Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 35
388. Mikki hafði skroppið snuðrandi út í skóginn, en kom nú sem kólfi væri skotið. Hann sér óðar til garðstjórans og eltir hann viðstöðulaust. Mikki nær hon- um brátt og hangir í kápulafi hans. 389. Garðstjórinn nemur staðar, skamm- ar Mikka og hótar honum öllu illu. Mikki þeytistgjammandi í kringumhann og glefsar loks bréfið úr hendi hans og tekur svo sprettinn i áttina til okkar. 390. Ég kalla hátt á Mikka, og hann kemur óðar til mín með bréfið. Ég sting bréfinu í vasann og segi við Serki, að nú skulum við laumast ofan að ánni í snatri, og það lízt honum vel á. 391. Niðri við ána getum við tekið róðrarbát Kötu gömlu og róið yfir ána. Við vitum, að bátinn hefðum við fengið að láni hvort sem er. Við finnum strax bátinn og leggjum af stað. 392. Allt gengur að óskum. Hér úti á ánni erum við öruggir .... Nei, einhver ýtir kænu á flot skammt í burtu. Garð- stjórinn! Hann hefur elt okkur og náð í kænu og rær nú af kappi á eftir okkur. 393. Ég ræ af öllum kröftum. Og aldrei hef ég þreytt annan eins róður .... En erfiði mitt er árangurslaust. Fjandmað- ur okkar er fullorðið karlmenni, og brátt heíur hann náð okkur. 396. Serkir spyrnir á móti af öllum mætti. Og garðstjórinn tekur einnig við- spyrnu. En allt í einu slakar Serkir á drættinum og ýtir samtímis hart með hakanum við andstæðingnum, svo að hann missir jafnvægið. 394. Serkir er samt ekki á því að gef- ast upp fyrr en í fulla hnefana. Hann verður heldur ekki ráðalaus. Hann tek- ur krókstjakann og ýtir kænunni burt, þegar hún kemur of nærri okkur. 395. Eldsnöggt sleppir garðstjórinn ár- unum og þrífur í krókstjakann. Serkir reynir að kippa stjakanum úr höndum hans, en garðstjórinn heldur þrælfast og hyggst draga stjakann úr höndum Serkis.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.