Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 9
Sitjandi frá vinstri: Sigurlína Björnsdóttir, Kristín Kristinsdóttir, Björn Jónsson og Jófriður Björnsdóttir.
Standandi frá vinstri: Haukur, Gunnar, Valgarð, Jón og Geir.
opinberum störfum fremur en forfeður hans. —
Hann hefir verið í stjórn flest allra félaga í sveit sinni
og sýslu, að undanteknu kvenfélaginu. Þar hefir hans
ekki verið getið svo ég viti til. Nú um nokkur ár hefir
hann unnið hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga sem
matsmaður á búvörur bænda, kjöt og ull, og er nú
endurskoðandi kaupfélagsreikninganna í Hofsósi. Hann
hefir verið hreppstjóri síðan 1952.
Oft mun hafa komið í hlut konu Björns að ráða fram
úr ýmsu viðkomandi búinu utan húss, þegar hann hefir
verið fjarverandi, enda hefir hún sjálfsagt fylgzt vel
með öllu, utan húss sem innan. Ég hefi heyrt Björn
sjálfan segja, að þáttur konu sinnar væri sízt minni en
sinn í þeirra búskapartíð, gagnvart allri þeirra afkomu.
Ekki verða fengnar betri heimildir um störf Kristínar.
Sýna þessi orð bóndans, hversu mikils hann metur og
virðir konu sína, og er sjálfsagt um gagnkvæma skoðun
að ræða frá Kristínu, gagnvart bónda sínum.
Mín persónulega skoðun er sú, að ekki síður velti á
hag heimilisins, ráð og dáð húsfreyjunnar, bæði með
hagnýtingu fæðis og klæðis, og ekki sízt uppeldi barn-
anna.
Foreldrar frú Kristínar eru Kristinn Erlendsson frá
Gröf, dáinn fyrir nokkrum árum, og Sigurlína Gísla-
dóttir frá Neðra Ási í Hjaltadal. Þau hjón voru dugleg
og fjölhæf til verka. Kristinn var um mörg ár barna-
kennari og fékkst þó nokkuð við smíðar. Sigurlína var
sérstaklega vel að sér í allri handavinnu, saumaði, hekl-
aði og prjónaði. Á öllu því sem eftir hana sást, mátti
segja: „Verkið lofar meistarann“. Nú dvelur hún á Elli-
heimilinu Grund, en ekki mun hún oft sitja þar auðum
höndum, og alltaf er sama glæsilega handbragðið á því,
sem hún vinnur. Gísli forstjóri elliheimilisins er bróður-
sonur Sigurlínu. Sr. SigurbjörnÁ. Gíslason, sem er prest-
ur elliheimilisins, er líklega elzti þjónandi prestur lands-
ins. Sr. Sigurbjörn hefir gíft flest börn Bæjarhjónanna,
þau eru sjö og eitt fósturbarn. Talin eftir aldursröð.
1. Jófríður, gift Gunnari Þórðarsyni frá Lóni, lög-
reglumanni á Sauðárkróki.
2. Jón, bóndi á Hellulandi, f. k. Perla Björnsdóttir frá
Vestmannaeyjum, s. k. Þórunn Ólafsdóttir frá Hellu-
landi.
3. Valgarð, héraðslæknir í Hofsós, kvæntur Hólm-
fríði Runólfsdóttur frá Dýrfinnustöðum.
4. Gunnar, trésmíðameistari, Reykjavík, kvæntur
Brvnhildi Jónsdóttur frá Mvila.
5. Sigurlína, gift Adam Jóhannssyni, bifreiðastjóra í
Reykjavík.
Heima er bezt 245