Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 5

Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 5
Bær á Höfðaströnd. Þórðarhöfði i baksýn. Höfuðbólið Bær í Hofshreppi er yzt innan Þórðarhöfða samkvæmt gamalli þingboðsleið og annarra umburðarbrefa, sem áttu að ganga bæ frá bæ um hreppinn í þá daga. Þórðar- höfðinn, sem talinn er einn af útvörðum Skagafjarðar, er þröskuldur milli Bæjar og Málmeyjar. Málmey tilheyrir Hofshreppi og er nyrsti bærinn í þeim hreppi, þó hún liggi vestur á Lónkotsmöl (Fells- hreppi). Líklega er það rifið svokallaða, sem liggur frá eynni að höfðanum, sem hefir ráðið úrslitum um það, að Málmey tilheyrði Hofshreppi. Svo ekki meira um þetta. Síðan árið 1899 hefir sami ættleggurinn búið á þess- ari jörð eða í 76 ár. Konráð Jónsson hreppstjóri frá Miðhúsum í Óslands- hlíð keypti þá Bæ, fyrri hálflenduna, fyrir 600,00 kr., en síðari helminginn fyrir 1400,00, samtals kr. 2000,00. Er þetta svipuð upphæð og ein góð ær gefur af sér í brúttó afurðum nú í ár. Konráð var helzti forustumaður sveitar sinnar og sýslu í opinberum störfum. Hann var kvæntur Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur frá Þrastarhóli í Eyjafjarðar- sýslu. Konráð var mikill dugnaðarmaður bæði til sjós og lands. Hann sagði meiningu sína umbúðalaust og hélt sannfæringu sinni ákveðið fram, hver sem í hlut átti. Haft er eftir honum: „Það er mannlegt að reiðast, en djöfullegt að erfa.“ Hann var um mörg ár formað- ur á árabátum sínum, og hefir vafalaust sagt hásetum sínum það greinilega fyrir verkum að þeir hafi vitað hvað þeir áttu að vinna. Konráð var hreppstjóri Hofs- hrepps árin 1871—1905 eða í 34 ár. — Sonur þeirra hjóna, Konráðs og Ingibjargar, Jón, var einbirni, hann var kvæntur Jófríði Björnsdóttur frá Gröf á Höfða- strönd. Þau byrjuðu búskap í Bæ árið 1900 og bjuggu þar til 1930, en síðustu 4 árin í sambýli við Björn son sinn og tengdadóttur, frú Kristínu. Árið 1902 byggði Jón íbúðarhús úr timbri, sein á þeim árum var talið eitt bezta íbúðarhús í sveit hér í sýslu. Árið 1914 byggði hann steinsteypt fjárhús. Munu það vera fyrstu fjárhúsin, úr því efni, hér í sýslu. Þessi hús eru ennþá í notkun — og vel stæðileg. Samhliða bú- skapanum rak hann sjávarútgerð frá Bæjarklettum. Mótorbátar tveir voru gerðir út, „Trausti“ og „Valur- inn“ og voru 4 eigendur að þessari útgerð. Á þeim ár- um bjuggu nokkuð margar fjölskyldur á svokölluðum Bæjarklettum, sem eru niður við sjó, og svo í kotun- um, sem eru norðaustur af Bæ, standa við Höfðavatnið, sem Bær á hluta í. Lífsafkomu sína byggði þetta fólk að mestu leyti á sjávarafla, ýmist gerðu út sjálfir og voru svo á bátum þeim, sem Jón gerði út. Nú eru öll býli á báðum þess- um stöðum horfin. Bæjarklettarnir voru þá ein mesta út- gerðarstöð hér við Skagafjörð. Á þessum árum vann Jón miklu meira að útgerðinni heldur en landbúnaðar- störfum. Hann var landformaður og sá algerlega um verkun aflans, sem þá var eingöngu saltaður að sumr- inu, en nokkuð hert á öðrum árstímum. í mörg ár var Kristinn Erlendsson, tengdafaðir Björns, ráðsmaður yfir heyskapartímann. Kristinn var Heima er bezt 241

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.