Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 12
S. B. OLSON: LANDNAMSÞÆTTIR FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI (Framhald) Það var einn rosabólginn frostmorgun í marz, að ég var að arka niður Aðalstræti með þungar körfur í báð- um höndum. Þegar ég kom á gatnamót Aðalstrætis og Portage, sá ég hvar dökkleitur hlutur lá á sporvagns- teini, líkt og hann hefði verið lagður þar til hæfis til að merjast sundur af hjólum vagnsins, sem nú kom á hraðri ferð. An þess að gefa hættunni gaum, hljóp ég til og þreif upp gripinn og forðaði mér svo frá vagn- inum. Það tókst með þeim naumindum, að fyrst á eft- ir titraði ég eins og lauf. En mikil var undrun mín, er ég opnaði leðurmöppuna og sá þar, auk ávísana og bréfa, stóra peningaupphæð í ýmsum gerðum af banka- seðlum. Mér ógnaði að hafa þessa peningahrúgu undir höndum, og var það mín fyrsta hugsun, að koma henni á öruggan stað. Tróð ég veskinu snarlega í frakka- brjóstvasann, lauk við að bera út vörurnar og skundaði svo sem hraðast heim í búðina, til að segja húsbónda mínum frá þessu og selja honum veskið í hendur. M. E. varð orðlaus og kallaði bróður sinn, J. K., til ráða. Alyktuðu þeir að lokum, að sendimaður eins bankans, sem þeir tiltóku, hefði verið í innköllunarleiðangri og týnt veskinu. Við gátum allir hugsað okkur sálarangist þessa aumingja sendimanns, hver sem hann væri, og lét J. K. það ekki dragast, að hringja til bankans. Eftir stutt símasamtal sneri J. K. sér að mér og segir, að hann hafi getið sér hins rétta til, og að sendimaðurinn sé himinglaður, enda þungum steini af honum létt, og beiðist þess, að ég hitti hann í fordyri bankans og af- hendi honum seðlaveskið. Húsbóndi minn fullvissaði mig um, að ég mundi fá rífleg fundarlaun, því að ef peningarnir hefðu tapazt, hefði bankaþjónninn komizt í alvarleg vandræði og — sennilega misst stöðuna. Þegar ég kom í bankann, varð fyrir mér ungfullorðinn maður, rétt innan við útidyrn- ar. Hann var hrjáður ásýndum af ugg og ótta, en hým- aði við, er hann sá peningaböggulinn. Hann var ekki lengi að ganga úr skugga um, að peningamir voru ósnertir, og víkur sér þá að mér og hrósar mér með eldlegri mælsku fyrir ráðvendni mína, vitsmuni, skil- semi og alhliða sálargöfgi. Þakkaði hann mér svo með ótal fögrum orðum og sagði að ég verðskuldaði vera- lega góð fundarlaun, en því miður væri hann peninga- laus í bili, — fékk mér svo 25 sent, sagði mér að koma daginn eftir og þá mundi hann láta mig fá meira. Engin orð fá lýst vonbrigðum mínum og gremju, og húsbændur mínir urðu mjög hneykslaðir, er ég sagði þeim frá þessu móti. Seinna var mér sagt, að ef ég hefði beðið þangað til að auglýst hefði verið eftir seðlavesk- inu, hefði ég áreiðanlega hlotið myndarleg fundarlaun. Daginn eftir fór ég aftur niður í bankann, og banka- þjónninn endurtók fögur orð sín, hrós og viðurkenn- ing fyrir ráðvendni mína, en hann bauð engin frekari fundarlaun. Eg var niðurdreginn og sármeiddur, þegar ég ranglaði til baka upp í búðina. Einhver fundarlaun, þótt lítil hefðu verið, hefðu verið mér svo dýrmæt á þeim örðuga tíma. Og skoðun mín á manneðlinu tók dýfu — langar leiðir niður. Skömmu eftir þetta fór ég frá Wright-bræðranum og fór að vinna í „Skóbúð Dodds“ að vestanverðu við Aðalstræti, nálægt Portage-götu. Þetta var betri vinna, — alls engin erfiðisvinna, mest snúningar, sópun og til- tekt í búðinni. En kaupið var hið sama, 3 dollarar á viku. Hr. Dodd var maður, sem ánægjulegt var að vinna hjá, jafnlyndur og kyrrlátur í dagfari. Landbúnaðarvinna. Um miðjan ágúst skrifar pabbi mér og segir, að ég geti fengið atvinnu, ef ég vilji, úti á Vatnsströnd (Lake- side) við heyskap og komuppskera. Kaupið sé 20 doll- arar á mánuði, auk fæðis. Við tilhugsunina um svo ótrúlega auðsöfnun hikaði ég ekki við að taka þessu, þótt vel vissi ég, að ærin stritvinna væri. Ég var kom- inn á 17. ár, sterkur vel og heilsugóður, og taldi mig hafa nægilegt þrek til áreynslunnar, sem slík vinna út- heimti. Þegar heim kom, sá ég að þar var talsverð breyting á orðin. Reist hafði verið allstórt bjálkahús með efri- hæð og aðbyggðu eldhúsi. Framhlið hússins vissi í aust- ur og milli þess og gamla kofans var 6 feta breitt sund, og vora kofadymar og eldhúsdymar hvor gegnt ann- arri. Eftir fárra daga dvöl heima hélt ég á minn nýja vinnustað, um 3 mílur heiman frá okkur. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.