Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 32
I ^
\ ^| ™ 1 I
mhdafer DÆGURLAGAádttcvuK*
Kona á Norðfirði sendir þættinum bréf og þar segir
hún meðal annars þetta:
„Þegar ég var lítil telpa, heyrði ég farið með kvæði,
sem nefnt var: Gunnlaugur ormstunga. Ég hef leitað að
þessu kvæði í Ijóðabókum en hvergi fundið. Ég kann
aðeins tvö erindi, og ef til vill eru þau ekki einu sinni
rétt. Þau eru svona:
Gunnlaugur veiztu það vinur,
að von mín snýst öll um þig?
Aðeins hjá skrautlegu skykkjunni þinni
skynja ég sjálfa mig.
Hún er mér hlýrri og kærri,
en hjarta míns eiginmanns,
því dvel ég þar stundum á daginn
og drekki atlotum hans.
Ég þakka frúnni kærlega bréfið og ég verð að segja
sama og hún um það, að ég hef hvergi séð þetta ljóð á
prenti og ég minnist þess ekki heldur, að hafa nokkurn
tíma heyrt það.
Vænt þætti mér um, ef einhverjir lesendur þeSsa þátt-
ar í Heima er bezt, létu mig vita, ef þeir könnuðust við
þetta kvæði, eða vissu um höfund þess.
í nokkrum bréfum hefur verið beðið um ljóðið Síldar-
stúlkurnar, en það var þjóðhátíðalag Vestmanneyinga
sumarið 1953. Ljóðið er eftir Ása í Bæ, en lagið eftir
Oddgeir Kristjánsson.
Berti Möller hefur sungið það á hljómplötu með
hljómsveit Svavars Gests.
SÍLDARSTÚLKURNAR
Þær heilsuðu okkur með svellandi söng
síldarstúlkurnar,
og þá voru kvöldin svo ljós og löng,
en ljúfastar næturnar. —
Því við vorum ung og ástin hrein
og ólgandi hjartans blóð.
Og sumarið leið og sólin skein,
og síldin á miðunum óð.
Ennþá er mér í minni
meyjarbros og tár,
skellóttur skýluklútur
skollitað undir hár,
glettni í gráum augum
gamanyrði á vör,
dansinn á bátabryggju
blossandi æskufjör.
Spriklandi silfur í sólareldi,
sökkhlaðinn bátur í áfangastað,
landað í skyndi og kysst að kveldi.
Kannastu bróðir við lífið það?
Köld eru kynni haustsins,
kveðjustundin sár,
ennþá er mér í minni
meyjarbros og tár.
Þá birtist hér annað þjóðhátíðaljóð Vestmanneyinga
frá hátíðinni 1961. Berti Möller hefur sungið þetta Ijóð
inn á hljómplötu með hljómsveit Svavars Gests. Lagið
er eftir Oddgeir Kristjánsson, en Ijóðið eftir Ása í Bæ.
SÓLBRÚNIR VANGAR
x Sólbrúnir vangar, siglandi ský
og sumar í augum þér.
Angandi gróður, golan hlý,
og gleðin í hjarta mér.
Söngur í lofti, sólin skær,
og svo eru brosin þín
yndislegri en allt, sem grær
og ilmar og hjalar og skín. —
Ástin og undrið
æskunnar förunautar
nemum og njótum
næði meðan gefst.
Látum því daga líða á ný
með Ijóð af vörum mér
sólbrúna vanga, siglandi ský
og sumar í augum þér.
Hér kemur svo að lokum þriðja Ijóðið í þessum þætti
eftir hið velþekkta Ijóðskáld Vestmannaeyinga Ása í Bæ.
Ljóðið heitir:
ÉG VEIT AÐ ÞÚ KEMUR
Ég veit að þú kemur í kvöld til mín,
þó kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var
sko, áður en þú veizt, — þú veizt
og þetta eina, sem útaf bar
okkar í milli í friði leyst.
— Og seinna, þegar tunglið
hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn,
sem við elskum, þú og ég.
Ég veit að þú lcemur í kvöld til mín,
þó kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.
Fleiri Ijóð birtast ekki að sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
228 Heima er bezt