Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 36
litla knapans sem gekk illa að halda jafnvæginu, hve
lipurlega sem Neró reyndi að ganga.
Sonja og Hanna gutu augum hvor til annarrar, en
ekki töluðust þær við. Áki stakk upp á að þær héldu
áfram að tína skeljar, sem þær gætu svo stofnað búskap
með, hann færi heim með Sverri og segði mömmu sinni
frá, að þeir hefðu verið að baða sig. Sonju skildist að
með þessu myndi hún losna við að gefa nokkra skýrslu
um málið heima og var lifandi fegin.
— Eigum við að verða eftir? spurði hún og leit til
Hönnu.
— Mér er sama, svaraði Hanna og sparkaði tánni nið-
ur í sandinn.
— Allt í lagi, sagði Áki, þá verðið þið eftir, en svo
mætum við öll á ráðstefnu niðri í Koti klukkan níu í
kvöld. Svo veifaði hann til þeirra í kveðjuskyni.
XIX.
Ráðstefnan.
Ráðstefnan var haldin í varpanum vestan við bæinn
að ráði afa. Hann vissi að amma ætlaði að gefa þeim eitt-
hvað gott á eftir og vildi helzt ekki hafa þau inni á með-
an hún útbyggi það.
Þau lögðust og settust í grænt grasið, sem var alþakið
fíflum og sóleyjum. Hanna og Sonja fóru strax að flétta
sér hálsfestar og höfuðskraut. Það fór hið bezta á með
þeim og var auðséð að þær voru alsáttar. Neró lá á
milli þeirra, lafmóður af hitanum, hann dauðlangaði í
bað, en nennti ekki að fara einn.
Loks kom afi, og þá voru allir mættir. Hann leit
glettnislega á hópinn, dró upp sínar ómissandi tóbaks-
dósir og bauð í nefið. Óli fékk sér nokkur korn og saug
þau rösklega upp í aðra nösina.
— Jamm og jamm, sá þykir mér hraustur, sagði afi
og beið brosandi eftir áhrifunum.
Þau létu heldur ekki á sér standa. Óli hnerraði og
hnerraði á fárra sekúndna fresti. Hin veltust um af
hlátri. Óli ætlaði að segja eitthvað, en það varð aldrei
neitt úr því, þar til hann loks gat stunið upp:
— Þetta var svei mér hressandi, þakka þér fyrir.
— Þú vilt máske í hina nösina líka? sagði afi örlátur
og rétti fram dósirnar.
— Nei, nei, þakka þér kærlega fyrir, ég ætla að eiga
það inni, til góða, þar til seinna, stundi ÓIi hlæjandi
og þurrkaði tárin úr augunum.
— Nú er ég svo vel hress, að ég er til í að taka að
mér fundarstjórn.
Að svo mæltu reis hann á fætur, ræskti sig og hóstaði
ofurlítið. — Honum var ekki í svipinn vel Ijóst, hvernig
fundir væru settir.
— Eftir hverju ertu að bíða? spurði Áki.
Óli rak tunguna út úr sér framan í bróður sinn og
gretti sig, síðan tók hann til máls:
— Menn og konur, hundar, sauðfé og aðrir þeir sem
viðstaddir eru hér á þessari stund, ég býð ykkur öll vel-
komin og vona að umræður um það eina mál, sem á
dagskrá er, verði heitar og kappsamar. Öllum er frjálst
að láta skoðun sína í ljós, en ég mælist til, að ekki haldi
ræður fleiri en einn í einu. Þar sem búast má við, að
fundurinn verði alllangur, ætla ég ekki að tefja tímann
með neinum orðalengingum, en segi hér með hinn fyrsta
fund í Félagi kofabyggjenda settan.
Óli settist niður og lézt þurrka svitann af enni sér.
Allir viðstaddir klöppuðu honum lof í lófa, og afi sagði
að þetta hefði verið anzvíti góð ræða hjá stráknum, sér
kæmi ekki á óvart, þótt hann ætti eftir að komast á
þing.
Afi bað fyrstur um orðið. Hann sagði að sér væri ekki
vel ljóst, hvað þau ætluðu sér, en eftir því sem Hanna
María hefði sagt sér, stæði til að endurreisa byggð í
Lyngey.
Fundurinn stóð nærri tvo tíma, en þá voru líka allir
sammála um ágæti þess að eiga sér sel, svo þau gætu
farið í útilegur við og við og lifað villimannalífi, eins
og afi komst að orði.
Neró og Harpa voru nú öll orðin blómum skreytt,
auk þess sem stelpurnar litu út eins og blómadrottning-
ar. Ámma hafði við og við verið að gá út um bæjar-
dyrnar, en ekki vildi hún sitja fundinn, þó þau marg-
bæðu hana að koma.
Loks sá hún að þau væru farin að standa upp, og hún
kom þá og bauð þeim upp á ofurlitla hressingu undir
svefninn. Var því vel tekið, og súkkulaðið hennar ömmu
og kökurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Afi sagði
sögur, svo allir veltust um af hlátri. Hanna María var
alveg viss um, að enginn kynni eins mikið af sögum og
segði eins skemmtilega frá og afi.
Seinna þegar þau í heimabænum voru búin að þakka
fyrir sig, bjóða góða nótt og farin, kyssti Hanna María
afa og ömmu vel og sagði, að hún væri alveg hárviss
um, að þau væru lang-lang-beztu afa og ömmu hjón í
öllum heiminum!
XX.
Kirkjuferð.
Eftir hádegi á sunnudaginn þurfti afi að fara til kirkj-
unnar og spila á orgelið, eins og hann var vanur. Amma
stakk upp á því, að það færu sem flestir með honum,
því veðrið væri eins gott og bezt varð á kosið. Færi afi
einn, þá færi hann ríðandi, en yrðu þau fleiri, færi hann
á bát.
Það varð úr að allir fundarmennirnir frá kvöldinu
áður ákváðu að fara, og auk þess amma. Skúli og Benni
ætluðu eitthvað ríðandi um sveitina. Óli sagði að það
232 Heima er bezt