Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 6
uppeldisbróðir Jóns. Meðan Jóni fannst fulllítið töðu-
fall í Bæ, tók hann Drangey á leigu til slægna, hún er
sem kunnugt er í eigu Skagafjarðarsýslu. Voru syst-
kinin oft við heyskap frammi í ey (Konráð, Björn og
Geirlaug) og hafa vafalaust unnið að heyskapnum af
kappi, enda vanizt snemma á að vinna, þar sem for-
eldrar þeirra voru þannig, að þeim féll aldrei verk úr
hendi.
Eitt sinn er þau systkinin voru frammi við heyskap,
urðu þau veðurteppt, og var búið að gera að minnsta
kosti þrjár tilraunir til að ná þeim á mótorbát, en ekki
hægt vegna kviku að komast út í bátinn. En þau voru
ókvíðin og æðrulaus þó þannig tækist til.
Jón var um mörg ár einn mesti forvígismaður allra
félags- og framfaramála sveitar sinnar og sýslu. Jón
var mælskur og áheyrilegur hvort heldur var á almenn-
um fundum eða við önnur tækifæri. Hann var hrepp-
stjóri Hofshrepps í 47 ár frá 1905—1952, tók við því
starfi af föður sínum. Hann var í mörg ár í hreppsnefnd
Hofshrepps, oddviti hreppsnefndar árið 1904—1907 og
aftur 1919—1922. Sýslunefndarmaður frá 1930—1938.
Formaður, um mörg ár, Búnaðarsambands Skagafjarð-
arsýslu og Kaupfélags Fellshrepps síðar Kaupfélag
Austur-Skagfirðinga, Hofsós.
Jón mun hafa unnið að flestum félagsmálum í Hofs-
hreppi, þó þau séu ekki frekar nafngreind hér.
Börn þeirra Jóns og Jófríðar voru, Konráð, sem lengi
var starfsmaður hjá SÍS utanlands og hér, einn af þeim
sem kom með „Frekjunni“ til heimalandsins eftir stríð-
ið. Konráð er dáinn fyrir nokkrum árum.
Svo er Björn bóndi í Bæ, sem hefir verið þar allan
sinn aldur, og eytt sínu æfistarfi í það að fegra og bæta
jörðina bæði hvað húsakost og ræktun snertir.
Yngst af systkinunum er Geirlaug, gift Þórði Pálma-
syni kaupfélagsstjóra í Borgarnesi.
Björn í Bæ, eins og hann er daglega kallaður, er
fæddur 20. desember 1902, kvæntur frændkonu sinni
Kristínu Kristinsdóttur, f. 8. janúar 1902. Þau hófu
búskap í Bæ 1926, fyrstu 4 árin í sambýli við foreldra
Björns. Þá voru þau ungu hjónin 24 ára gömul. Þau
hafa tekið daginn snemma og hafa afkastað miklu dags-
verki. Getur því sannast á þeim orðtækið: „Drjúg eru
morgunverkin.“ í þeirra tíð hefur Bær tekið stórkost-
legum breytingum.
242 Heima er bezt