Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 17
hæðir, efri hæð portbyggð, — með kjallara, sem að
mestu leyti var í jörð. Var hann hafður til geymslu.
Mun húsið hafa verið 12—15 álnir að lengd og 5—6 áln-
ir á breidd. Þótti það fyrirmyndar hús á þeim tíma,
enda ekkert hús í sveitinni þá jafn reisulegt og vandað.
Gripahús voru nægileg til að byrja með búskapinn, að
vísu torfkofar, en þeir voru þá algengir og varla aðrir
til. Svo var fjósbaðstofa með torfþaki sæmilega stæði-
leg, þó nokkuð gömul væri. — Þessi gömlu hús týndu
brátt tölunni, en í stað þeirra komu ný hús, stærri og
rúmbetri með timbur- og járnþökum, en þakjárn kom
ekki til Hornafjarðar, neitt að ráði, fyrr en um og eftir
aldamót og þá átti Þorgrímur læknir drjúgan þátt í að
útvega það, eins og margt annað, sem til framfara og
hagsbóta horfði.
Það kom brátt í ljós, að Þorgrímur hafði mikinn
áhuga á búskap og það sem meira var, hann var fram-
úrskarandi búmaður, athugull og hagsýnn, þó hann
hefði ekkert verið við sveitabúskap fyrr en hann kom
að Borgum, enda blómgaðist bú hans vel, þó sjálfur
gæti hann lítið að því unnið vegna læknisstarfsins, sem
hann Iét ætíð sitja í fyrirrúmi fyrir öðru, enda stund-
aði hann það með frábærri alúð og samvizkusemi. Hann
var alltaf tilbúinn hvort sem var á degi eða nóttu, þeg-
ar menn komu að sækja hann og það var víst óhætt að
segja, að það veður væri ófært, sem aftraði honum frá
að vitja sjúklinga. Þá voru allar ár í sýslunni óbrúaðar,
flestar jökulár, oft vatnsmiklar, straumharðar og illar
yfirferðar, svo sem Jökulsá í Lóni, Hornafjarðarfljót,
Hólmsá á Mýrum, Heinabergsvötn og Kolgríma, svo
þau vatnsmestu og erfiðustu séu nefnd, auk vatnanna á
Breiðamerkursandi, sem fara þurfti yfir til að komast í
Öræfin, en þau tilheyrðu læknishéraðinu og þangað
þurfti Þorgrímur alloft að fara. Bót var það þó í máli,
að hér í sýslunni var fjöldi góðra vatnamanna, sem
fengið höfðu æfingu við að „velja“ vötnin, þekkja eftir
straumfallinu, hvort fært var eða ekki, að ko'mast yfir
þau og hvernig þræða skyldi brotin. Það mátti segja,
að fólkið væri alið upp við að svalka í þeim. Var því
eðlilegt að menn lærðu að þekkja hvemig við þau
skyldi skipta, því það verður hverjum að list sem hann
leikur. En þó að vatnamennirnir skaftfellsku eigi góðan
vitnisburð skilið, þá má ekki gleyma hestunum. Þeir
áttu sinn hluta, og hann drjúgan, af því að komizt varð
yfir vötnin og þeim var það stundum beinlínis að þakka,
að menn komust lífs af úr þeim. Það var líka venjan,
þegar vitja þurfti læknis og fara yfir vötnin, að fá til
þess tvo góða vatnamenn og úrvals vatnahesta, en þeir
voru margir til og sjálfsagt þótti að hafa góðan hest
handa lækninum og jafnvel 2, ef flýta þurfti ferð, enda
var það mikið öryggi fyrir hann.
Það kom fljótt í Ijós, að Þorgrímur var því starfi
vaxinn, að takast á hendur að þjóna þessu erfiða og víð-
lenda læknishéraði, sem Austur-Skaftafellssýsla var þá,
því ekki er sambærilegt að ferðast um hana nú og áður.
Nú er kominn akfær vegur eftir henni endilangri og
allar ár brúaðar, nema Steinavötn, sem brúuð verða
bráðlega og Jökulsá á Breiðumerkursandi, en ferja er
komin á hana og sennilega verður hún brúuð áður en
mörg ár líða.
Nú er hægt að fara á bíl frá Lónsheiði að Skeiðarár-
sandi á hálfum degi, en það voru stífar 2 dagleiðir áður,
jafnvel þó á góðum hestum væri og greitt farið.
En þó við dáum dugnað og hagsýni húsbóndans í
Borgum, Þorgríms Þórðarsonar, má einnig og ekki síð-
ur, minnast húsfreyjunnar Jóhönnu Lúðvígsdóttur
konu hans. Hún var kaupstaðarbarn, eins og maður
hennar, fædd og upp alin í Reykjavík, en hún var fljót
að semja sig að siðum sveitafólksins og reyndist af-
bragðs húsmóðir, stjórnsöm, góðlynd og glaðvær og
vildi jafnan hvers manns vandræði leysa. Hún var
manni sínum samhent að „gera garðinn frægan“ og
stjórnaði öllu innanhúss með mestu sæmd og prýði.
Þau höfðu alltaf margt vinnufólk og ekki liðu mörg
ár frá því þau byrjuðu búskapinn, þangað til heimilið
var orðið með þeim stærstu í sveitinni.
Ég, sem þessar línur rita, var oft í Borgum hjá þeim
Þorgrími og Jóhönnu, stundum 2—3 mánuði samfleytt,
svo ég sá með eigin augum hvernig heimilisbragurinn
var þar. Vinnufólkið virtist unna þeim hugástum og
vildi leysa öll verk af hendi eftir beztu getu, án þess
að hugsa fyrst og fremst um það, hvað það fengi í
kaup, en ekki varð ég var við, eða vissi til, að það yrði
ágreiningsefni. Þau hjón voru yfirleitt heppin með
vinnufólk og var það flest vistfast hjá þeim. Þorgrím-
ur þurfti að hafa góða verkstjóra til þess að sjá um
allt, sem búinu tilheyrði úti við og hann var svo hepp-
inn að hafa jafnan úrvalsmönnum á að skipa. Má þar
nefna mág hans Vilhelm Knudsen, Jón Jónsson frá
Þinganesi, Björn Gíslason, síðar bónda á Austurhól og
Meðalfelli, Sverri Halldórsson og síðast en ekki sízt
Eyjólf Bjarnason, sem flutti að Borgum um aldamótin
og tók þá við verkstjóm þar.
Árið 1904 var Keflavíkur-Iæknishérað auglýst laust
til umsóknar. Þá hafði Þorgrímur gegnt Hornafjarðar-
héraði í nær 19 ár og fann að hann var farinn að þreyt-
ast á hinum löngu og erfiðu ferðalögum, sem það
krafði, en það var honum sízt að skapi, að halda embætt-
inu lengur, en hann fann sig vel færan til að gegna því.
Hann afréð því að sækja um Keflavíkurhérað, með því
að það krafði ekki löng og erfið ferðalög. Var honum
veitt það sama ár, en hann gegndi Hornafjarðarhéraði
til aprílloka 1905 og flutti þá til Keflavíkur.
Það má nærri geta, að ekld var sársaukalaust fyrir
læknishjónin í Borgum og fólk þeirra, að taka sig upp
frá fjölda vina og góðkunningja, skilja við bújörð, sem
þau voru búin að kaupa og bæta, svo að hún var vel
byggileg, á mælikvarða þeirra tíma — og flytja á annað
landshorn, þar sem allt þurfti að byggja upp frá rótum
í annað sinn.
Sama má segja um fólkið í Austur-Skaftafellssýslu.
Heima er bezt 177