Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 34
Neró sló skottinu fast niður í steininn, svo vatnið
ýrðist í allar áttir, hann var með þessu að gefa til kynna
samþykki sitt á skoðun Hönnu.
— Eigum við að vita hvort selurinn sem var hérna
áðan, reynist ekki betri vinur en til dæmis Sonja? Hún
er regluleg hlaupasmetta, þorir ekki neitt og er alls ekki
skemmtileg, bætti Hanna við ofurlítið lægra.
Neró nennti ekki að tala meir um Sonju, hann hafði
komið auga á tilvonandi vin þeirra, sem smáfærði sig
nær steininum aftur forvitinn á svip.
— Hæ, kallinn. — Viltu koma upp til okkar? kallaði
Hanna, en það hefði hún ekki átt að gera, því selurinn
hrökk svo við, að hann bókstaflega hvarf ofan í sjóinn,
hraðar en hann hafði nokkru sinni gert fyrr á ævinni.
— Hvaða óttaleg hávaðabjalla er þetta eiginlega, taut-
aði hann við sjálfan sig, þegar hann loks varð að koma
upp aftur til að anda, langt utan við steininn.
— Selur verður bara hjartveikur af þessum óhljóðum
í stelpunni, hundurinn er þó skömminni til skárri. Gam-
an væri að fá þau í kappsund, en hvernig ætti ég að
fara að því?
Selurinn velti vöngum spekingslegur á svip, en ekk-
ert ráð datt honum í hug. —
— Það er bezt að skríða upp á heitan stein og láta
sólina verma sig, þá dettur mér svo anzi margt gott í
hug, tautaði hann hátíðlegur á svip, teygði sig betur
upp úr sjónum til að sjá hvar stytzt væri að góðri klöpp,
og stakk sér síðan í kaf og synti á methraða út að næsta
skeri.
XVII.
Áhyggjur ömmu.
Amma var áhyggjufull.
— Hvað er að stelpunni? sagði hún við afa, — ég get
varla sagt að ég sjái hana þessa síðustu daga, og málstirð
er hún líka orðin. Það er varla að hún svari mér, þótt
ég tali til hennar.
— Hún er að vaxa, anzaði afi.
— Að vaxa, hnussaði í ömmu, — sér er nú hver vizk-
an sem þér getur dottið í hug. — Að vaxa, skyldi enginn
hafa vaxið fyrr. — Það var mikil fyrirlitning í rödd
ömmu.
— Ef til vill er hún bara ástfangin, skaut afi inn í
glettinn á svip.
— Jæja, Brynjólfur Jónsson, sagði amma fastmælt. —
Ég held að ef tíu ára krakkinn....
— O — á ellefta ári, muldraði afi í skeggið.
— Tíu ára sagði ég, sagði amma og hækkaði róminn,
— og ef þú heldur að tíu ára krakkinn sé ástfanginn, þá
held ég að þú sért að ganga í barndóm, eða jafnvel orð-
inn elliær. Það er geðslegt að búa við þetta.
— Æi, vertu nú ekki svona armædd, elskan mín,
sagði afi, tók utan um ömmu og kyssti hana aftan við
eyrað.
Amma vék sér undan.
— Hver heldurðu að vilji kyssa þetta andstyggðar
skegg þitt, fullt af tóbaki og mosa og guð veit hverju,
sagði hún en gat þó ekki varist hlátri.
— Hvernig þú getur látið, kona, sagði afi og þóttist
vera móðgaður. Fyrst hárið vill ekki tolla á kúpunni á
mér, verð ég að fá að hafa skeggið. Hvernig heldurðu
að þér liði bersköllóttri? Ég skal segja þér að hefði ég
ekki skeggið til að státa af, fyndist mér ég vera alls-
nakinn og þyrði aldrei að láta nokkurn mann sjá mig.
— Ó, ekki, vesalingurinn, þú hefir löngum feiminn
verið, tautaði amma, en nú vék hún sér ekki undan,
þótt afi kyssti hana rembingskoss á vangann.
Svo sleppti hann henni og settist á rúmið sitt og
dæsti, dró síðan upp tóbaksdósirnar, sló nokkrum sinn-
um á lokið á þeim með vísifingri, þungt hugsi á svip,
opnaði þær síðan og fékk sér duglega í nefið.
— Jamm og jamm, óneitanlega hefir sletzt upp á vin-
skapinn hjá henni og þeirn þama á heimabænum, ég hefi
bara ekki viljað spyrja hana að því hvað það sé, tautaði
hann lágt.
— Og svo skröltir hún á þessu bátskríli út um allan
sjó, svo ég er dauðhrædd um hana, sagði amma.
— Látum hana í friði meðan þetta er að moltna úr
henni. Það líður varla á löngu áður en hún jafnar sig.
— Jæja, jæja, þú alvitri afi, látum hana þá eiga sig,
sagði amma og stundi þungan.
XVIII.
Sonja leitar sátta.
— Hvað er eiginlega að hjá ykkur Hönnu Maríu, því
eruð þið hættar að vera saman? spurði Aki systur sína
einn daginn, þegar hann kom að henni sitjandi ofan við
bæ ósköp armædda á svipinn.
— Hanna vill ekki vera með mér, svaraði Sonja.
— Hvernig stendur á því?
— Það veit ég ekki.
Áki settist á þúfu við hlið Sonju.
— Hvenær hættuð þið að vera saman og vera vin-
konur?
— Þegar Sverrir datt í sjóinn.
— Datt mér ekki í hug, sagði Áki, — svo hefir mamma
orðið reið, og þú kennt Hönnu um allt saman til að
losna við skammirnar?
Sonja samþykkti þetta með þögninni.
— Þú ert dálagleg vinkona, eða hitt þó heldur. Hver
heldurðu vilji vera með þér fyrst þú ert svona?
Sonja fór að vola:
— Mér leiðist svo hér, enginn til að leika sér við nema
Sverrir, sem er ekkert nema óþægðin.
230 Heima er bezt