Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 25
blær utan úr heimi. Eimreiðin færði eitthvað af hinni miklu kóngsins Kaupinhöfn heim í íslenzkar sveitir. Mér fannst ég þekkja þá borg í hverjum krók og kima eftir að hafa lesið Hafnarlíf Jóns Aðils. Og þá varð maður ekki síður kunnugur um lýðháskólana dönsku eftir að hafa skyggnst þar um sali undir leiðsögn þeirra Jóns Aðils og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Ég efast um, að önnur lesning hafi vakið meiri löngun mína til skóla- göngu, en þær greinar, þótt ég að vísu brygði síðar á aðrar leiðir en í danska lýðháskóla. „En það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm“. í stuttu máli sagt færði Éimreiðin þjóðinni menningu. En ekkert rit verður til af sjálfu sér. Ófrávíkjanlega tengt við Eimreiðina var nafn stofnanda hennar og fóstra dr. Valtýs Guðmundssonar. Þegar ég komst á legg og hafði bundið tryggðir við Eimreiðina var hina póli- tísku stórsjói, er risu með Valtýskunni tekið mjög að lægja. En samt var dr. Valtýr enn mjög umtalaður og umdeildur. Og fjarri fór því, allt um vinsældir Eimreið- arinnar, að það væru allt fögur orð, sem um hann féllu í heimasveit minni, hinu örugga kjördæmi og æskusveit Hannesar Hafstein. Ég held næstum, að ýmsum hafi þótt það maklegt, þegar einn stórbóndi sveitarinnar, þétt- fullur að vísu, jós úr sér illyrðum yfir dr. Valtý, er fund- um þeirra bar saman af hendingu, að mig minnir við vígslu Hörgárbrúarinnar. En ég fékk snemma hugboð um að ekki myndu allar skammirnar, sem dundu á dr. Valtý á rökum reistar. Maðurinn, sem gaf út Eimreið- ina, hlaut að vera miklu merkari en andstæðingar hans lýstu honum. En svo komu Alþingisrímurnar til sög- unnar, en þar segir: Glæsimenni Valtýr var af virðum flestum bar hann. Þótt um hann þytu örvarnar aldrei smeikur var hann. Minnistæðast úr Alþingisrímunum var mér þó ríman um það, þegar Benedikt Sveinsson vitjaði Valtýs aftur- genginn, og lýsti yfir fylgi sínu við Valtýskuna. Það þótti mér eðliíeg niðurstaða, þegar ég kom síðar til vits og ára. En mikið langaði mig til að sjá þenna umdeilda mann, sem þrisvar á ári sendi okkur Eimreiðina sína heim í fásinni íslenzkra sveita. Lítið óraði mig fyrir því þá, að það mundi fyrir mér liggja að kynnast honum, og sitja langtímum og rabba við hann í stofunni, þar sem Eimreiðin hafði verið búin til íslandsferðar árum saman, og þar sem postulínshundurinn úr Alþingisrímunum sat í háu sæti og sperrti sitt gyllta trýni. Það var þá óendan- lega langur vegur heiman úr Hörgárdal og suður að Eyrarsundi. En ekki vissi ég þá, hversu miklu lengri og örðugri vegurinn var, sem dr. Valtýr hafði fetað, frá Heiðarseli í Gönguskörðum upp í prófessorsstól við Hafnarháskóla. En árin liðu, og einn góðan veðurdag stóð ég augliti til auglitis við dr. Valtý á heimili hans, og naut hinnar Dr. Valtýr Guðmunclsson. ástúðlegu gestrisni hans og samræðna við hann mörgum sinnum. Varla mun nokkur íslendingur hafa verið ausinn auri jafnákaft og dr. Valtýr var um árabil. Og enn er verið að kasta slettum að kumli hans. Það sézt þar sem víða annars staðar, að Hannes Hafstein hafði rétt fyrir sér, „að lakasti gróðurinn ekki þar er, sem ormarnir helzt vilja naga“. Vafalaust hefir dr. Valtý missýnst um ýmsa hluti, og í hita baráttunnar hefir hann sennilega stund- um látið orð falla eða beitt vopnum, sem ekki voru í samræmi við hugsjónir hans, eða eins og honum hefði bezt samað. En hver er sá maður, sem ekki getur skjátl- ast? Hitt er það, sem víst er, að dr. Valtýr er einn af merkustu mönnum sögu vorrar á síðari tímum. Pólitík hans leysti þann rembihnút, sem íslenzk stjórnmál og frelsisbarátta var komin í fyrir ófrjóan einstefnuakstur á Alþingi árum saman. Dr. Valtýr átti stærri drauma og bjartari hugsjón- ir um viðreisn og framfarir lands og þjóðar andlega og efnalega, en flestir samtíðarmenn hans. Og hann hafði manndóm til að kveðja sér hljóðs um stefnu sína og berjast fyrir henni, þótt svo færi að lokum, að aðrir skæru upp, það sem hann hafði til sáð. í stjórnmálunum ruddi hann brautina og benti á nýjar leiðir, með Eim- reiðinni vann hann ómetanlegt menningarstarf um meira en tvo tugi ára. Og það vita þeir bezt, sem dr. Valtý Heima er bezt 221

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.