Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 21
Kristján, einstakur heiðursmaður, hægur og orðfár og
afburða fjármaður. Um ætt hans skal þess aðeins getið,
að hann og listmálarinn mikli, Ásgrímur Jónsson, voru
systkinasynir. En ekkert vissi Kristján um þann skyld-
leika.
Nú er skemmst af því að segja, að sveitungar mínir
tóku sig saman um það, að senda tafarlaust mann til
Kristjáns og biðja hann að koma með tíkina sína, til
að leita að fénu, sem var í fönninni. (Þá var enginn
sími kominn í þessar sveitir.) Mér var falið að fara
ferð þessa, sem mundi taka tvo daga, því að hvor leið-
in var hæfileg dagleið fyrir gangandi mann. — Kristján
tók vel erindi mínu. Sagði að það hefði farið mun færra
fé í fönn í hans sveit, og að hann væri búinn að finna
það flest með aðstoð tíkarinnar. Hann sagðist því skyldi
koma eftir einn eða tvo daga, og það efndi hann dyggi-
lega. — Það þarf svo ekki að orðlengja það, að Kristján
kom, og var honum fylgt bæ frá bæ um endilanga sveit-
ina, og fann tíkin hans fjölda fjár í fönninni, flest lif-
andi. Venjulega var í fylgd með honum flokkur manna.
Og þegar tíkin hafði vísað á kindur í fönninni, tóku
sumir til að grafa í fönnina, en aðrir fylgdu Kristjáni á
aðrar fannir, sem enn voru ókannaðar. Þannig gekk
þetta dag eftir dag, þar til búið var að kanna allar þær
fannir, sem mönnum gat til hugar komið, að fé væri að
finna. Sumir höfðu þá heimt allt er þá vantaði, en aðra
vantaði aðeins fáeinar kindur. En á einu heimili fannst
þó ekkert. Ærnar tólf, sem vantaði á mínu heimili fund-
, ust aldrei. Þótti það næsta furðulegt, þar sem að hver
einasta fönn í landareigninni var könnuð, og leitað var
hvarvetna, þar sem nokkur von var að leynzt gæti
svona stór hópur.
Rétt er að geta þess hvernig tíkin hagaði sér, þegar
verið var að leita með henni. Það var segin saga, að
kæmi hún á fönn, þar sem lifandi fé var undir, þá krafs-
aði hún niður í fönnina með miklum ákafa og gleði-
látum. En væri hinsvegar einungis dauðar kindur undir
fönninni, þá gekk hún í hring umhverfis staðinn og þef-
aði aðeins ofan í fönnina, en krafsaði ekkert. Einu sinni
lék hún dálítið á okkur, og höfðum við raunar gaman
af því, því að hér sýndi hún slíka fádæma þefvísi, að
það var hverjum manni gjörsamlega óskiljanlegt. Sagan
um það er þannig: Við vorum nokkrir saman með
Kristjáni og gengum fönn af fönn og veittum tíkinni
nákvæma athygli. Skyndilega stanzar tíkin, þefar ofan
í fönnina, gengur lítinn hring og setur upp ólundar-
svip. „Hér er dauð kind í fönninni,“ sögðum við hver
við annan, og vorum alveg vissir í þessu samkvæmt
reynslunni. Síðan tóku menn til að grafa, en aðrir héldu
áfram með Kristjáni. Fönnin reyndist meira en mann-
hæðar djúp, og var ekki slegið slöku við gröftinn fyrri
en komið var til botns. En þarna fannst þá engin kind,
heldur einungis ein lóa, sem hafði orðið eftir, og sálast
þarna þegar félagar hennar flugu til suðlægra landa um
haustið. Við tókum lóuna og þefuðum af henni vand-
lega, en fundum ekki minnsta þef af henni. Hún hafði
auðsjáanlega verið orðin hörð og skorpin, þegar byl-
Kristján Magnússon.
inn gerði. En hvernig gat þá tíkin fundið þefinn af
henni gegnum þriggja álna skafl? Það var leyndarmálið.
Þegar Kristján hafði lokið göngu sinni, og leitað hafði
verið hvarvetna, þar sem nokkur von var til þess, að
kindur væri að finna í fönninni, þá hélt hann heimleið-
is og fylgdi honum mikið þakklæti og velvildarhugur
allra, En þá var líka litla tíkin hans orðin þreytt og
niðurdregin, enda var búin vel að gjöra. Verst þótti
húsfreyjunum á bæjunum, hvað litla tíkin var alltaf
lystarlaus, en við því var ekkert að gjöra. Það var reynt
allt sem í mannlegu valdi stóð til að auka lystina, en
það bar lítinn árangur.
Veturinn 1912—1913 mátti heita léttur eftir þetta.
Nokkru fyrir sumarmál gerði öndvegistíð og tók þá
snjó að leysa. Jafnvel stórfennið lét ásjá, og fannirnar
minnkuðu með hverjum deginum sem leið.
Nokkru fyrir sumarmálin týndust 3 ær frá mínu
heimili. Ég átti eina þeirra. Það var golsótt ær, sem ég
hafði miklar mætur á. Ég leitaði ánna dag eftir dag, en
fann þær ekki. Aldrei upplýstist hvað af þeim hafði
orðið, því að það fannst aldrei hold né hár af þeim.
í einni þessari leitarferð minni, rakst ég á staðinn, þar
sem æmar tólf höfðu farizt í nóvemberbyrjun. Sumar
höfðu kafnað strax, en flestar soltið í hel. Þarna upp-
lýstist hversvegna tíkin hans Kristjáns fann aldrei hóp-
inn. Við höfðum gengið eftir gríðarstórri fönn, örstutt
norðan við staðinn, þar sem ærnar voru, en aldrei kom-
Framhald á bls. 188.
Heima er bezt 181