Heima er bezt - 01.05.1965, Side 32
NOTIÐ AUGUN - SJAIÐ MUNINN
Lokaþáttur verálaunagetraunarinnar um ATLAS
frystikistu eáa kæ Iiskáp aá verðmæti kr. 15.200.00
Nú er komið að 5. og síðasta þætti hinnar spennandi verð-
launagetraunar um ATLAS kæliskápinn, og þrautin er alveg
á sama hátt og undanfarin skipti. Hér á síðunni sjáið þið
tvær Ijósmyndir, sem við fyrstu sýn virðast vera nákvæmlega
eins, en við nánari athugun kemur í ljós, að á neðri myndina
vantar 5 atriði, sem eru á þeirri efri, og galdurinn er þá í því
fólginn að sjá út hvaða atriði þetta eru.
Eins og að framan getur, þá er þetta 5. og þar með loka-
þáttur getraunarinnar, og það eru þess vegna samtals 25 at-
riði, sem þið eigið að finna á hinum mismunandi ljósmynd-
um í öllum 5 þáttum getraunarinnar. Þegar þið eruð viss um
að hafa haft upp á öllum þessum 25 atriðum, þá skrifið þið
ráðninguna á blað, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, og
sendið síðan svörin til Heima er bezt, pósthólf 558, Akureyri.
Berist fleiri en ein rétt ráðning, verður nafn sigurvegarans
dregið út. Svörin þurfa að hafa borizt til afgreiðslu HEB fyr-
ir 20. júní 1965.
Svo þegar hinn lánsami sigurvegari er fundinn, mun hann
heyra nánar frá oss, því eins og allir vita, getur sigurvegarinn
sjálfur ákveðið hvaða tegund af ATLAS frystikistum eða
kæliskápum hann óskar sér í verðlaun. Verðmæti verðlaun-
anna er kr. 13.200.00, en ef sigurvegarinn kýs heldur að fá
ennþá stærri og dýrari frystikistu eða kæliskáp, þá er það líka
mögulegt, bara með því að hann greiði sjálfur þann verðmis-
mun sem um yrði að ræða.
| TIL FÖNIX S.F., SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK - ;
? Sendið undirrit. ATLAS myndalista, sem sýnir allar gerðir
Z kæli- og frystitækjanna og veitir nákvæmar upplýsingar. j!
J Nafn
Heimili
192 Heima er bezt