Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 22
hrumur og með meiri ellimörkum en algengt er á þeim aldri, var t. d. mjög kulsæll, og gat alls ekki komizt á hestbak hjálparlaust, enda í þungum og loðfóðruðum yfirfrakka og mikið dúðaður. Lítillar skólagöngu mun hann hafi notið, og þóttist ég meðal annars sjá það í nokkrum bréfum, sem ég fékk frá honum, skrifuðum í Noregi eftir að hann var hér. Lítill bókamaður mun hann hafa verið, og enginn gáfumaður, að mér fannst. En áhugi hans og samvizkusemi við þetta útrýmingar- starf var frábær. Og lagni hans við að sætta menn á böðunina, þá sem óánægðastir voru, var mér aðdáunar- efni.“ Starf Myklestads bar mikinn og góðan árangur. Þótt ekki tækist að útrýma maurnum að fullu, beið hann þó svo mikið afhroð, að í meira en hálfa öld hefir hann ekki — mér vitanlega — unnið bænduni neitt tjón. Og með vel framkvæmdum árlegum þrifaböðum, mun hann aldrei valda bændum tjóni. Að nokkrir maurar héldu lífi eftir böðunina, mun hafa stafað af of lítilli vand- virkni eða mistökum við suðu tóbaksins og böðunina. Ma líka vera, að sums staðar hafi féð ekld verið haft inni hinn fyrirskipaða tíma. Því sú staðreynd, að fjár- kláðinn hvarf alveg úr heilum sveitum, þar sem hann var þó orðinn magnaður, sýnir ótvírætt, að sú kenning Myklestads var rétt, að ein böðun nægði til útrýmingar maursins, ef setturn reglum var vel og samvizkulega fvlgt. Islenzka þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þennan mæta norska frænda okkar. Ættu bændur lands- ins að hlutast til um að minningu þessa sómamanns væri sýndur einhver virðingarvottur þótt seint sé. Eftir þennan útúrdúr vík ég þá aftur að því, sem fyrr var frá horfið. Haustið 1903 þegar fjárbaðanir til útrýmingar fjár- kláðans hófust, var ég skipaður baðstjóri í nokkrum hluta Tjörnesshrepps — hafði byrjað búskap á Héðins- höfða um vorið. Og um miðsvetrarleytið, er skoðanir á hinu baðaða sauðfé hófust, var mér falið að fram- kvæma skoðun í Tjörnesshreppi og Keldunesshreppi. Ég byrjaði skoðun á fremsta bæ í Reykjahverfi og skoðaði allt fé í suðurhluta Tjörnesshrepps að Héðins- höfða — Húsavík meðtalin, sem þá var hluti Tjörness- hrepps, eins og Reykjahverfið. Að því búnu fór ég norð- ur í Kelduhverfi og hóf skoðun í Svínadal, sem þá var syðsti bær sveitarinnar, langt frá öðrum mannabyggð- um vestan Jökulsár, og nú í eyði. Skoðaði ég svo í bæj- um sveitarinnar á bakaleiðinni og gisti í Lóni síðustu nóttina, sem ég var í Hverfinu. Daginn eftir að aflokinni skoðun á fénu í Lóni og á bæjunum þar vestan við — Fjöllum og Auðbjargarstöð- um — lagði ég af stað, um dagsetursbil, norður yfir svo nefndar Brekkur, að Bangastöðum, sem þá var nyrsti bær sveitarinnar, en nú kominn í eyði fyrir nokkrum árum. Var sú leið talin tveggja stunda ganga að sumar- lagi. Veðrátta hafði verið stirð og talsvert snjófall undan- farna daga. Var djúpur snjór og vondur broti með köfl- um á Brekkunum, en ég skíðalaus. Það tók ekki langan tíma að skoða féð á Bangastöð- um, því þar bjó bláfátækur bóndi, Friðrik Jónsson að nafni. Langaði mig mjög að setjast þar að, því ég var orðinn sárþreyttur af að kafa snjóinn á Brekkunum, eft- ir að hafa staðið hálfboginn allan daginn við að þukla og þreifa á fénu, sem var mjög þreytandi verk og sér- staklega mikil bakraun. Af ýmsum ástæðum ákvað ég þó að fara til gistingar að næsta bæ — Máná — þótt mér ægði sú ganga, því þangað var talin álíka vegalengd og yfir Brekkurnar. Fljótt varð mér ljóst, er ég tók að brjóta fönnina frá Bangastöðum, að ég myndi fá mig fullkeyptan af að ná að Máná um kvöldið eða nóttina. Mér sóttist leiðin seint, og þreytan óx jafnt og þétt. Og áður en ég náði að Mánárseli, sem er eyðibýli, tæplega miðleiðis þegar far- ið er frá Bangastöðum, fann ég vel að kraftarnir fjör- uðu óðum út. — Ég hafði legið í vondri taugaveiki yfir allan sláttinn sumarið áður, og var ekki búinn að ná fullum kröftum eftir leguna. Á Mánárseli fleygði ég mér niður. En ég hvíldi mig þó aðeins stutta stund, því mig sótti strax mikill svefn. F.n ég vissi, að ef ég sofnaði, mundi ég ekki vakna aftur til þessa lífs, því frost var all mikið. Knararbrekkan er aðeins spölkorn vestan við iVIánár- sel. hún er ekki há, en brött. Og mikinn snjó hafði sett í hana. Og þegar ég náði brekkubrúninni, var ég svo að þroturn kominn, að ég taldi litla von um að ég næði að Máná. Og þótt ég kæmist þangað seint og um síðir, yrði fólkið þar fyrir löngu gengið til hvílu, svo ég yrði að vekja það. En að vekja fólk af værum blundi, hafði mér ætíð þótt illt verk, og reynt að forðast það eftir megni. Ég fór að íhuga hvort ekki væri hægt að taka eitthvað annað til bragðs. Og þá datt mér strax gott ráð í hug. Snertuspöl frá þeim stað, sem ég var staddur á, var beitarhús frá Máná niður við sjóinn, er nefndist Hval- tjarnarhús. Ég vissi að bóndinn á Máná, Sigurður Jóns- son, hafði geldfé sitt þar. Með því að fara þangað og hafa náttból í húsinu gat ég slegið margar flugur í einu höggi, komizt úr yfirvofandi háska og fengið fljótt sár- þráða hvíld. Og komizt hjá því að vekja upp á Máná, ef ég næði þangað. Auk þess gat ég sparað mér tæplega tveggja stunda göngu daginn eftir, milli bæjar og beit- arhúsa. Fannst mér alveg sjálfsagt að bregða á þetta ráð, ef ekki hefði verið ein ástæða, sem mælti mjög á móti því. Það var myrkfælnin. Það var dálítið sérstakt við þetta beitarhús, sem jók mikið óhug minn á því að hafa þar náttstað. Fyrir nokkr- um árum hafði gömul niðursetulcerling á Máná tekið sér það bessaleyfi, að hefja för sína til annars heims með því að ganga í sjóinn. Ægir skilaði líkinu nokkru seinna á land. En ekki hafði kerlingu farið fram á ferðalaginu. xVIarflærnar höfðu gætt sér vel á líkama hennar. O" and- lit hennar var mjög illa leikið og þótti ægilegt ásýndum. 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.