Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 37
vissu nú allir, að þeir væru að fara í stelpuleit en afi
sagði að þá ættu þeir einmitt að koma til kirkjunnar, því
allar fallegustu stúlkurnar í sveitinni væru í kirkjukórn-
um.
Hanna María þvoði sér vel og vandlega, og fór að því
búnu í hverja spjör hreina. Hún hafði dálitlar áhyggjur
af því, að Sonja myndi verða fínni en hún, en reyndi
þó að hugsa ekki um það. Sparikjóllinn hennar var rauð-
ur með hvítum kraga og hvítum uppbrotum. Hönnu
þótti verst hvað henni var alltaf voðalega heitt í hon-
um, þá varð hún eldrjóð í kinnum og sveitt í lófunum.
Nú var kjóllinn auk þess orðinn bæði of stuttur og
þröngur. Jafnvel amma sá það og hafði orð á því við
afa, að Hanna þyrfti senn að fá nýjan kjól.
Hanna kveið því bara, að sá kjóll yrði hafður bæði
of víður og síður, því amma fór eftir orðtakinu gamla:
— Barnið vex, en brókin ekki. — Auk þess kunni gamla
konan betur við, að þau efni sem hún lét sauma úr, væru
haldgóð, hún sagðist gefa lítið fyrir þessar kjólfiður sem
ungu stúlkurnar gengju í nú til dags, og smástelpur auk
þess líka.
Sjálf var amma í peysufötum úr þykku og þungu vað-
máli. Hönnu fannst amma ákaflega fín, nærri eins og
drottningin á myndinni frammi í stofunni, þegar hún
var búin að næla á sig hvítt slips og setja upp skotthúf-
una með silfurhólknum, en svuntan var dökk með þver-
röndum. Hanna vildi hafa hana hvíta líka. Hvítt var svo
fínt, fannst henni.
Það lá við að Hanna vesalingurinn hætti við ferðina,
þegar Sonja kom skoppandi í ljósum sumarkjól, hvítum
hálfsokkum og með silkislaufu í hárinu.
— Hæ, sjáðu hvað hún Ninna sendir þér! sagði hún
um leið og hún kom inn í baðstofuna og hélt á lofti
hvítum hárborða.
Hanna María hafði aldrei fyrr haft borða í hárinu,
og amma afsagði alveg að reyna að hnýta hann í slaufu,
það yrði að bíða þangað til Ninna kæmi.
Ninna hnýtti fallega slaufu í hrokkna kollinn, dáðist
að silkimjúku og gljáandi hárinu, en hafði ekki orð á
að neitt væri athugavert við klæðnað stelpunnar. Með
sjálfri sér hugsaði hún, að hún yrði að fá ömmu til að
kaupa fallegt efni í sumarkjól og bjóðast til að sauma
úr því fyrir hana.
Það var eins og amma hefði lesið hugsanir Ninnu:
— Mikið vildi ég að þú kæmir upp kjól fyrir mig á
stelpuangann, hún sprengir þennan bráðum utan af sér.
— Áttu efni? spurði Ninna.
— Nei, en afi gæti nú útvegað það, næst þegar hann
fer í kaupstað, sagði amma.
— Ninna þarf bráðum að fara í kaupstaðinn og kaupa
fyrir mömmu, hún getur keypt í kjól á Hönnu um leið,
Ninna velur svo falleg efni, gall við í Sonju. — Viltu það
ekki, Hanna? viltu ekki að Ninna velji í kjól fyrir þig,
þá er ég viss um að hann verður draumur!
— Tölum um það seinna, nú er mál til komið að halda
af stað, sagði amma og lagði sjalið sitt yfir sig, en Hanna
fór í kápuna, sem einnig var bæði ermastutt og þröng, en
leit út fyrir að vera ný, enda ekki oft verið notuð, þótt
Hanna væri búin að eiga hana í þrjú ár.
Neró var ekki á því að vera heima, hann var kominn
út í bátinn löngu á undan fólkinu og skreið fremst fram
í barka, svo hann sæist ekki. Harpa stóð jarmandi og
vildi fá að vera með, en Hanna strauk hana alla og lofaði
henni að leika lengi við hana næsta sunnudag. Hún yrði
að skilja að presturinn væri bara að messa fyrir fólk, en
ekki fyrir lítil lömb, — og ef Hörpu leiddist ræðan hjá
prestinum, væri hún vís með að fara að jarma, og auk
þess færi varla hjá því, að hún þyrfti að væta gólfið, eða
kannski gera eitthvað enn Ijótara.
Harpa tók engum sönsum, hún vildi fara með og
hjúfraði sig upp að vinkonu sinni.
— Neró, Neró, komdu karlinn, kallaði afi.
Það munaði engu að Neró gætti ekki að sér og gæfi
sig fram, en á síðustu stundu áttaði hann sig, kreisti
aftur augun og hélt fyrir eyrun og lézt ekkert heyra.
— Hvar getur hundkjáninn verið? sagði amma. Hún
hafði breitt gamalt sjal á þóftuna og sezt þar ásamt
Ninnu og Sonju.
Hanna varð að skilja við Hörpu litlu hágrátandi í fjör-
unni, því afi hótaði að fara á undan henni, kæmi hún
ekki undir eins.
Góðri stundu eftir að lagt var af stað, taldi Neró víst
óhætt að gefa sig fram.
— Nei, nú dámar mér ekki, er þá ekki hunds-afmánin
með! sagði amma. Svo sneri hún sér að Hönnu Maríu
alvarleg á svipinn.
— Á ég að trúa því á þig, að þú hafir falið hund-
skömmina í bátnum, kallir svo á hann og þykist ekkert
vita um hann?
Hanna mætti óhikuð augum ömmu sinnar:
— Nei, amma mín, ég faldi ekki Neró og hafði ekki
hugmynd um hvar hann væri, þetta er alveg satt.
— Jæja, sagði amma mildari á svipinn, en það er ekki
nema von, að hundurinn sé orðinn brellinn, svo margt
sem þú ert búin að kenna honum.
— Hæ, Kobbi! hrópaði Hanna allt í einu og stóð upp,
— ertu með til kirkju?
— Ertu að tapa þér, við hvern ertu að tala? spurði afi.
— Neró gelti glaðlega og lagði framlappirnar uppá
borðstokkinn.
— Sko, Neró þekkir hann líka, sagði Hanna og benti
brosandi á sel, sem rak höfuðið uppúr sjónum til hliðar
við bátinn.
— Nú væri fínt að hafa byssuhólk með, sagði Óli, en
augnaráðið sem afi sendi honum, varð til þess að hann
sagði ekki meir.
— Heldurðu að þú þekkir þennan sel frá öðrum?
spurði Ninna Hönnu.
— Já—há, svaraði Hanna ákveðin, þetta er vinur okkar
Nerós, þú sérð að Neró þekkir hann líka.
Framhald.
Heima er bezt 233