjarni frá Hólmi lagði þar á ráðin og út-
vegaði efni. Þorgeir Jakobsson frá Haga stjórnaði verki.
Ristir voru saman lækir uppi í fjalli, teknir í pípu niður
brekkuna. Pípurnar voru 300 metra langar, fallið 84
metrar, aflið 6,5 kw. Rafstöðin var byggð í kjallaran-
um undir húsinu og nægði til ljósa, hita og suðu lengi
vel, og er hún enn í fullu gildi, þótt Laxárrafmagn sé
fengið til viðbótar. Þetta gerbreytti heimilinu og að-
stöðunni allri.
Segja má, að þáttaskil verði í búskaparsögunni um
1938. Þá rofaði til í viðskiptamálunum. Elzti sonur í
Klambrarseli var þá 18 ára, og hin elztu börnin voru
orðin þá mikið vinnandi. Yngsta barnið fæddist þetta
ár.
Hér skulu talin börnin öll:
1. Jóhannes, fæddur 7. des. 1920, búfræðingur frá
Hólum, kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Sauðárkróki.
Þau búa í gamla húsinu í Klambrarseli. Þau eiga fjögur
börn á lífi.
Heima er bezt 169